Grænir frasar Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 15. febrúar 2021 15:31 Að leita leiða til að gera hlutina örlítið „grænni“ er vinsæl hugsun í dag. Frumkvöðlar, fyrirtæki og stjórnmálaflokkar berjast við það að bjóða fram sínar grænustu hugmyndir. Markaðssetning snýst um að ýta undir græna, vistvæna og umhverfisvæna kosti. Það er auðvitað vel ef eitthvað stendur bakvið fullyrðingar um þessa grænu kosti. En eru mörg okkar ekki bara frekar græn (lesist: einföld) þegar kemur að þessum fullyrðingum? „Grænþvottur“ Í síðustu viku var vakin athygli okkar á því að fullyrðingar á vefsíðum sem selja umhverfisvænar vörur eða þjónustu reyndust ýktar, villandi eða beinlínis rangar. Þar var um að ræða 42% tilvika þar sem neytendur voru blekktir um kaup á vöru eða þjónustu sem ekki reyndist vera eins umhverfisvæn og auglýst var. Þetta hlutfall er óboðlegt og sýnir okkur að við þurfum að vera vakandi, sem neytendur, fyrir fullyrðingum um umhverfisvænni, vistvænni og grænni vörum. Ég sem neytandi viðurkenni að það er auðvelt að glepjast því öll viljum við auðvitað stuðla að því að vernda vistkerfi og líffræðilegan fjölbreytileika, vernda umhverfi og nýta auðlindirnar okkar á sjálfbæran máta. Allt er vænt sem vel er ? Það er því þægilegt að grípa til þessara vinsælu frasa til slagorða í kosningabaráttunni. Grænt hitt og grænt þetta. Þetta ber að varast. Skoða þarf hvað liggur raunverulega á bak við fullyrðingar um grænni kosti, eins og athugun Evrópusambandsins bendir svo greinilega á. Það er á ábyrgð okkar að láta ekki glepjast. Loforð án aðgerða Það er auðséð að leggja þarf áherslu á umhverfisvernd í atvinnulífinu almennt. Auka þarf einnig vitund og ábyrgð einstaklingsins í umhverfismálum almennt. Stuðla að hraðari orkuskiptum. Stuðla að betri nýtingu orku og auðlinda. En orðum þurfa að fylgja aðgerðir. Þessum framangreindum grænu áherslumálum þýðir að þeim þurfa að fylgja aðgerðir eins og til dæmis stóraukin innviðafjárfesting í raforku, vistvænum almenningssamgöngum, fjarskiptum og menntun í tæknigreinum. Í lokinn, af því að ég bý á landsbyggðinni og ber því hag landsbyggðaríbúa fyrir brjósti mér, þá tel ég að greina þurfi hvaða hvata megi koma á til að stuðla að því að fyrirtæki sæki út á land. Dreifðari byggð hlýtur að stuðla að grænni framtíð Íslands, eða hvað? Kannski er þetta bara enn einn græni frasinn.. Höfundur er lögfræðingur og varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Neytendur Berglind Ósk Guðmundsdóttir Mest lesið Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun Sönnun um framlag hælisleitanda til íslensks samfélags Toshiki Toma Skoðun Skoðun Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Sjá meira
Að leita leiða til að gera hlutina örlítið „grænni“ er vinsæl hugsun í dag. Frumkvöðlar, fyrirtæki og stjórnmálaflokkar berjast við það að bjóða fram sínar grænustu hugmyndir. Markaðssetning snýst um að ýta undir græna, vistvæna og umhverfisvæna kosti. Það er auðvitað vel ef eitthvað stendur bakvið fullyrðingar um þessa grænu kosti. En eru mörg okkar ekki bara frekar græn (lesist: einföld) þegar kemur að þessum fullyrðingum? „Grænþvottur“ Í síðustu viku var vakin athygli okkar á því að fullyrðingar á vefsíðum sem selja umhverfisvænar vörur eða þjónustu reyndust ýktar, villandi eða beinlínis rangar. Þar var um að ræða 42% tilvika þar sem neytendur voru blekktir um kaup á vöru eða þjónustu sem ekki reyndist vera eins umhverfisvæn og auglýst var. Þetta hlutfall er óboðlegt og sýnir okkur að við þurfum að vera vakandi, sem neytendur, fyrir fullyrðingum um umhverfisvænni, vistvænni og grænni vörum. Ég sem neytandi viðurkenni að það er auðvelt að glepjast því öll viljum við auðvitað stuðla að því að vernda vistkerfi og líffræðilegan fjölbreytileika, vernda umhverfi og nýta auðlindirnar okkar á sjálfbæran máta. Allt er vænt sem vel er ? Það er því þægilegt að grípa til þessara vinsælu frasa til slagorða í kosningabaráttunni. Grænt hitt og grænt þetta. Þetta ber að varast. Skoða þarf hvað liggur raunverulega á bak við fullyrðingar um grænni kosti, eins og athugun Evrópusambandsins bendir svo greinilega á. Það er á ábyrgð okkar að láta ekki glepjast. Loforð án aðgerða Það er auðséð að leggja þarf áherslu á umhverfisvernd í atvinnulífinu almennt. Auka þarf einnig vitund og ábyrgð einstaklingsins í umhverfismálum almennt. Stuðla að hraðari orkuskiptum. Stuðla að betri nýtingu orku og auðlinda. En orðum þurfa að fylgja aðgerðir. Þessum framangreindum grænu áherslumálum þýðir að þeim þurfa að fylgja aðgerðir eins og til dæmis stóraukin innviðafjárfesting í raforku, vistvænum almenningssamgöngum, fjarskiptum og menntun í tæknigreinum. Í lokinn, af því að ég bý á landsbyggðinni og ber því hag landsbyggðaríbúa fyrir brjósti mér, þá tel ég að greina þurfi hvaða hvata megi koma á til að stuðla að því að fyrirtæki sæki út á land. Dreifðari byggð hlýtur að stuðla að grænni framtíð Íslands, eða hvað? Kannski er þetta bara enn einn græni frasinn.. Höfundur er lögfræðingur og varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun