Dagur íslenska táknmálsins! Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar 11. febrúar 2021 08:01 Brátt eru tíu ár síðan Alþingi samþykkti lög nr. 61/2011, lög um íslenska tungu og íslenskt táknmál og því ber að fagna og áfram höldum við baráttunni til að íslenska táknmálið njóti jafnræðis við íslenska tungu. Íslenskt táknmál er eina hefðbundna minnihlutamálið á Íslandi og ber okkur að hlúa að því og vernda enda dýrmætt tungumál eins og íslenskan. Hve fáir tala íslenska táknmálið reiprennandi stendur það undir meiri ógn en íslenskan. Við íslendingar eru nú samt þekkt fyrir baráttugleði okkar og látum ekki deigan síga. Málnefnd um íslenskt táknmál hefur unnið hörðum höndum síðustu tíu ár að minna þjóðina og stjórnvöld á mikilvægi íslenska táknmálsins, eins hafa fleiri hagsmunaaðilar íslenska táknmálsins staðið í stríðum straumi við að standa vörð um íslenska táknmálið. Það er alþekkt skoðun að margir telja íslenska táknmálið vera tungumál þeirra sem hafa ekki heyrn en það er ekki rétt. Margir einstaklingar sem hafa fulla heyrn eiga íslenskt táknmál sem móðurmál eða fyrsta mál og það ber að hafa í huga. Réttur þeirra sem tala íslenskt táknmál og reiða sig á það til tjáningar og samskipta er ekki virtur víða í þjóðfélaginu og tungumálanám í leik- og grunnskóla er enn víða takmarkaður eða enginn. Börn sem eiga íslenska táknmálið að móðurmáli fá ekki nám í því eins og íslensku og er það ósk þeirra og foreldra að það verði hægt að bæta úr því. Þau bera jú líka kyndilinn að halda íslenska táknmálinu lifandi á Íslandi. Margir detta í þá gildru að segja að það séu fáir sem tala íslenskt táknmál en sú gildra ætti ekki að vera til, hún ætti frekar að vera valdeflandi og gefa okkur þjóðinni enn meiri ástæðu til að gefa því tungumáli stuðning og vernd til að standa af sér ógnina sem steðjar að því. Mennta- og menningarmálaráðuneytið skipaði starfshóp til að vinna að málstefnu íslenska táknmálsins og lítur það dagsins ljós með vorinu og vonir standa til að það fái góðan meðbyr hjá Alþingi og stjórnvöldum. Málstefnan gefur fólki leiðarljós hvert stefna eigi með íslenska táknmálið og verkfæri til að efla tungumálið. Saman erum við sterkari og því er við hæfi að segja til hamingju með dag íslenska táknmálsins! Höfundur er formaður málnefndar um íslenskt táknmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska á tækniöld Táknmál Mest lesið Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Sjá meira
Brátt eru tíu ár síðan Alþingi samþykkti lög nr. 61/2011, lög um íslenska tungu og íslenskt táknmál og því ber að fagna og áfram höldum við baráttunni til að íslenska táknmálið njóti jafnræðis við íslenska tungu. Íslenskt táknmál er eina hefðbundna minnihlutamálið á Íslandi og ber okkur að hlúa að því og vernda enda dýrmætt tungumál eins og íslenskan. Hve fáir tala íslenska táknmálið reiprennandi stendur það undir meiri ógn en íslenskan. Við íslendingar eru nú samt þekkt fyrir baráttugleði okkar og látum ekki deigan síga. Málnefnd um íslenskt táknmál hefur unnið hörðum höndum síðustu tíu ár að minna þjóðina og stjórnvöld á mikilvægi íslenska táknmálsins, eins hafa fleiri hagsmunaaðilar íslenska táknmálsins staðið í stríðum straumi við að standa vörð um íslenska táknmálið. Það er alþekkt skoðun að margir telja íslenska táknmálið vera tungumál þeirra sem hafa ekki heyrn en það er ekki rétt. Margir einstaklingar sem hafa fulla heyrn eiga íslenskt táknmál sem móðurmál eða fyrsta mál og það ber að hafa í huga. Réttur þeirra sem tala íslenskt táknmál og reiða sig á það til tjáningar og samskipta er ekki virtur víða í þjóðfélaginu og tungumálanám í leik- og grunnskóla er enn víða takmarkaður eða enginn. Börn sem eiga íslenska táknmálið að móðurmáli fá ekki nám í því eins og íslensku og er það ósk þeirra og foreldra að það verði hægt að bæta úr því. Þau bera jú líka kyndilinn að halda íslenska táknmálinu lifandi á Íslandi. Margir detta í þá gildru að segja að það séu fáir sem tala íslenskt táknmál en sú gildra ætti ekki að vera til, hún ætti frekar að vera valdeflandi og gefa okkur þjóðinni enn meiri ástæðu til að gefa því tungumáli stuðning og vernd til að standa af sér ógnina sem steðjar að því. Mennta- og menningarmálaráðuneytið skipaði starfshóp til að vinna að málstefnu íslenska táknmálsins og lítur það dagsins ljós með vorinu og vonir standa til að það fái góðan meðbyr hjá Alþingi og stjórnvöldum. Málstefnan gefur fólki leiðarljós hvert stefna eigi með íslenska táknmálið og verkfæri til að efla tungumálið. Saman erum við sterkari og því er við hæfi að segja til hamingju með dag íslenska táknmálsins! Höfundur er formaður málnefndar um íslenskt táknmál.
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar