Andrés Ingi genginn til liðs við Pírata Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. febrúar 2021 17:00 Andrés Ingi Jónsson sat á þingi fyrir Vinstri græn þar til 2019, þegar hann sagði sig úr þingflokknum. Hann hefur setið á þingi sem þingmaður utan þingflokka síðan. Vísir/Vilhelm Andrés Ingi Jónsson, alþingismaður utan þingflokka sem áður sat á þingi fyrir Vinstri græn, hefur gengið til liðs við þingflokk Pírata. Frá þessu greinir Andrés sjálfur frá nú síðdegis. „Ég hef ákveðið að ganga til liðs við þingflokk Pírata. Þetta var ekki einföld ákvörðun og er tekin eftir mikla yfirlegu. Ég vil vera hluti af hóp sem er hægt að treysta til að taka djarfar ákvarðanir og tel að innan þingflokks Pírata muni hugsjónum mínum vera best borgið. Í framhaldinu mun ég gefa kost á mér í prófkjöri Pírata til að sjá hvort grasrótin vilji treysta mér fyrir áframhaldandi verkefnum eftir kosningar,“ segir Andrés Ingi í tilkynningu á Facebook-síðu sinni. Þá kveðst Andrés alltaf hafa unnið vel með Pírötum á þingi, sama hvort litið sé á „aðgerðir í kringum uppreist æru, baráttuna fyrir réttindum hælisleitenda eða almennt samstarf okkar í fastanefndum þingsins.“ Hugmyndafræði hans og flokksins hafi átt vel saman. Ég hef ákveðið að ganga til liðs við þingflokk Pírata. Þetta var ekki einföld ákvörðun og er tekin eftir mikla yfirlegu....Posted by Andrés Ingi á þingi on Miðvikudagur, 10. febrúar 2021 Fram kemur í tilkynningu frá þingflokki Pírata að hann hafi samþykkti einróma á þingflokksfundi í morgun bjóða Andrés Inga velkominn í hópinn. Andrés Ingi og þingflokkurinn hafi átt í góðu samstarfi, flutt saman fjölda þingmála og unnið náið saman í nefndum þingsins. „Með tímanum hefur komið í ljós að um er að ræða náttúrulega bandamenn með margar sameiginlegar áherslur. Andrés er gríðarlega öflugur þingmaður sem hefur áorkað miklu einn síns liðs og er því mikill fengur fyrir þingflokk Pírata. Hann er hugsjónamaður með sterka réttlætiskennd sem þorir að færa rök fyrir stórum hugmyndum. Við lítum því á inngöngu Andrésar í þingflokkinn, sem og flokkinn í heild, sem góðan liðsstyrk fyrir verkefnin framundan,“ segir í tilkynningu Pírata. Rósa Björk Brynjólfsdóttir fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna sagði sig úr flokknum í september síðastliðnum og gekk til liðs við Samfylkinguna í desember.Vísir/vilhelm Gengin í nýja flokka Andrés Ingi sagði sig úr þingflokki Vinstri grænna í nóvember 2019 og tilkynnti jafnframt að hann hygðist starfa sem óháður þingmaður út kjörtímabilið. Hann bar því fyrir sig á sínum tíma að stjórnarsamstarfið hefði verið erfitt og stjórnarflokkarnir ekki náð saman um málefni. Rósa Björk Brynjólfsdóttir sagði sig einnig úr þingflokki Vinstri grænna í september í fyrra. Hún sagði á sínum tíma að ástæða úrsagnarinnar væri brottvísun egypskrar fjölskyldu sem mikið var til umfjöllunar - en náði á endanum ekki fram að ganga. Rósa Björk gekk til liðs við þingflokk Samfylkingarinnar í desember. Alþingi Píratar Reykjavíkurkjördæmi norður Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
„Ég hef ákveðið að ganga til liðs við þingflokk Pírata. Þetta var ekki einföld ákvörðun og er tekin eftir mikla yfirlegu. Ég vil vera hluti af hóp sem er hægt að treysta til að taka djarfar ákvarðanir og tel að innan þingflokks Pírata muni hugsjónum mínum vera best borgið. Í framhaldinu mun ég gefa kost á mér í prófkjöri Pírata til að sjá hvort grasrótin vilji treysta mér fyrir áframhaldandi verkefnum eftir kosningar,“ segir Andrés Ingi í tilkynningu á Facebook-síðu sinni. Þá kveðst Andrés alltaf hafa unnið vel með Pírötum á þingi, sama hvort litið sé á „aðgerðir í kringum uppreist æru, baráttuna fyrir réttindum hælisleitenda eða almennt samstarf okkar í fastanefndum þingsins.“ Hugmyndafræði hans og flokksins hafi átt vel saman. Ég hef ákveðið að ganga til liðs við þingflokk Pírata. Þetta var ekki einföld ákvörðun og er tekin eftir mikla yfirlegu....Posted by Andrés Ingi á þingi on Miðvikudagur, 10. febrúar 2021 Fram kemur í tilkynningu frá þingflokki Pírata að hann hafi samþykkti einróma á þingflokksfundi í morgun bjóða Andrés Inga velkominn í hópinn. Andrés Ingi og þingflokkurinn hafi átt í góðu samstarfi, flutt saman fjölda þingmála og unnið náið saman í nefndum þingsins. „Með tímanum hefur komið í ljós að um er að ræða náttúrulega bandamenn með margar sameiginlegar áherslur. Andrés er gríðarlega öflugur þingmaður sem hefur áorkað miklu einn síns liðs og er því mikill fengur fyrir þingflokk Pírata. Hann er hugsjónamaður með sterka réttlætiskennd sem þorir að færa rök fyrir stórum hugmyndum. Við lítum því á inngöngu Andrésar í þingflokkinn, sem og flokkinn í heild, sem góðan liðsstyrk fyrir verkefnin framundan,“ segir í tilkynningu Pírata. Rósa Björk Brynjólfsdóttir fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna sagði sig úr flokknum í september síðastliðnum og gekk til liðs við Samfylkinguna í desember.Vísir/vilhelm Gengin í nýja flokka Andrés Ingi sagði sig úr þingflokki Vinstri grænna í nóvember 2019 og tilkynnti jafnframt að hann hygðist starfa sem óháður þingmaður út kjörtímabilið. Hann bar því fyrir sig á sínum tíma að stjórnarsamstarfið hefði verið erfitt og stjórnarflokkarnir ekki náð saman um málefni. Rósa Björk Brynjólfsdóttir sagði sig einnig úr þingflokki Vinstri grænna í september í fyrra. Hún sagði á sínum tíma að ástæða úrsagnarinnar væri brottvísun egypskrar fjölskyldu sem mikið var til umfjöllunar - en náði á endanum ekki fram að ganga. Rósa Björk gekk til liðs við þingflokk Samfylkingarinnar í desember.
Alþingi Píratar Reykjavíkurkjördæmi norður Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira