Ætti ég að tilkynna til barnaverndar? Steinunn Anna Sigurjónsdóttir skrifar 12. febrúar 2021 13:31 112 dagurinn í ár var helgaður öryggi og velferð barna og ungmenna. Hefur þú einhvern tímann haft áhyggjur af velferð barns? Hvað gerðir þú í málinu? Hefur þú lesið yfir hvað sé tilkynningaskylt til barnaverndar? Nýlega varð ég vör við mikinn æsing á umræðuþræði í stórum fésbókarhópi. Tilefnið var að einhver hafði tilkynnt móður til barnaverndar í kjölfar þess að hún birti mynd af barninu sínu í hópnum til að leita ráða með ákveðin einkenni sem sáust á myndinni. Móðirin var mjög sár yfir því að hafa verið tilkynnt vegna myndarinnar og mér sýndust flest ummælin snúast um að verja þessa móður og krossfesta þann sem hafði tilkynnt athæfið. Að einhverjum skyldi DETTA Í HUG að tilkynna til barnaverndar fyrir eitthvað sem var AUGLJÓSLEGA ekki skaðlegt fyrir barnið. Mig langar að ræða þessi viðbrögð við tilkynningu til barnaverndar, í stærra samhengi. Stundum finnst okkur augljóst að tilkynna þurfi til barnaverndar. Til dæmis ef við komum að áfengisdauðu foreldri heima með lítil börn eða ef barn mætir með stóran marblett á auga og segir að mamma sín hafi kýlt sig. Ég hef samt heyrt af sambærilegum atvikum þar sem enginn sendi tilkynningu til barnaverndar. En skoðum frekar þau atvik þar sem grunur vaknar um að eitthvað gæti verið í ólagi í aðstæðum eða hegðun barns, en við erum ekki viss. Hvað ef barn mætir ítrekað of seint í skólann, er stundum ekki með nesti, gengur illa að sinna heimalestri og er oft illa klætt í útiveru? Hvað ef þú sérð föður missa stjórn á skapi sínu við barn í Kringlunni og grípa harkalega í handlegginn á því? Er þetta tilkynningaskylt? Er um að ræða undantekningu eða reglu? Eru aðstæður ennþá verri heima? Hvað skal gera? Tilkynna? Tala við foreldrið? Eða bíða bara og sjá til? Tilkynningar til barnaverndar snúast oftar en ekki um óvissu, enda eru þær tilkynningar um grun, ekki ásakanir fyrir dómstólum. Þú ert að vita að óvissa sé til staðar og biðja um að kannað verði hvort að ástæða sé til afskipta. Þú átt ekki að reyna að leysa úr þessari óvissu eða bíða eftir að hún leysist áður en þú tilkynnir. Barnavernd er könnunaraðilinn, ekki þú. Þegar við erum óviss um hvort við eigum að tilkynna, ER ástæða til að tilkynna. Það er óvissan sem þú ert að tilkynna, ekkert annað. Ef þú óttast að vera krossfest fyrir að tilkynna aðstæður barns, skaltu muna þetta; fyrir hverja fullorðna manneskju sem þú hlífir við þeim óþægindum að fá bréf frá barnaverndarfulltrúa að ósekju, þá er barnsem þurfti á afskiptum barnaverndar að halda, en fær ekki aðstoð vegna þess að enginn taldi sig nógu vissan til að tilkynna. Þess vegna vil ég biðla til foreldra sem eru tilkynntir til barnaverndar að ósekju að verða ekki reiðir og byrja að sakast við tilefnið eða þann sem tilkynnti, heldur muna að til þess að grípa sem flest börn sem á þurfa að halda verða óhjákvæmilega sumir foreldrar tilkynntir vegna einhvers sem reynist ekki þarfnast afskipta. Barnavernd er ekki gamla grýlan sem sumar eldri kynslóðir hafa reynslu af, sem betur fer. Ég hef unnið á skólaskrifstofu, heilsugæslu og á sálfræðistofu með börnum og foreldrum í ellefu ár og hitt margar fjölskyldur sem njóta aðstoðar og stuðnings barnaverndar. Hættum að skrýmslavæða barnavernd eða líta á tilkynningu sem áfellisdóm. Barnæskan er dýrmæt og viðkvæm, hún leggur grunn að allri okkar framtíð. Við fullorðna fólkið eigum að girða okkur í brók og tilkynna grun/óvissu, ALLTAF. Við erum ekki könnunaraðilar, við eigum ekki að vita hvort ástæða sé til að tilkynna, það er hlutverk barnaverndar. Höfundur er sálfræðingur og stjórnandi á Litlu kvíðameðferðarstöðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Barnavernd Börn og uppeldi Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
112 dagurinn í ár var helgaður öryggi og velferð barna og ungmenna. Hefur þú einhvern tímann haft áhyggjur af velferð barns? Hvað gerðir þú í málinu? Hefur þú lesið yfir hvað sé tilkynningaskylt til barnaverndar? Nýlega varð ég vör við mikinn æsing á umræðuþræði í stórum fésbókarhópi. Tilefnið var að einhver hafði tilkynnt móður til barnaverndar í kjölfar þess að hún birti mynd af barninu sínu í hópnum til að leita ráða með ákveðin einkenni sem sáust á myndinni. Móðirin var mjög sár yfir því að hafa verið tilkynnt vegna myndarinnar og mér sýndust flest ummælin snúast um að verja þessa móður og krossfesta þann sem hafði tilkynnt athæfið. Að einhverjum skyldi DETTA Í HUG að tilkynna til barnaverndar fyrir eitthvað sem var AUGLJÓSLEGA ekki skaðlegt fyrir barnið. Mig langar að ræða þessi viðbrögð við tilkynningu til barnaverndar, í stærra samhengi. Stundum finnst okkur augljóst að tilkynna þurfi til barnaverndar. Til dæmis ef við komum að áfengisdauðu foreldri heima með lítil börn eða ef barn mætir með stóran marblett á auga og segir að mamma sín hafi kýlt sig. Ég hef samt heyrt af sambærilegum atvikum þar sem enginn sendi tilkynningu til barnaverndar. En skoðum frekar þau atvik þar sem grunur vaknar um að eitthvað gæti verið í ólagi í aðstæðum eða hegðun barns, en við erum ekki viss. Hvað ef barn mætir ítrekað of seint í skólann, er stundum ekki með nesti, gengur illa að sinna heimalestri og er oft illa klætt í útiveru? Hvað ef þú sérð föður missa stjórn á skapi sínu við barn í Kringlunni og grípa harkalega í handlegginn á því? Er þetta tilkynningaskylt? Er um að ræða undantekningu eða reglu? Eru aðstæður ennþá verri heima? Hvað skal gera? Tilkynna? Tala við foreldrið? Eða bíða bara og sjá til? Tilkynningar til barnaverndar snúast oftar en ekki um óvissu, enda eru þær tilkynningar um grun, ekki ásakanir fyrir dómstólum. Þú ert að vita að óvissa sé til staðar og biðja um að kannað verði hvort að ástæða sé til afskipta. Þú átt ekki að reyna að leysa úr þessari óvissu eða bíða eftir að hún leysist áður en þú tilkynnir. Barnavernd er könnunaraðilinn, ekki þú. Þegar við erum óviss um hvort við eigum að tilkynna, ER ástæða til að tilkynna. Það er óvissan sem þú ert að tilkynna, ekkert annað. Ef þú óttast að vera krossfest fyrir að tilkynna aðstæður barns, skaltu muna þetta; fyrir hverja fullorðna manneskju sem þú hlífir við þeim óþægindum að fá bréf frá barnaverndarfulltrúa að ósekju, þá er barnsem þurfti á afskiptum barnaverndar að halda, en fær ekki aðstoð vegna þess að enginn taldi sig nógu vissan til að tilkynna. Þess vegna vil ég biðla til foreldra sem eru tilkynntir til barnaverndar að ósekju að verða ekki reiðir og byrja að sakast við tilefnið eða þann sem tilkynnti, heldur muna að til þess að grípa sem flest börn sem á þurfa að halda verða óhjákvæmilega sumir foreldrar tilkynntir vegna einhvers sem reynist ekki þarfnast afskipta. Barnavernd er ekki gamla grýlan sem sumar eldri kynslóðir hafa reynslu af, sem betur fer. Ég hef unnið á skólaskrifstofu, heilsugæslu og á sálfræðistofu með börnum og foreldrum í ellefu ár og hitt margar fjölskyldur sem njóta aðstoðar og stuðnings barnaverndar. Hættum að skrýmslavæða barnavernd eða líta á tilkynningu sem áfellisdóm. Barnæskan er dýrmæt og viðkvæm, hún leggur grunn að allri okkar framtíð. Við fullorðna fólkið eigum að girða okkur í brók og tilkynna grun/óvissu, ALLTAF. Við erum ekki könnunaraðilar, við eigum ekki að vita hvort ástæða sé til að tilkynna, það er hlutverk barnaverndar. Höfundur er sálfræðingur og stjórnandi á Litlu kvíðameðferðarstöðinni.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun