Hafa drengir gleymst í skólakerfinu? Já Júlíus Viggó Ólafsson og Hermann Nökkvi Gunnarsson skrifa 9. febrúar 2021 08:00 „Hafa drengir gleymst í skólakerfinu? Nei.“ Þetta var fyrirsögn Þorsteins V. Einarssonar í Instagrampistli hans í gær, þar sem hann gerði lítið úr þeim áhyggjum sem varpað hefur verið fram um slæma stöðu drengja í íslenska menntakerfinu. Þorsteinn stýrir Instagram aðgangi sem nefnist Karlmennskan og hefur rúmlega 17.000 fylgjendur. Stór hluti fylgjenda hans eru ungmenni og hefur Instagram reikningur hans verið styrktur af Jafnréttissjóði Íslands, það liggur því í augum uppi að ábyrgð hans í upplýsingaveitu er gríðarleg. Í þessum pistli sínum vitnar hann ekki í heimildir máli sínu til stuðnings. Mikilvægt er að fara yfir niðurstöður úr rannsóknum og þá tölfræði sem liggur fyrir um íslenska menntakerfið þegar fullyrðingum sem þessari er fleygt fram. Samkvæmt niðurstöðum PISA þá geta 34.2% íslenskra drengja ekki lesið sér til gagns eftir útskrift úr grunnskóla sem er nánast tvöfalt hærra hlutfall en hjá stúlkum. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnunninni (WHO) þá finnst íslenskum strákum þeir fá minni stuðning frá kennurum sínum heldur en íslenskum stúlkum finnst þær fá. Karlkyns nemendur eru aðeins 32% af nýskráðum nemendum í Háskóla Íslands og hefur þetta hlutfall farið markvisst lækkandi á síðustu árum. Vert er að benda á að innritunarstig kvenna í Háskóla Íslands er á pari við önnur OECD lönd en innritunarstig karla á Íslandi er tíu prósentustigum lægra en meðaltal OECD landanna. Þetta er samkvæmt samantekt úr Education at Glance, skýrslu OECD frá árinu 2018, en þar kemur einnig fram að 24% karla á aldrinum 25 - 34 ára hafi ekki lokið framhaldsskólamenntun, en hlutfallið er 15% meðal kvenna á Íslandi, sem er þrefalt hærri kynjamunur en hjá nágrönnum okkar í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi. Nú þegar tölurnar liggja fyrir þá er mikilvægt að lyfta samfélagsumræðunni um þetta mál á hærra plan. Óumdeilanlegt er að hér er um að ræða eitt stærsta vandamál sem steðjar að menntakerfi okkar Íslendinga. Ákjósanlegasta leiðin við að takast á við þetta vandamál ætti að vera með þeim hætti að fólk festi sig ekki í pólitískum skotgröfum heldur fari að vinna saman í leit að lausnum. Það að við séum loksins farin að ræða þann vanda að einn af hverjum þremur drengjum geti ekki lesið sér til gagns eftir grunnskóla og það að einn af hverjum fjórum körlum á aldrinum 25-34 ára hafi ekki útskrifast úr framhaldsskóla þýðir ekki að verið sé að gera lítið úr umræðunni um slæma líðan stúlkna í samfélaginu. Við getum aukið umræðuna um stöðu drengja í menntakerfinu án þess að draga úr umræðunni um stúlkur. Þetta vandamál er raunverulegt, það er mælanlegt og sá sem efast um þetta gerist sekur um að hafna þeim virtu- og mörgu rannsóknum sem gerðar hafa verið um þetta mál. Við ættum öll að láta okkur málið varða, viðurkenna vandann og stefna að því að laga hann sem fyrst. Júlíus Viggó Ólafsson er forseti Sambands íslenskra framhaldsskólanema og Hermann Nökkvi Gunnarsson er formaður Nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Júlíus Viggó Ólafsson Mest lesið Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
„Hafa drengir gleymst í skólakerfinu? Nei.“ Þetta var fyrirsögn Þorsteins V. Einarssonar í Instagrampistli hans í gær, þar sem hann gerði lítið úr þeim áhyggjum sem varpað hefur verið fram um slæma stöðu drengja í íslenska menntakerfinu. Þorsteinn stýrir Instagram aðgangi sem nefnist Karlmennskan og hefur rúmlega 17.000 fylgjendur. Stór hluti fylgjenda hans eru ungmenni og hefur Instagram reikningur hans verið styrktur af Jafnréttissjóði Íslands, það liggur því í augum uppi að ábyrgð hans í upplýsingaveitu er gríðarleg. Í þessum pistli sínum vitnar hann ekki í heimildir máli sínu til stuðnings. Mikilvægt er að fara yfir niðurstöður úr rannsóknum og þá tölfræði sem liggur fyrir um íslenska menntakerfið þegar fullyrðingum sem þessari er fleygt fram. Samkvæmt niðurstöðum PISA þá geta 34.2% íslenskra drengja ekki lesið sér til gagns eftir útskrift úr grunnskóla sem er nánast tvöfalt hærra hlutfall en hjá stúlkum. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnunninni (WHO) þá finnst íslenskum strákum þeir fá minni stuðning frá kennurum sínum heldur en íslenskum stúlkum finnst þær fá. Karlkyns nemendur eru aðeins 32% af nýskráðum nemendum í Háskóla Íslands og hefur þetta hlutfall farið markvisst lækkandi á síðustu árum. Vert er að benda á að innritunarstig kvenna í Háskóla Íslands er á pari við önnur OECD lönd en innritunarstig karla á Íslandi er tíu prósentustigum lægra en meðaltal OECD landanna. Þetta er samkvæmt samantekt úr Education at Glance, skýrslu OECD frá árinu 2018, en þar kemur einnig fram að 24% karla á aldrinum 25 - 34 ára hafi ekki lokið framhaldsskólamenntun, en hlutfallið er 15% meðal kvenna á Íslandi, sem er þrefalt hærri kynjamunur en hjá nágrönnum okkar í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi. Nú þegar tölurnar liggja fyrir þá er mikilvægt að lyfta samfélagsumræðunni um þetta mál á hærra plan. Óumdeilanlegt er að hér er um að ræða eitt stærsta vandamál sem steðjar að menntakerfi okkar Íslendinga. Ákjósanlegasta leiðin við að takast á við þetta vandamál ætti að vera með þeim hætti að fólk festi sig ekki í pólitískum skotgröfum heldur fari að vinna saman í leit að lausnum. Það að við séum loksins farin að ræða þann vanda að einn af hverjum þremur drengjum geti ekki lesið sér til gagns eftir grunnskóla og það að einn af hverjum fjórum körlum á aldrinum 25-34 ára hafi ekki útskrifast úr framhaldsskóla þýðir ekki að verið sé að gera lítið úr umræðunni um slæma líðan stúlkna í samfélaginu. Við getum aukið umræðuna um stöðu drengja í menntakerfinu án þess að draga úr umræðunni um stúlkur. Þetta vandamál er raunverulegt, það er mælanlegt og sá sem efast um þetta gerist sekur um að hafna þeim virtu- og mörgu rannsóknum sem gerðar hafa verið um þetta mál. Við ættum öll að láta okkur málið varða, viðurkenna vandann og stefna að því að laga hann sem fyrst. Júlíus Viggó Ólafsson er forseti Sambands íslenskra framhaldsskólanema og Hermann Nökkvi Gunnarsson er formaður Nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun