Segja Kínaferðina ekki hafa skilað miklum árangri Samúel Karl Ólason skrifar 9. febrúar 2021 21:21 Frá blaðamannafundinum í dag. AP/Ng Han Guan Vísindamenn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar segja Kínaheimsókn þeirra ekki hafa skilað miklum árangri varðandi skilning vísindamanna á nýju kórónuveirunni. Hins vegar hafi teymi stofnunarinnar tekist að auka þekkingu varðandi upphaf faraldursins. Vísindamennirnir sem um ræðir luku nýverið mánaðarheimsókn til Wuhan í Kína, þar sem kórónuveiran greindist fyrst í mönnum. Leiðtogi teymisins sagði á blaðamannafundi í dag að veiran hafi að öllum líkindum borist úr dýrum í menn og að kenningar um að hún hefði borist frá rannsóknarstofu væru rangar. Meðal þeirra sem hafa varpað þeirri kenningu fram eru Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, og embættismenn í ríkisstjórn hans. Markmið vísindamanna WHO var að reyna að finna upplýsingar um það hvernig veiran barst fyrst í menn. Fyrstu vísindamennirnir lentu í Kína þann 6. janúar og var þeim þá meinuð innganga í landið. Viðræður um verkefnið á milli WHO og yfirvalda í Kína höfðu þá staðið yfir í marga mánuði. Teymið heimsótti meðal annars fiskmarkað þar sem einhverjir hafa talið að veiran hafi borist snemma í menn og sagði einn sérfræðingur teymisins að þar hefðu verið dýr sem gætu hafa borið veiruna. Þar á meðal eru kanínur og rottur. Næsta skref yrði að skoða bóndabæi á svæðinu. Fram kom á blaðamannafundinum að teymið hefði ekki fundið vísbendingar um að nýja kórónuveiran hefði verið í umfangsmikilli dreifingu löngu áður en hún greindist fyrst. Leiðtogi teymisins sagði líkur á því að veiran hefði borist fyrst í menn úr leðurblökum. Hann sagði einnig að það kæmi til greina að veiran hefði borist til Kína í frosnum matvælum og það þyrfti að rannsaka frekar. Yfirvöld í Kína hafa haldið því fram að veiran hafi borist til Kína frá öðrum ríkjum og hefur því ítrekað verið lýst yfir að leifar veirunnar hafi fundist í frosnum matvælum. Samkvæmt áðurnefndum leiðtoga teymisins er talið að veiran geti lifað af í frosti en óljóst sé hvort hún geti borist í menn úr frosnum matvælum. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Vísindamennirnir sem um ræðir luku nýverið mánaðarheimsókn til Wuhan í Kína, þar sem kórónuveiran greindist fyrst í mönnum. Leiðtogi teymisins sagði á blaðamannafundi í dag að veiran hafi að öllum líkindum borist úr dýrum í menn og að kenningar um að hún hefði borist frá rannsóknarstofu væru rangar. Meðal þeirra sem hafa varpað þeirri kenningu fram eru Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, og embættismenn í ríkisstjórn hans. Markmið vísindamanna WHO var að reyna að finna upplýsingar um það hvernig veiran barst fyrst í menn. Fyrstu vísindamennirnir lentu í Kína þann 6. janúar og var þeim þá meinuð innganga í landið. Viðræður um verkefnið á milli WHO og yfirvalda í Kína höfðu þá staðið yfir í marga mánuði. Teymið heimsótti meðal annars fiskmarkað þar sem einhverjir hafa talið að veiran hafi borist snemma í menn og sagði einn sérfræðingur teymisins að þar hefðu verið dýr sem gætu hafa borið veiruna. Þar á meðal eru kanínur og rottur. Næsta skref yrði að skoða bóndabæi á svæðinu. Fram kom á blaðamannafundinum að teymið hefði ekki fundið vísbendingar um að nýja kórónuveiran hefði verið í umfangsmikilli dreifingu löngu áður en hún greindist fyrst. Leiðtogi teymisins sagði líkur á því að veiran hefði borist fyrst í menn úr leðurblökum. Hann sagði einnig að það kæmi til greina að veiran hefði borist til Kína í frosnum matvælum og það þyrfti að rannsaka frekar. Yfirvöld í Kína hafa haldið því fram að veiran hafi borist til Kína frá öðrum ríkjum og hefur því ítrekað verið lýst yfir að leifar veirunnar hafi fundist í frosnum matvælum. Samkvæmt áðurnefndum leiðtoga teymisins er talið að veiran geti lifað af í frosti en óljóst sé hvort hún geti borist í menn úr frosnum matvælum.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira