Sá sjötti sem kemur til greina í fimm manna stjórn Icelandair Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. febrúar 2021 13:44 Steinn Logi hefur áratuga reynslu af fluggeiranum. Aðsend Steinn Logi Björnsson, sem starfaði um árabil hjá Icelandair, mun gefa kost á sér í stjórn Icelandair group. Hann er sá sjötti sem gefið hefur kost á sér til setu í fimm manna stjórn félagsins. Aðalfundur félagsins fer fram 12. mars. Túristi greinir frá þessu og stiklar á stóru um reynslu Steins Loga í flugbransanum. Hann hefur starfað hjá Icelandair í um tuttugu ár, í stöðu framkvæmdastjóra en einnig sem yfirmaður Icelandair í Norður-Ameríku. Þá hefur hann gegnt stöðu forstjóra hjá Bláfugli og hefur því tæplega þrjátíu ára reynslu af störfum í flugbransanum. Í samtali við Vísi segir Steinn Logi að hluthafar í félaginu hafi haft samband við hann að undangengnu hlutafjárútboði í september á síðasta ári og hann spurður hvort hann vildi gefa kost á sér í stjórn. Um sé að ræða hluthafa sem hafi aukið hlut sinn í félaginu. „Síðan þegar tilnefningarnefndin fer að hafa samband við stærstu hluthafa og boða þá til fundar í aðdraganda aðalfundar, þá höfðu þessir sömu aðilar aftur samband við mig og sögðu að nú væri verið að boða til fundar. Þeir spurðu þá hvort ég væri til í þetta og hvort þeir mættu nefna nafnið mitt. Eftir smá umhugsunartíma sagði ég já, enda er ég nýbúinn að selja mitt fyrirtæki, hef rýmri tíma og engra hagsmuna að gæta,“ segir Steinn Logi. Félagið brothætt eining í stóra samhenginu Steinn Logi kveðst þá hafa miklar taugar til Icelandair. „Enda búinn að verja lunganum úr mínum starfsaldri þarna í að byggja upp þetta leiðakerfi og félagið sjálft. Auðvitað hefur maður taugar til þess.“ Steinn kveðst í störfum sínum hafa öðlast víðtæka reynslu. Hann þekki leiðakerfi og rekstur Icelandair afar vel, en hann starfaði sem svæðisstjóri hjá félaginu bæði í Bandaríkjunum og Mið-Evrópu. „En það sem ég hef líka, það er kostnaðarhliðin. Flugrekstarkostnaðurinn og viðhaldskostnaðurinn sem enginn í núverandi stjórn hefur bakgrunn af, sýnist mér. Það eru svakalegar tölur þar líka þó að strategían og tekjurnar séu það sem skiptir mestu máli. Engu að síður er það sem hefur verið að draga félagið niður upp á síðkastið sambland af háum kostnaði og náttúrulega gengi krónunnar. Ég myndi vilja fókusera svolítið á það,“ segir Steinn. Hann segir þá að staðreyndin sé sú að lítið þurfi út af að bregða til þess að illa fari hjá félaginu. „Ég þekki það persónulega mjög vel. Þetta er mjög brothætt og mjög lítil eining í samkeppni við sína helstu samkeppnisaðila og það þarf ekki mikið að gerast. Það þekki ég hafandi verið í Bandaríkjunum og Mið-Evrópu. Þar sér maður þetta frá öðrum sjónarhóli en Íslendingarnir sem sjá risann hérna á Íslandi,“ segir Steinn. Nefndin lagði til óbreytta stjórn Í gær var greint frá því að tilnefningarnefnd Icelandair Group legði til að stjórn félagsins yrði óbreytt, en aðalfundur félagsins fer fram 12. mars næstkomandi. Þau fimm sem nefndin lagði til að sætu áfram í stjórn eru Guðmundur Hafsteinsson, John F. Thomas, Nina Jonsson, Svafa Grönfeldt og Úlfar Steindórsson. John F. Thomas og Nina Jonsson komu ný inn í stjórnina á síðasta ári en Guðmundur tók sæti 2018, Svava 2019 og Úlfar árið 2010. Úlfar er formaður stjórnarinnar og Svava varaformaður. Icelandair Markaðir Fréttir af flugi Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur „Menn trúðu því um tíma að hægt væri að semja við skrattann“ Atvinnulíf Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
Túristi greinir frá þessu og stiklar á stóru um reynslu Steins Loga í flugbransanum. Hann hefur starfað hjá Icelandair í um tuttugu ár, í stöðu framkvæmdastjóra en einnig sem yfirmaður Icelandair í Norður-Ameríku. Þá hefur hann gegnt stöðu forstjóra hjá Bláfugli og hefur því tæplega þrjátíu ára reynslu af störfum í flugbransanum. Í samtali við Vísi segir Steinn Logi að hluthafar í félaginu hafi haft samband við hann að undangengnu hlutafjárútboði í september á síðasta ári og hann spurður hvort hann vildi gefa kost á sér í stjórn. Um sé að ræða hluthafa sem hafi aukið hlut sinn í félaginu. „Síðan þegar tilnefningarnefndin fer að hafa samband við stærstu hluthafa og boða þá til fundar í aðdraganda aðalfundar, þá höfðu þessir sömu aðilar aftur samband við mig og sögðu að nú væri verið að boða til fundar. Þeir spurðu þá hvort ég væri til í þetta og hvort þeir mættu nefna nafnið mitt. Eftir smá umhugsunartíma sagði ég já, enda er ég nýbúinn að selja mitt fyrirtæki, hef rýmri tíma og engra hagsmuna að gæta,“ segir Steinn Logi. Félagið brothætt eining í stóra samhenginu Steinn Logi kveðst þá hafa miklar taugar til Icelandair. „Enda búinn að verja lunganum úr mínum starfsaldri þarna í að byggja upp þetta leiðakerfi og félagið sjálft. Auðvitað hefur maður taugar til þess.“ Steinn kveðst í störfum sínum hafa öðlast víðtæka reynslu. Hann þekki leiðakerfi og rekstur Icelandair afar vel, en hann starfaði sem svæðisstjóri hjá félaginu bæði í Bandaríkjunum og Mið-Evrópu. „En það sem ég hef líka, það er kostnaðarhliðin. Flugrekstarkostnaðurinn og viðhaldskostnaðurinn sem enginn í núverandi stjórn hefur bakgrunn af, sýnist mér. Það eru svakalegar tölur þar líka þó að strategían og tekjurnar séu það sem skiptir mestu máli. Engu að síður er það sem hefur verið að draga félagið niður upp á síðkastið sambland af háum kostnaði og náttúrulega gengi krónunnar. Ég myndi vilja fókusera svolítið á það,“ segir Steinn. Hann segir þá að staðreyndin sé sú að lítið þurfi út af að bregða til þess að illa fari hjá félaginu. „Ég þekki það persónulega mjög vel. Þetta er mjög brothætt og mjög lítil eining í samkeppni við sína helstu samkeppnisaðila og það þarf ekki mikið að gerast. Það þekki ég hafandi verið í Bandaríkjunum og Mið-Evrópu. Þar sér maður þetta frá öðrum sjónarhóli en Íslendingarnir sem sjá risann hérna á Íslandi,“ segir Steinn. Nefndin lagði til óbreytta stjórn Í gær var greint frá því að tilnefningarnefnd Icelandair Group legði til að stjórn félagsins yrði óbreytt, en aðalfundur félagsins fer fram 12. mars næstkomandi. Þau fimm sem nefndin lagði til að sætu áfram í stjórn eru Guðmundur Hafsteinsson, John F. Thomas, Nina Jonsson, Svafa Grönfeldt og Úlfar Steindórsson. John F. Thomas og Nina Jonsson komu ný inn í stjórnina á síðasta ári en Guðmundur tók sæti 2018, Svava 2019 og Úlfar árið 2010. Úlfar er formaður stjórnarinnar og Svava varaformaður.
Icelandair Markaðir Fréttir af flugi Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur „Menn trúðu því um tíma að hægt væri að semja við skrattann“ Atvinnulíf Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira