Björgólfur hættur og Þorsteinn Már aftur einn forstjóri Atli Ísleifsson skrifar 12. febrúar 2021 13:39 Björgólfur Jóhannsson. Vísir/Vilhelm Björgólfur Jóhannsson hefur látið af störfum sem forstjóri Samherja. Hann hefur gegnt því starfi einn frá nóvember 2019 en frá mars 2020 samhliða Þorsteini Má Baldvinssyni. Þorsteinn Már verður nú á ný eini forstjóri félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eiríkur S. Jóhannsson, stjórnarformanni Samherja, fyrir hönd stjórnar. Þorsteinn Már steig tímabundið til hliðar sem forstjóri í kjölfar ásakana á hendur Samherja um að starfsmenn fyrirtækisins hafi mútað namibískum embættismönnum í skiptum fyrir makrílkvóta þar í landi. Í tilkynningu frá Eiríki kemur fram að stjórn Samherja hafi kvatt Þorstein Má til starfa ný í mars 2020 við mjög erfiðar aðstæður í þjóðfélaginu vegna kórónuveirunnar. „Þær ásakanir sem hafðar hafa verið uppi á hendur Samherja eru nú komnar í farveg fyrir dómstólum. Þar gefst loks tækifæri til hreinsa nöfn þeirra sem ranglega eru sakaðir, ekki með brotakenndum frásögnum í fjölmiðlum, heldur með kerfisbundnum, réttum og lögmætum hætti. Þannig hefur norski saksóknarinn nú komist að þeirri niðurstöðu að ásakanir um peningaþvætti eigi ekki við rök að styðjast og ekkert refsivert hafi átt sér stað í viðskiptum DNB bankans og Samherja og ákveðið að fella málið niður. Við þessar aðstæður þegar Björgólfur lætur af störfum, færir stjórn Samherja honum þakkir fyrir hans mikilvæga hlutverk og framlag á þessum óvenjulegu tímum. Hann reyndist félaginu ómetanlegur styrkur þegar mest á reyndi,“ segir í tilkynningunni. Formaður hlítingarnefndar Þá segir að Björgólfur hafi verið kjörinn formaður hlítingarnefndar Samherja sem hefur yfirumsjón með regluvörslu og stjórnarháttum innan samstæðunnar. Muni hann stjórna skráningu og formlegri innleiðingu slíkra reglna ásamt öðrum ráðgjafastörfum fyrir Samherja eftir því sem tilefni verður til. Fréttin hefur verið uppfærð. Samherjaskjölin Sjávarútvegur Akureyri Vistaskipti Tengdar fréttir DNB ekki ákærður í Samherjamáli Rannsókn á aðkomu norska viðskiptabankans DNB að viðskiptum Samherja og meintra mútubrota fyrirtækisins í Namibíu hefur verið lögð niður. Verður bankinn því ekki ákærður í málinu. 12. febrúar 2021 09:25 DNB ekki ákærður í Samherjamáli Rannsókn á aðkomu norska viðskiptabankans DNB að viðskiptum Samherja og meintra mútubrota fyrirtækisins í Namibíu hefur verið lögð niður. Verður bankinn því ekki ákærður í málinu. 12. febrúar 2021 09:25 Saksóknari fær gögn KPMG um Samherja eftir allt saman Hæstiréttur hefur vísað frá kæru útgerðarfélagsins Samherja sem barist hefur fyrir dómstólum gegn því að endurskoðunarfyrirtækið KMPG þurfi að afhenda héraðssaksóknara gögn varðandi bókhald og reikningsskil Samherja hf og Samherja holding undanfarinn áratug. 10. febrúar 2021 16:18 Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Jón Ólafur nýr formaður SA Viðskipti innlent Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eiríkur S. Jóhannsson, stjórnarformanni Samherja, fyrir hönd stjórnar. Þorsteinn Már steig tímabundið til hliðar sem forstjóri í kjölfar ásakana á hendur Samherja um að starfsmenn fyrirtækisins hafi mútað namibískum embættismönnum í skiptum fyrir makrílkvóta þar í landi. Í tilkynningu frá Eiríki kemur fram að stjórn Samherja hafi kvatt Þorstein Má til starfa ný í mars 2020 við mjög erfiðar aðstæður í þjóðfélaginu vegna kórónuveirunnar. „Þær ásakanir sem hafðar hafa verið uppi á hendur Samherja eru nú komnar í farveg fyrir dómstólum. Þar gefst loks tækifæri til hreinsa nöfn þeirra sem ranglega eru sakaðir, ekki með brotakenndum frásögnum í fjölmiðlum, heldur með kerfisbundnum, réttum og lögmætum hætti. Þannig hefur norski saksóknarinn nú komist að þeirri niðurstöðu að ásakanir um peningaþvætti eigi ekki við rök að styðjast og ekkert refsivert hafi átt sér stað í viðskiptum DNB bankans og Samherja og ákveðið að fella málið niður. Við þessar aðstæður þegar Björgólfur lætur af störfum, færir stjórn Samherja honum þakkir fyrir hans mikilvæga hlutverk og framlag á þessum óvenjulegu tímum. Hann reyndist félaginu ómetanlegur styrkur þegar mest á reyndi,“ segir í tilkynningunni. Formaður hlítingarnefndar Þá segir að Björgólfur hafi verið kjörinn formaður hlítingarnefndar Samherja sem hefur yfirumsjón með regluvörslu og stjórnarháttum innan samstæðunnar. Muni hann stjórna skráningu og formlegri innleiðingu slíkra reglna ásamt öðrum ráðgjafastörfum fyrir Samherja eftir því sem tilefni verður til. Fréttin hefur verið uppfærð.
Samherjaskjölin Sjávarútvegur Akureyri Vistaskipti Tengdar fréttir DNB ekki ákærður í Samherjamáli Rannsókn á aðkomu norska viðskiptabankans DNB að viðskiptum Samherja og meintra mútubrota fyrirtækisins í Namibíu hefur verið lögð niður. Verður bankinn því ekki ákærður í málinu. 12. febrúar 2021 09:25 DNB ekki ákærður í Samherjamáli Rannsókn á aðkomu norska viðskiptabankans DNB að viðskiptum Samherja og meintra mútubrota fyrirtækisins í Namibíu hefur verið lögð niður. Verður bankinn því ekki ákærður í málinu. 12. febrúar 2021 09:25 Saksóknari fær gögn KPMG um Samherja eftir allt saman Hæstiréttur hefur vísað frá kæru útgerðarfélagsins Samherja sem barist hefur fyrir dómstólum gegn því að endurskoðunarfyrirtækið KMPG þurfi að afhenda héraðssaksóknara gögn varðandi bókhald og reikningsskil Samherja hf og Samherja holding undanfarinn áratug. 10. febrúar 2021 16:18 Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Jón Ólafur nýr formaður SA Viðskipti innlent Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Sjá meira
DNB ekki ákærður í Samherjamáli Rannsókn á aðkomu norska viðskiptabankans DNB að viðskiptum Samherja og meintra mútubrota fyrirtækisins í Namibíu hefur verið lögð niður. Verður bankinn því ekki ákærður í málinu. 12. febrúar 2021 09:25
DNB ekki ákærður í Samherjamáli Rannsókn á aðkomu norska viðskiptabankans DNB að viðskiptum Samherja og meintra mútubrota fyrirtækisins í Namibíu hefur verið lögð niður. Verður bankinn því ekki ákærður í málinu. 12. febrúar 2021 09:25
Saksóknari fær gögn KPMG um Samherja eftir allt saman Hæstiréttur hefur vísað frá kæru útgerðarfélagsins Samherja sem barist hefur fyrir dómstólum gegn því að endurskoðunarfyrirtækið KMPG þurfi að afhenda héraðssaksóknara gögn varðandi bókhald og reikningsskil Samherja hf og Samherja holding undanfarinn áratug. 10. febrúar 2021 16:18
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent