Segja Sýn og Nova hafa gert samkomulag við félag tengt nánum vini Donalds Trump Eiður Þór Árnason skrifar 11. febrúar 2021 11:54 Thomas Joseph Barrack Jr., stjórnarformaður Colony Capital, og náinn bandamaður Donalds Trump. Getty/Michael Kovac Félag í stýringu bandaríska framtaksfjárfestingafélagsins Digital Colony er langt komið með að ljúka kaupum á óvirkum farsímainnviðum af Sýn og Nova fyrir um 13 milljarða króna, að sögn Viðskiptablaðsins. Samkvæmt heimildum blaðsins vinnur félagið að því að fjármagna kaupin að hluta með útgáfu skuldabréfs í krónum upp á 8 til 9 milljarða króna og að fyrirtækjaráðgjöf Kviku hafi á síðustu vikum kynnt útgáfuna fyrir lífeyrissjóðum og öðrum innlendum fjárfestum. Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar sem rekur fjarskiptafélagið Vodafone segir í samtali við Vísi að fyrirtækið geti hvorki gefið upplýsingar um stöðu viðræðna eða hvaða aðila um ræðir. Vísir er í eigu Sýnar. Samkomulag náðist í haust Sýn tilkynnti um það í október að félagið hafi náð samkomulagi við erlenda fjárfesta um einkaviðræður og helstu skilmála í tengslum við mögulega sölu og endurleigu á óvirkum farsímainnviðum félagsins. Þá kom fram að miðað við fyrirliggjandi skilmála gæti væntur söluhagnaður Sýnar numið yfir sex milljörðum króna gangi viðskiptin eftir. Í nóvember greindi svo Fréttablaðið frá því fjarskiptafélagið Nova væri í einkaviðræðum við sömu erlendu fjárfesta og Sýn um mögulega sölu og endurleigu á óvirkum farsímainnviðum Nova. Með óvirkum farsímainnviðum er til að mynda átt við rafkerfi og sendaturna en virkur búnaður á borð við sendana sjálfa verður áfram í eigu íslensku fjarskiptafélaganna. Sýn og Nova reka saman dreifikerfi fyrir farsímaþjónustu í gegnum dótturfélag þeirra Sendafélagið. Ef verður af sölunni feta fjarskiptaskiptafélögin í fótspor erlendra fjarskiptafyrirtækja sem hafa gert sambærilega samninga um sölu á innviðum. Fram kom í tilkynningu Sýnar í október að ráðgert væri að gerður yrði langtímaleigusamningur við erlendu fjárfestana til 20 ára sem muni tryggja áframhaldandi aðgang félagsins að hinum óvirku farsímainnviðum. Hluti af Colony Capital Digital Colony er hluti af samstæðu Colony Capital sem bandaríski auðmaðurinn Thomas J. Barrack Jr. stofnaði. Er hann nú stjórnarformaður samstæðunnar. Barrack er náinn vinur og stuðningsmaður Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og var annar stofnanda Rebuilding America Now fjáröflunarnefndarinnar (e. Super PAC) sem safnaði um 23 milljónum Bandaríkjadala fyrir framboð Trumps árið 2016, eða hátt í þremur milljörðum króna. Þá var Barrack formaður embættistökunefndar Trump og starfaði sem óformlegur ráðgjafi í forsetatíð hans. Árið 2018 lýsti New York Times því hvernig Barrack tók að sér að vera tengiliður Trumps við ráðamenn á Arabíuskaga og reyndi meðal annars að fullvissa sendiherra Sameinuðu arabísku furstadæmanna um að forsetinn væri með fjárfestingar í sambandsríkinu. Fréttin hefur verið uppfærð: Í fyrri útgáfu kom fram að Thomas J. Barrack Jr. væri forstjóri Colony Capital. Hið rétta er að hann er starfandi stjórnarformaður en Barrack lét af störfum sem forstjóri á síðasta ári. Fjarskipti Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fleiri fréttir Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka Sjá meira
Samkvæmt heimildum blaðsins vinnur félagið að því að fjármagna kaupin að hluta með útgáfu skuldabréfs í krónum upp á 8 til 9 milljarða króna og að fyrirtækjaráðgjöf Kviku hafi á síðustu vikum kynnt útgáfuna fyrir lífeyrissjóðum og öðrum innlendum fjárfestum. Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar sem rekur fjarskiptafélagið Vodafone segir í samtali við Vísi að fyrirtækið geti hvorki gefið upplýsingar um stöðu viðræðna eða hvaða aðila um ræðir. Vísir er í eigu Sýnar. Samkomulag náðist í haust Sýn tilkynnti um það í október að félagið hafi náð samkomulagi við erlenda fjárfesta um einkaviðræður og helstu skilmála í tengslum við mögulega sölu og endurleigu á óvirkum farsímainnviðum félagsins. Þá kom fram að miðað við fyrirliggjandi skilmála gæti væntur söluhagnaður Sýnar numið yfir sex milljörðum króna gangi viðskiptin eftir. Í nóvember greindi svo Fréttablaðið frá því fjarskiptafélagið Nova væri í einkaviðræðum við sömu erlendu fjárfesta og Sýn um mögulega sölu og endurleigu á óvirkum farsímainnviðum Nova. Með óvirkum farsímainnviðum er til að mynda átt við rafkerfi og sendaturna en virkur búnaður á borð við sendana sjálfa verður áfram í eigu íslensku fjarskiptafélaganna. Sýn og Nova reka saman dreifikerfi fyrir farsímaþjónustu í gegnum dótturfélag þeirra Sendafélagið. Ef verður af sölunni feta fjarskiptaskiptafélögin í fótspor erlendra fjarskiptafyrirtækja sem hafa gert sambærilega samninga um sölu á innviðum. Fram kom í tilkynningu Sýnar í október að ráðgert væri að gerður yrði langtímaleigusamningur við erlendu fjárfestana til 20 ára sem muni tryggja áframhaldandi aðgang félagsins að hinum óvirku farsímainnviðum. Hluti af Colony Capital Digital Colony er hluti af samstæðu Colony Capital sem bandaríski auðmaðurinn Thomas J. Barrack Jr. stofnaði. Er hann nú stjórnarformaður samstæðunnar. Barrack er náinn vinur og stuðningsmaður Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og var annar stofnanda Rebuilding America Now fjáröflunarnefndarinnar (e. Super PAC) sem safnaði um 23 milljónum Bandaríkjadala fyrir framboð Trumps árið 2016, eða hátt í þremur milljörðum króna. Þá var Barrack formaður embættistökunefndar Trump og starfaði sem óformlegur ráðgjafi í forsetatíð hans. Árið 2018 lýsti New York Times því hvernig Barrack tók að sér að vera tengiliður Trumps við ráðamenn á Arabíuskaga og reyndi meðal annars að fullvissa sendiherra Sameinuðu arabísku furstadæmanna um að forsetinn væri með fjárfestingar í sambandsríkinu. Fréttin hefur verið uppfærð: Í fyrri útgáfu kom fram að Thomas J. Barrack Jr. væri forstjóri Colony Capital. Hið rétta er að hann er starfandi stjórnarformaður en Barrack lét af störfum sem forstjóri á síðasta ári.
Fjarskipti Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fleiri fréttir Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka Sjá meira