Hneig niður í hjartastoppi þar sem þær sátu og spjölluðu Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. febrúar 2021 14:04 Sólveig Ásgeirsdóttir (t.v.) bjargaði lífi Súsönnu Helgadóttur (t.h.) í júlí síðastliðnum. Vísir/Sigurjón Sólveig Ásgeirsdóttir bjargaði lífi bestu vinkonu sinnar, Súsönnu Helgadóttur, í júlí síðastliðnum þegar Súsanna fór í skyndilegt hjartastopp á heimili sínu. Tveggja ára sonur Súsönnu lá sofandi í herbergi sínu þegar atvikið varð. Sólveig var í dag útnefnd skyndihjálparmaður ársins 2020. Sólveig, sem er 27 ára, var í heimsókn hjá Súsönnu sumarkvöld í júlí eins og svo oft áður. Þær vinkonur sátu að spjalli þegar Súsanna, 28 ára, missti skyndilega meðvitund. Sólveig var fljót að átta sig á að eitthvað alvarlegt amaði að vinkonu sinni og hringdi strax í 112. Á þessum tímapunkti var Súsanna ekki með púls, hætt að anda og orðin blá í framan. Með aðstoð neyðarvarðar 112 hóf Sólveig endurlífgun og hnoðaði Súsönnu og blés þangað til sjúkraflutningamenn komu á staðinn. „Í upphafi trúði ég ekki að þetta væri að gerast. Þetta var svolítið sjokk en ég hringdi um leið á neyðarlínuna þegar ég áttaði mig á að ekki væri allt með felldu. Og eftir einhverja stund verður hún föl og blá og þá áttaði ég mig á að hún andaði ekki og var ekki með púls. Ég hef þá endurlífgun með hjálp neyðarlínustarfsmannsins í símanum,“ segir Sólveig í samtali við fréttastofu. „Á meðan á endurlífguninni stóð er maður í því hugarástandi að bjarga henni og er ekki beint að hugsa mikið um aðstæðurnar. En um leið og sjúkraflutningamennirnir komu og tóku við þá helltist yfir mann mikið áfall.“ Þakklát fyrir skyndihjálparnámskeiðið Sólveig segist þakklát fyrir að hafa verið stödd hjá vinkonu sinni þetta kvöld og segist ekki geta hugsað þá hugsun til enda hvað hefði gerst hefði hún ekki verið á staðnum. Hún er enn fremur þakklát fyrir að hafa nýlega lokið skyndihjálparnámskeiði þegar atvikið varð. „Þetta er eiginlega bara ótrúlegt hversu stuttu áður ég var búin að fara á námskeið og er ótrúlega þakklát mínum vinnustað, að hafa haldið þetta námskeið og í rauninni þakklát fyrir að hafa brugðist svona við. Því maður veit aldrei hvernig maður bregst við í aðstæðunum, sama hversu oft maður lærir þetta. Þannig að ég get ekki sagt neitt annað en að allir eigi að fara á skyndihjálparnámskeið og halda þeirri þekkingu við ef að þeir skyldu lenda í þessum ólíklegu aðstæðum geti þeir brugðist við og bjargað lífi,“ segir Sólveig. Súsanna var á spítala í tvær vikur. Í ljós kom að hún er með leyndan hjartagalla en hefur nú náð miklum bata. Hún er fékk bjargráð og hefur lokið endurhæfingu. Árlega óskar Rauði krossinn eftir tilnefningum til Skyndihjálparmanns ársins í tengslum við 112 daginn. Tilgangur þess er að vekja athygli almennings á mikilvægi skyndihjálpar og hvetja sem flesta til að vera undir það búnir að veita hjálp á vettvangi slysa og veikinda. Sérstök valnefnd fer yfir þær ábendingar sem berast og útnefnir Skyndihjálparmann ársins. Í nefndinni eru fulltrúar frá Rauða krossinum, Slysavarnafélaginu Landsbjörg, Neyðarlínunni, Landspítala háskólasjúkrahúsi, Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Í umsögn valnefndar segir: Sólveig sýndi snarræði á neyðarstundu og þessi atburður sýnir okkur að alvarlegir atburðir geta orðið hvar sem er. Hver sem er getur lent í þeirri stöðu að þurfa að bjarga meðborgurum sínum, jafnvel á rólegu kvöldi heima hjá góðum vini. Sem betur fer er sjaldgæft að jafn ungt fólk og Súsanna fari í hjartastopp án nokkurs fyrirvara en saga þeirra Sólveigar á erindi við okkur öll, enda gerist hún í aðstæðum sem flestir geta tengt við. Snarræði Sólveigar bjargaði lífi ungrar móður sem átti sér einskis ills von. Sólveig á svo sannarlega skilið að vera sæmd titlinum Skyndihjálparmaður ársins. Góðverk Heilbrigðismál Slökkvilið Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Sólveig, sem er 27 ára, var í heimsókn hjá Súsönnu sumarkvöld í júlí eins og svo oft áður. Þær vinkonur sátu að spjalli þegar Súsanna, 28 ára, missti skyndilega meðvitund. Sólveig var fljót að átta sig á að eitthvað alvarlegt amaði að vinkonu sinni og hringdi strax í 112. Á þessum tímapunkti var Súsanna ekki með púls, hætt að anda og orðin blá í framan. Með aðstoð neyðarvarðar 112 hóf Sólveig endurlífgun og hnoðaði Súsönnu og blés þangað til sjúkraflutningamenn komu á staðinn. „Í upphafi trúði ég ekki að þetta væri að gerast. Þetta var svolítið sjokk en ég hringdi um leið á neyðarlínuna þegar ég áttaði mig á að ekki væri allt með felldu. Og eftir einhverja stund verður hún föl og blá og þá áttaði ég mig á að hún andaði ekki og var ekki með púls. Ég hef þá endurlífgun með hjálp neyðarlínustarfsmannsins í símanum,“ segir Sólveig í samtali við fréttastofu. „Á meðan á endurlífguninni stóð er maður í því hugarástandi að bjarga henni og er ekki beint að hugsa mikið um aðstæðurnar. En um leið og sjúkraflutningamennirnir komu og tóku við þá helltist yfir mann mikið áfall.“ Þakklát fyrir skyndihjálparnámskeiðið Sólveig segist þakklát fyrir að hafa verið stödd hjá vinkonu sinni þetta kvöld og segist ekki geta hugsað þá hugsun til enda hvað hefði gerst hefði hún ekki verið á staðnum. Hún er enn fremur þakklát fyrir að hafa nýlega lokið skyndihjálparnámskeiði þegar atvikið varð. „Þetta er eiginlega bara ótrúlegt hversu stuttu áður ég var búin að fara á námskeið og er ótrúlega þakklát mínum vinnustað, að hafa haldið þetta námskeið og í rauninni þakklát fyrir að hafa brugðist svona við. Því maður veit aldrei hvernig maður bregst við í aðstæðunum, sama hversu oft maður lærir þetta. Þannig að ég get ekki sagt neitt annað en að allir eigi að fara á skyndihjálparnámskeið og halda þeirri þekkingu við ef að þeir skyldu lenda í þessum ólíklegu aðstæðum geti þeir brugðist við og bjargað lífi,“ segir Sólveig. Súsanna var á spítala í tvær vikur. Í ljós kom að hún er með leyndan hjartagalla en hefur nú náð miklum bata. Hún er fékk bjargráð og hefur lokið endurhæfingu. Árlega óskar Rauði krossinn eftir tilnefningum til Skyndihjálparmanns ársins í tengslum við 112 daginn. Tilgangur þess er að vekja athygli almennings á mikilvægi skyndihjálpar og hvetja sem flesta til að vera undir það búnir að veita hjálp á vettvangi slysa og veikinda. Sérstök valnefnd fer yfir þær ábendingar sem berast og útnefnir Skyndihjálparmann ársins. Í nefndinni eru fulltrúar frá Rauða krossinum, Slysavarnafélaginu Landsbjörg, Neyðarlínunni, Landspítala háskólasjúkrahúsi, Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Í umsögn valnefndar segir: Sólveig sýndi snarræði á neyðarstundu og þessi atburður sýnir okkur að alvarlegir atburðir geta orðið hvar sem er. Hver sem er getur lent í þeirri stöðu að þurfa að bjarga meðborgurum sínum, jafnvel á rólegu kvöldi heima hjá góðum vini. Sem betur fer er sjaldgæft að jafn ungt fólk og Súsanna fari í hjartastopp án nokkurs fyrirvara en saga þeirra Sólveigar á erindi við okkur öll, enda gerist hún í aðstæðum sem flestir geta tengt við. Snarræði Sólveigar bjargaði lífi ungrar móður sem átti sér einskis ills von. Sólveig á svo sannarlega skilið að vera sæmd titlinum Skyndihjálparmaður ársins.
Í umsögn valnefndar segir: Sólveig sýndi snarræði á neyðarstundu og þessi atburður sýnir okkur að alvarlegir atburðir geta orðið hvar sem er. Hver sem er getur lent í þeirri stöðu að þurfa að bjarga meðborgurum sínum, jafnvel á rólegu kvöldi heima hjá góðum vini. Sem betur fer er sjaldgæft að jafn ungt fólk og Súsanna fari í hjartastopp án nokkurs fyrirvara en saga þeirra Sólveigar á erindi við okkur öll, enda gerist hún í aðstæðum sem flestir geta tengt við. Snarræði Sólveigar bjargaði lífi ungrar móður sem átti sér einskis ills von. Sólveig á svo sannarlega skilið að vera sæmd titlinum Skyndihjálparmaður ársins.
Góðverk Heilbrigðismál Slökkvilið Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira