„Eiga að sýna íslensku strákunum þá virðingu að taka alvöru Bandaríkjamann“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2021 10:00 Eric Julian Wise er ekki að gera nóg fyrir Grindavíkurliðið og það munar mikið um það. Vísir/ Hulda Margrét Framtíð bandaríska körfuboltamannsins Eric Julian Wise hjá Grindavík var til umræðu í Domino´s Körfuboltakvöldi í gærkvöldi þar sem fjallað var um níundu umferða. Eric Wise skoraði 12 stig í tapleiknum á móti KR og hefur aðeins skorað samtals 46 stig í síðustu fimm leikjum liðsins eða undir tíu stigum að meðaltali í leik. Kjartan Atli Kjartansson vakti máls á þessu í þættinum. „Verum alveg hreinskilnir. Eric Wise var hérna árið 2016, var frábær og var svo keyptur í aðra deild frá Grindavík eftir fimm leiki. Hann slítur hásin áður en hann kemur hingað aftur það er fyrir ári síðan. Hann var að jafna sig á síðustu leiktíð hvenær sem hún var,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson. „Hann er með þrettán stig í leik og maður horfir á líkamstjáninguna hans. Maður veit ekki alveg hvað maður á að halda,“ sagði Kjartan Atli. „Í fyrsta lagi skil ég ekki hvað hann er að gera í liðinu fyrst að hann sleit hásin á þessum tíma. Menn vissu hvað yrði spilað ört og gátu því gert sér grein fyrir því að það væri ekki hægt að taka neina áhættu með leikmenn,“ sagði Sævar Sævarsson, sérfræðingur í Domino´s Körfuboltakvöldi. Klippa: Framtíð Wise hjá Grindavík „Það er eins og þú þurfir að trekkja hann í gang í leikjunum og hann byrjar yfirleitt ekki leikina fyrr en í seinni hálfleik þegar einhverjir eru búnir að nudda og hnoða hann í gang. Líkamstjáningin er síðan þannig að það er eins og hann hafi engan áhuga á því að vera hérna að öðru leyti en að fara niður í Landsbanka og ná sér í peninginn. Ég skil ekki hvað hann er að gera hérna ennþá,“ sagði Sævar. „Ég var að fylgjast með plús og mínus tölfræðinni hjá honum og Lalla (Þorleifur Ólafsson) sem var að skipta við hann. Lalli er nýbyrjaður aftur en var plús sautján á meðan hann var mínus 23. Grindavík var framan af miklu betra með Wise á bekknum. Miðað við þennan leik þá finnst mér hann vera hættur að reyna,“ sagði Teitur Örlygsson, sérfræðingur í Domino´s Körfuboltakvöldi. „Ég held að hann hafi einhverja hugmynd um að þetta sé að vera búið hjá honum,“ sagði Teitur. „Þetta er svo ferlegt því ef þú horfir á töfluna þá er Grindavík bara á fínum stað miðað við allt og allt finnst mér. Íslendingarnir þeirra eru búnir að spila vel en það er kanaígildið þeirra, það er Wise sem er að klikka. Mér finnst að það eigi bara sýna þessum íslensku strákum þá virðingu að taka bara alvöru Bandaríkjamann. Ég skil ekki hvað Grindavík er ennþá að hugsa,“ sagði Teitur. Það má finna alla umfjöllunina um Eric Wise hér fyrir ofan. Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Dominos-deild karla UMF Grindavík Körfuboltakvöld Mest lesið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Fótbolti Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Sjá meira
Eric Wise skoraði 12 stig í tapleiknum á móti KR og hefur aðeins skorað samtals 46 stig í síðustu fimm leikjum liðsins eða undir tíu stigum að meðaltali í leik. Kjartan Atli Kjartansson vakti máls á þessu í þættinum. „Verum alveg hreinskilnir. Eric Wise var hérna árið 2016, var frábær og var svo keyptur í aðra deild frá Grindavík eftir fimm leiki. Hann slítur hásin áður en hann kemur hingað aftur það er fyrir ári síðan. Hann var að jafna sig á síðustu leiktíð hvenær sem hún var,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson. „Hann er með þrettán stig í leik og maður horfir á líkamstjáninguna hans. Maður veit ekki alveg hvað maður á að halda,“ sagði Kjartan Atli. „Í fyrsta lagi skil ég ekki hvað hann er að gera í liðinu fyrst að hann sleit hásin á þessum tíma. Menn vissu hvað yrði spilað ört og gátu því gert sér grein fyrir því að það væri ekki hægt að taka neina áhættu með leikmenn,“ sagði Sævar Sævarsson, sérfræðingur í Domino´s Körfuboltakvöldi. Klippa: Framtíð Wise hjá Grindavík „Það er eins og þú þurfir að trekkja hann í gang í leikjunum og hann byrjar yfirleitt ekki leikina fyrr en í seinni hálfleik þegar einhverjir eru búnir að nudda og hnoða hann í gang. Líkamstjáningin er síðan þannig að það er eins og hann hafi engan áhuga á því að vera hérna að öðru leyti en að fara niður í Landsbanka og ná sér í peninginn. Ég skil ekki hvað hann er að gera hérna ennþá,“ sagði Sævar. „Ég var að fylgjast með plús og mínus tölfræðinni hjá honum og Lalla (Þorleifur Ólafsson) sem var að skipta við hann. Lalli er nýbyrjaður aftur en var plús sautján á meðan hann var mínus 23. Grindavík var framan af miklu betra með Wise á bekknum. Miðað við þennan leik þá finnst mér hann vera hættur að reyna,“ sagði Teitur Örlygsson, sérfræðingur í Domino´s Körfuboltakvöldi. „Ég held að hann hafi einhverja hugmynd um að þetta sé að vera búið hjá honum,“ sagði Teitur. „Þetta er svo ferlegt því ef þú horfir á töfluna þá er Grindavík bara á fínum stað miðað við allt og allt finnst mér. Íslendingarnir þeirra eru búnir að spila vel en það er kanaígildið þeirra, það er Wise sem er að klikka. Mér finnst að það eigi bara sýna þessum íslensku strákum þá virðingu að taka bara alvöru Bandaríkjamann. Ég skil ekki hvað Grindavík er ennþá að hugsa,“ sagði Teitur. Það má finna alla umfjöllunina um Eric Wise hér fyrir ofan. Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Dominos-deild karla UMF Grindavík Körfuboltakvöld Mest lesið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Fótbolti Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga