Hundrað prósent helgi hjá Álex Abrines Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2021 12:00 Alex Abrines fagnar hér þriggja stiga körfu í bikarúrslitaleiknum móti Real Madrid. Getty/Borja B. Hojas Barcelona leikmaðurinn Álex Abrines náði einstöku afreki þegar Barcelona tryggði sér sigur í spænska Konungsbikarnum i körfubolta í gær. Barcelona tryggði sér Konungsbikarinn í 26. sinn með því að vinna fimmtán stiga sigur á Real Madrid í úrslitaleiknum, 88-73. Börsungar hafa unnið þrisvar á síðustu fjórum árum. Bandaríkjamaðurinn Cory Higgins var valinn mikilvægasti leikmaður helgarinnar en hann var með 19 stig að meðaltali fyrir Barcelonaliðið. Það var aftur á móti frammistaða annars leikmanns sem kom honum í sögubækurnar. TREMENDO @alexabrines!!!!Primer jugador en TODA la historia que completa una #CopaACB con 100% de acierto en triples, en cuartos (3 de 3), en semis (3 de 3) y en la final (2 de 2).Y aún hay más: Abrines JAMÁS ha fallado un tiro de campo en un partido de #CopaACB (16 de 16) pic.twitter.com/M3JaS9IRV5— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) February 14, 2021 Einhverjir þjálfarar hefðu kannski sett upp meira fyrir spænska landsliðsmanninn Álex Abrines sem klikkaði ekki á skoti fyrir utan þriggja stiga línuna alla helgina. Við erum ekki að tala um sniðskot eða vítaskot. Við erum að tala um skot fyrir utan þriggja stiga línuna. Barcelona liðið spilaði þrjá leiki á þremur dögum, átta liða úrslit á föstudegi, undanúrslit á laugardegi og loks úrslitaleikinn á sunnudegi. Álex Abrines tók þrjú þriggja stiga skot í sigrinum á Unicaja á föstudagskvöldið, þrjú þriggja stiga skot í sigrinum á TD Systems Baskonia í undanúrslitunum og loks tvö í úrslitaleiknum á móti Real Madrid. Öll þessi átta þriggja stiga skot rötuðu rétta leið og Abrines var því með hundrað prósent þriggja stiga nýtingu í leikjunum þremur. Hér fyrir neðan má sjá myndband með skotum kappans í Konungsbikarnum. @alexabrines, PERFECTO desde el 6,75 en la #CopaACB ¡8 de 8 en triples!#DíseloConBasket pic.twitter.com/PDXJ4cDJtJ— #CopaACB (@ACBCOM) February 15, 2021 Abrines var reyndar hundrað prósent á öllum sviðum því hann hitti úr eina tveggja stiga skotinu sínu og báðum vítunum líka. Hann var alls með 28 stig á 57 mínútum í leikjunum þremur og því aðeins að spila 19,1 mínútu í leik. Álex Abrines er 27 ára gamall skotbakvörður sem lék með Oklahoma City Thunder frá 2016 til 2019. Þá hafði hann verið hjá Barcelona í fjögur ár og hann kom aftur í Barcelona eftir tíma sinn í NBA-deildinni þar sem hann var með 5,3 stig í leik á þremur tímabilum. Spænski körfuboltinn Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Sjá meira
Barcelona tryggði sér Konungsbikarinn í 26. sinn með því að vinna fimmtán stiga sigur á Real Madrid í úrslitaleiknum, 88-73. Börsungar hafa unnið þrisvar á síðustu fjórum árum. Bandaríkjamaðurinn Cory Higgins var valinn mikilvægasti leikmaður helgarinnar en hann var með 19 stig að meðaltali fyrir Barcelonaliðið. Það var aftur á móti frammistaða annars leikmanns sem kom honum í sögubækurnar. TREMENDO @alexabrines!!!!Primer jugador en TODA la historia que completa una #CopaACB con 100% de acierto en triples, en cuartos (3 de 3), en semis (3 de 3) y en la final (2 de 2).Y aún hay más: Abrines JAMÁS ha fallado un tiro de campo en un partido de #CopaACB (16 de 16) pic.twitter.com/M3JaS9IRV5— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) February 14, 2021 Einhverjir þjálfarar hefðu kannski sett upp meira fyrir spænska landsliðsmanninn Álex Abrines sem klikkaði ekki á skoti fyrir utan þriggja stiga línuna alla helgina. Við erum ekki að tala um sniðskot eða vítaskot. Við erum að tala um skot fyrir utan þriggja stiga línuna. Barcelona liðið spilaði þrjá leiki á þremur dögum, átta liða úrslit á föstudegi, undanúrslit á laugardegi og loks úrslitaleikinn á sunnudegi. Álex Abrines tók þrjú þriggja stiga skot í sigrinum á Unicaja á föstudagskvöldið, þrjú þriggja stiga skot í sigrinum á TD Systems Baskonia í undanúrslitunum og loks tvö í úrslitaleiknum á móti Real Madrid. Öll þessi átta þriggja stiga skot rötuðu rétta leið og Abrines var því með hundrað prósent þriggja stiga nýtingu í leikjunum þremur. Hér fyrir neðan má sjá myndband með skotum kappans í Konungsbikarnum. @alexabrines, PERFECTO desde el 6,75 en la #CopaACB ¡8 de 8 en triples!#DíseloConBasket pic.twitter.com/PDXJ4cDJtJ— #CopaACB (@ACBCOM) February 15, 2021 Abrines var reyndar hundrað prósent á öllum sviðum því hann hitti úr eina tveggja stiga skotinu sínu og báðum vítunum líka. Hann var alls með 28 stig á 57 mínútum í leikjunum þremur og því aðeins að spila 19,1 mínútu í leik. Álex Abrines er 27 ára gamall skotbakvörður sem lék með Oklahoma City Thunder frá 2016 til 2019. Þá hafði hann verið hjá Barcelona í fjögur ár og hann kom aftur í Barcelona eftir tíma sinn í NBA-deildinni þar sem hann var með 5,3 stig í leik á þremur tímabilum.
Spænski körfuboltinn Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Sjá meira