Hverju munar um 100.000 krónur? Björn Berg Gunnarsson skrifar 17. febrúar 2021 08:00 Við sjáum fyrir okkur stóra lottóvinninginn sem fjárhæð sem myndi gjörbreyta lífi okkar. En eins og Laddi sagði þegar hann stýrði Skrælingjalottói í Imbakassanum á sínum tíma þá vinnur aldrei neinn. Það er því ekki stóri vinningurinn sem mestu munar um en tiltölulega lítil fjárhæð getur þó haft afgerandi áhrif á fjárhag okkar, ef við beitum henni með skynsamlegum hætti. Neysluskuldir eru lúmskar Neysluskuldir köllum við þessi litlu hversdagslegu lán. Það getur sem dæmi verið yfirdráttur, greiðsludreifing í verslun, raðgreiðslur eða dreifing greiðslukortareiknings. Hvað svo sem við kjósum að kalla slíkt hafa kaup í dag sem greidd eru síðar þau áhrif að við borgum meira fyrir vörur og þjónustu en verðmiðinn segir til um. Hlutirnir fara að kosta meira en þeir eiga og þurfa að kosta. Þegar við venjum okkur á slíkt geta vaxtagreiðslur og ýmiss kostnaður með tímanum vegið ansi þungt á okkur, auk þess sem greiða þarf lánin upp fyrr eða síðar. Í slíkum aðstæðum má ekkert út af bregða í heimilisfjármálunum og komi eitthvað upp á er ef til vill ekkert í stöðunni annað en að bæta enn við skuldirnar. Þessu fylgir óöryggi og óþægilegur hnútur í maganum en ekki síst bágari fjárhagur sem versnar bara með árunum. Bara ef það væri nú hægt að draga úr þörfinni fyrir slíka skuldsetningu með einhverjum hætti. Bólusetning við neyslulánasöfnun Það segir sig sjálft að svigrúm fólks til að spara er mjög misjafnt. Margir eiga í fullu fangi með að hafa í sig og á, ekki síst í dag þegar atvinnuleysi er í met hæðum. En sé eitthvað svigrúm til staðar má freista þess að laga stöðuna með skipulögðum hætti. Fyrsta skrefið er að reyna að greiða upp þau neyslulán sem þegar hafa verið tekin, eins fljótt og kostur er. Það getur krafist fórna um skeið en kemur til með að borga sig. Því næst söfnum við í varasjóð sem haldið er aðskildum öðrum sparnaði. Þá fjármuni grípum við í ef eitthvað óvænt kemur upp á. Þetta geta sem dæmi verið 100.000 krónur eða önnur fjárhæð sem ykkur þykir líklegt að geti komið sér vel svo sem ef eitthvað bilar, skemmtileg tækifæri bjóðast eða í dýrum mánuðum á borð við desember. Þegar gengið er á varasjóðinn hefjumst við handa við að fylla hann að nýju. Þegar við temjum okkur að viðhalda slíkum varasjóði ætti tilefnum til að taka dýr neyslulán og dreifa greiðslum að geta fækkað umtalsvert, með tilheyrandi sparnaði. Þessi 100.000 króna varasparnaður getur því reynst okkur geysilega verðmætur eftir því sem árin líða. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Fjármál heimilisins Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Við sjáum fyrir okkur stóra lottóvinninginn sem fjárhæð sem myndi gjörbreyta lífi okkar. En eins og Laddi sagði þegar hann stýrði Skrælingjalottói í Imbakassanum á sínum tíma þá vinnur aldrei neinn. Það er því ekki stóri vinningurinn sem mestu munar um en tiltölulega lítil fjárhæð getur þó haft afgerandi áhrif á fjárhag okkar, ef við beitum henni með skynsamlegum hætti. Neysluskuldir eru lúmskar Neysluskuldir köllum við þessi litlu hversdagslegu lán. Það getur sem dæmi verið yfirdráttur, greiðsludreifing í verslun, raðgreiðslur eða dreifing greiðslukortareiknings. Hvað svo sem við kjósum að kalla slíkt hafa kaup í dag sem greidd eru síðar þau áhrif að við borgum meira fyrir vörur og þjónustu en verðmiðinn segir til um. Hlutirnir fara að kosta meira en þeir eiga og þurfa að kosta. Þegar við venjum okkur á slíkt geta vaxtagreiðslur og ýmiss kostnaður með tímanum vegið ansi þungt á okkur, auk þess sem greiða þarf lánin upp fyrr eða síðar. Í slíkum aðstæðum má ekkert út af bregða í heimilisfjármálunum og komi eitthvað upp á er ef til vill ekkert í stöðunni annað en að bæta enn við skuldirnar. Þessu fylgir óöryggi og óþægilegur hnútur í maganum en ekki síst bágari fjárhagur sem versnar bara með árunum. Bara ef það væri nú hægt að draga úr þörfinni fyrir slíka skuldsetningu með einhverjum hætti. Bólusetning við neyslulánasöfnun Það segir sig sjálft að svigrúm fólks til að spara er mjög misjafnt. Margir eiga í fullu fangi með að hafa í sig og á, ekki síst í dag þegar atvinnuleysi er í met hæðum. En sé eitthvað svigrúm til staðar má freista þess að laga stöðuna með skipulögðum hætti. Fyrsta skrefið er að reyna að greiða upp þau neyslulán sem þegar hafa verið tekin, eins fljótt og kostur er. Það getur krafist fórna um skeið en kemur til með að borga sig. Því næst söfnum við í varasjóð sem haldið er aðskildum öðrum sparnaði. Þá fjármuni grípum við í ef eitthvað óvænt kemur upp á. Þetta geta sem dæmi verið 100.000 krónur eða önnur fjárhæð sem ykkur þykir líklegt að geti komið sér vel svo sem ef eitthvað bilar, skemmtileg tækifæri bjóðast eða í dýrum mánuðum á borð við desember. Þegar gengið er á varasjóðinn hefjumst við handa við að fylla hann að nýju. Þegar við temjum okkur að viðhalda slíkum varasjóði ætti tilefnum til að taka dýr neyslulán og dreifa greiðslum að geta fækkað umtalsvert, með tilheyrandi sparnaði. Þessi 100.000 króna varasparnaður getur því reynst okkur geysilega verðmætur eftir því sem árin líða. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar