Klúður Se og Hør: „Hér er tvöfaldur morðingi í afmæli á Íslandi árið 2017“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. febrúar 2021 12:31 Fréttin á vef Se og Hør í dag þar sem mistökin eru viðurkennd. Skjáskot af vef Se og Hör Slúðurtímaritið Se og Hør gerði alvarleg mistök í umfjöllun sinni um morðið á Freyju Egilsdóttur Mogensen. Blaðið birti mynd af manni, óskýra þó, og fullyrti að um væri að ræða morðingja Freyju. Dóttir mannsins staðfestir við Lokalavisen í Árósum að maðurinn á myndinni sé faðir hennar, alls ekki Flemming Mogensen, barnsfaðir og morðingi Freyju. Lokalavisen segir í umfjöllun sinni að karlmaðurinn sé raunar ekkert líkur morðingjanum. Þá hafi heimildarmenn á Íslandi og fjölskyldumeðlimir mannsins, sem myndin var birt af, staðfest þetta. „Þetta er ekki gott. Þetta er faðir minn,“ segir dóttir mannsins við Lokalavisen. Fjölskyldan, sem er í áfalli vegna morðsins á Freyju, vill ekki tjá sig frekar um málið sem stendur. Dísa María Egilsdóttir, systir Freyju, segir að fjölskyldan muni leita réttar síns með lögfræðingum. Það hefur Vísir sömuleiðis fengið staðfest. Undir frétt Se og Hør, þar sem sjá mátti manninn einan á útipalli með gasgrill í bakgrunni stóð: „Hér er tvöfaldur morðingi í afmæli á Íslandi árið 2017“. Sagðist hafa ferðast með fjölskyldunni til Íslands Fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar barst á dögunum tölvupóstur frá karlmanni sem sagðist vera vel kunnugur fjölskyldu Freyju. Hann hefði ferðast með fjölskyldunni til Íslands og ætti myndir sem hann bauð til sölu ásamt viðtali. Lokalavisen segir frá svipuðu tilboði sem hafi borist dönskum miðlum, þeirra á meðal Lokalavisen. Ekki er hægt að fullyrða á þessari stundu hvort um sama mann er að ræða og seldi Se og Hør myndirnar. Fyrirsögn greinar Se og Hør var „Vinur afhjúpar ógnvekjandi smáatriði um samband Freyju og eiginmannsins fyrrverandi“. Þar voru ýmsir hlutir hafðir eftir ónafngreindum vini fjölskyldunnar sem sagðist hafa ferðast oft með fjölskyldunni til Íslands. Fullyrti hann við Se og Hør að Freyja hefði fundið verulega óeðlilega hluti á tölvu morðingjans. Þetta hefur ekki verið staðfest í öðrum miðlum og lögreglan í Danmörku hefur ekki upplýst um einstaka þætti rannsóknarinnar á morðinu. Fjarlægðu greinina af vef blaðsins Ritstjóri Se og Hør í Danmörku segir að maðurinn sem seldi blaðinu ljósmyndina hafi, annaðhvort fyrir mistök eða viljandi, sent nokkrar rangar myndir. Neils Pinborg, aðalritstjóri Se og Hør, segir hrikalegt að hugsa til þess að karlmaður á Íslandi hafi borið kennsli á sig á myndinni en átt hafði verið við myndina þannig að andlitið var óskýrt. Hann hvetur viðkomandi til að hringja í sig til að geta komist til botns í málinu. Fréttin hefur verið fjarlægð af vef Se og Hør en í nýrri grein á vef blaðsins viðurkennir blaðið að hafa gert mistök. Pinborg vill ekki staðfesta að maðurinn sem fullyrti ýmislegt um samband Freyju og Flemmings í blaðinu hafi einnig selt blaðinu myndirnar, sem ranglega var fullyrt að væru af morðingja Freyju. Fréttastofa hafði samband við fjölskyldumeðlimi Freyju sem vildu að svo stöddu ekki ræða málið. Morð í Malling Danmörk Fjölmiðlar Mest lesið Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Lokalavisen segir í umfjöllun sinni að karlmaðurinn sé raunar ekkert líkur morðingjanum. Þá hafi heimildarmenn á Íslandi og fjölskyldumeðlimir mannsins, sem myndin var birt af, staðfest þetta. „Þetta er ekki gott. Þetta er faðir minn,“ segir dóttir mannsins við Lokalavisen. Fjölskyldan, sem er í áfalli vegna morðsins á Freyju, vill ekki tjá sig frekar um málið sem stendur. Dísa María Egilsdóttir, systir Freyju, segir að fjölskyldan muni leita réttar síns með lögfræðingum. Það hefur Vísir sömuleiðis fengið staðfest. Undir frétt Se og Hør, þar sem sjá mátti manninn einan á útipalli með gasgrill í bakgrunni stóð: „Hér er tvöfaldur morðingi í afmæli á Íslandi árið 2017“. Sagðist hafa ferðast með fjölskyldunni til Íslands Fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar barst á dögunum tölvupóstur frá karlmanni sem sagðist vera vel kunnugur fjölskyldu Freyju. Hann hefði ferðast með fjölskyldunni til Íslands og ætti myndir sem hann bauð til sölu ásamt viðtali. Lokalavisen segir frá svipuðu tilboði sem hafi borist dönskum miðlum, þeirra á meðal Lokalavisen. Ekki er hægt að fullyrða á þessari stundu hvort um sama mann er að ræða og seldi Se og Hør myndirnar. Fyrirsögn greinar Se og Hør var „Vinur afhjúpar ógnvekjandi smáatriði um samband Freyju og eiginmannsins fyrrverandi“. Þar voru ýmsir hlutir hafðir eftir ónafngreindum vini fjölskyldunnar sem sagðist hafa ferðast oft með fjölskyldunni til Íslands. Fullyrti hann við Se og Hør að Freyja hefði fundið verulega óeðlilega hluti á tölvu morðingjans. Þetta hefur ekki verið staðfest í öðrum miðlum og lögreglan í Danmörku hefur ekki upplýst um einstaka þætti rannsóknarinnar á morðinu. Fjarlægðu greinina af vef blaðsins Ritstjóri Se og Hør í Danmörku segir að maðurinn sem seldi blaðinu ljósmyndina hafi, annaðhvort fyrir mistök eða viljandi, sent nokkrar rangar myndir. Neils Pinborg, aðalritstjóri Se og Hør, segir hrikalegt að hugsa til þess að karlmaður á Íslandi hafi borið kennsli á sig á myndinni en átt hafði verið við myndina þannig að andlitið var óskýrt. Hann hvetur viðkomandi til að hringja í sig til að geta komist til botns í málinu. Fréttin hefur verið fjarlægð af vef Se og Hør en í nýrri grein á vef blaðsins viðurkennir blaðið að hafa gert mistök. Pinborg vill ekki staðfesta að maðurinn sem fullyrti ýmislegt um samband Freyju og Flemmings í blaðinu hafi einnig selt blaðinu myndirnar, sem ranglega var fullyrt að væru af morðingja Freyju. Fréttastofa hafði samband við fjölskyldumeðlimi Freyju sem vildu að svo stöddu ekki ræða málið.
Morð í Malling Danmörk Fjölmiðlar Mest lesið Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira