Innlent

Lögregla beitti piparúða

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Farþegar í bílnum sem lögregla stöðvaði hlýddu ekki fyrirmælum lögreglu.
Farþegar í bílnum sem lögregla stöðvaði hlýddu ekki fyrirmælum lögreglu. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu beitt skömmu fyrir klukkan tvö í nótt piparúða til þess að ná stjórn á vettvangi í Hafnarfirði.

Þar hafði ökumaður verið stöðvaður af lögreglu grunaður um akstur undir áhrifum vímuefna. Að því er segir í dagbók lögreglu hlýddu farþegar í bílnum ekki fyrirmælum lögreglu auk þess sem þeir tálmuðu störf lögreglu á vettvangi.

Reyndu þeir meðal annars að opna dyr lögreglubílsins. Þá reyndu farþegarnir einnig að hindra lögreglu í því að komast af vettvangi sem einstakling sem hafði verið handtekinn. Greip lögregla því til þess að ráðs að beita piparúðanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×