Akureyri er miðstöð Norðurslóðamála á Íslandi Hilda Jana Gísladóttir skrifar 16. febrúar 2021 15:01 Nær aldarfjórðungur er liðinn síðan fyrsta norðurslóðastofnun Íslands, Stofnun Vilhjálms Stefánssonar, hóf starfsemi sína á Akureyri og nær tveir áratugir frá því að nokkrar háskólastofnanir nyrst á norðurhveli jarðar tóku höndum saman og stofnuðu Háskóla norðurslóða, Háskólinn á Akureyri þar á með. Þorsteinn Gunnarsson, þáverandi rektor Háskólans á Akureyri hafði mjög skýra sýn á þeim tíma þegar hann sagði í viðtali við Morgunblaðið árið 1999 „Við stefnum að því að Akureyri verði alþjóðleg miðstöð í málefnum norðurslóða og höfum orðið vör við mikinn áhuga erlendra samstarfsaðila okkar á að tengjast betur íslenskum fræðimönnum og stofnunum. Það er góður grundvöllur fyrir Íslendinga að taka forystu í ýmsum málum er tengjast norðurslóðum, sem er hraðvaxandi málaflokkur.“ Í dag eru fjölmargar stofnanir og skrifstofur á sviði norðurslóðamála staðsettar á Akureyri á Borgum, sem er með sanni Norðurslóðamiðstöð Íslands. Má þar nefna, auk Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar og Háskólans á Akureyri, Norðurslóðanet Íslands, Rannsóknaþing Norðursins, vinnuhópa Norðurskautsráðsins, CAFF og PAME, Alþjóðlega Norðurskautsvísindanefndin og Heimskautaréttarstofnun svo dæmi séu tekin. Þá hefur Akureyrarbær tekið virkan þátt í samstarfi eins og Northern Forum og nú nýlega Arctic Mayors Forum. Allir þessi aðilar hafa til langs tíma unnið að málefnum norðurslóða með einum eða öðrum hætti og á þessum árum hefur orðið mikil breyting á því hvernig við hugsum og ræðum um svæðið. Innan þessarar Norðurslóðamiðstöðvar á Íslandi fara fram metnaðarfullar rannsóknir, auk þess sem í Háskólanum á Akureyri er í boði einstakt nám í heimskautarétti. Það er engin tilviljun að nágrannalönd okkar í norðri hafa byggt upp sérstakar þekkingarmiðstöðvar í norðurhéruðum sínum, langt frá höfuðborgunum, svo sem Arctic Centre í Rovaniemi, Fram Center í Tromsö og University of Alaska, Fairbanks. Það er ekki einvörðungu táknrænn gjörningur heldur markviss stefna sem er tvíþætt: Í fyrsta lagi, slík miðstöð er valdeflandi fyrir viðkomandi nærsamfélag og getur verið vaxtarbroddur fyrir rannsóknir og menntun. Í öðru lagi, þá er verið að tryggja að málefni norðurslóða eigi sér samastað hjá þekkingarsamfélagi sem hefur skilning á daglegu lífi og aðbúnaði þeirra sem búa á norðurslóðum, víða í fámennum og dreifðum byggðum. Þessi stefna hefur haft jákvæð áhrif fyrir viðkomandi héruð en hún hefur líka haft jákvæð áhrif á samstarf norðurskautsríkjanna átta, til að mynda á vettvangi Norðurskautsráðsins. Þessi stefna leiðir til þekkingar sem er mótuð af aðlögunarhæfni og þrautseigju íbúanna sjálfra – og þótt hér á landi megi stíga mun ákveðnari skref í átt að því að byggja upp með markvissum hætti þekkingarmiðstöð norðurslóðamála á Akureyri, þá höfum við hingað til fylgt þessari sömu stefnu í yfir tuttugu ár. Sóknaráætlun Norðurlands eystra er stefna íbúa svæðisins sem lýsir því með hvaða hætti við viljum blása til sóknar, en í áætluninni segir meðal annars að hvetja eigi til nýsköpunar í norðurslóðamálum og að Akureyri verði miðstöð fyrir norðurslóðastarfsem í landinu. Stjórn SSNE, Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, ákvað á dögunum að setja sinn stærsta styrk, 14 milljónir króna, í áhersluverkefni með fyrir sjónum að efla miðstöð Norðurslóða á Íslandi á Akureyri. Við bindum miklar vonir við að að það fjármagn nýtist vel, sem og að ríkisstjórnin komi að eflingu miðstöðvarinnar með öflugum hætti til framtíðar. Höfundur er formaður stjórnar SSNE, Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, formaður stjórnar Akureyrarstofu og bæjarfulltrúi Akureyrarbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Norðurslóðir Akureyri Hilda Jana Gísladóttir Háskólar Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Nær aldarfjórðungur er liðinn síðan fyrsta norðurslóðastofnun Íslands, Stofnun Vilhjálms Stefánssonar, hóf starfsemi sína á Akureyri og nær tveir áratugir frá því að nokkrar háskólastofnanir nyrst á norðurhveli jarðar tóku höndum saman og stofnuðu Háskóla norðurslóða, Háskólinn á Akureyri þar á með. Þorsteinn Gunnarsson, þáverandi rektor Háskólans á Akureyri hafði mjög skýra sýn á þeim tíma þegar hann sagði í viðtali við Morgunblaðið árið 1999 „Við stefnum að því að Akureyri verði alþjóðleg miðstöð í málefnum norðurslóða og höfum orðið vör við mikinn áhuga erlendra samstarfsaðila okkar á að tengjast betur íslenskum fræðimönnum og stofnunum. Það er góður grundvöllur fyrir Íslendinga að taka forystu í ýmsum málum er tengjast norðurslóðum, sem er hraðvaxandi málaflokkur.“ Í dag eru fjölmargar stofnanir og skrifstofur á sviði norðurslóðamála staðsettar á Akureyri á Borgum, sem er með sanni Norðurslóðamiðstöð Íslands. Má þar nefna, auk Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar og Háskólans á Akureyri, Norðurslóðanet Íslands, Rannsóknaþing Norðursins, vinnuhópa Norðurskautsráðsins, CAFF og PAME, Alþjóðlega Norðurskautsvísindanefndin og Heimskautaréttarstofnun svo dæmi séu tekin. Þá hefur Akureyrarbær tekið virkan þátt í samstarfi eins og Northern Forum og nú nýlega Arctic Mayors Forum. Allir þessi aðilar hafa til langs tíma unnið að málefnum norðurslóða með einum eða öðrum hætti og á þessum árum hefur orðið mikil breyting á því hvernig við hugsum og ræðum um svæðið. Innan þessarar Norðurslóðamiðstöðvar á Íslandi fara fram metnaðarfullar rannsóknir, auk þess sem í Háskólanum á Akureyri er í boði einstakt nám í heimskautarétti. Það er engin tilviljun að nágrannalönd okkar í norðri hafa byggt upp sérstakar þekkingarmiðstöðvar í norðurhéruðum sínum, langt frá höfuðborgunum, svo sem Arctic Centre í Rovaniemi, Fram Center í Tromsö og University of Alaska, Fairbanks. Það er ekki einvörðungu táknrænn gjörningur heldur markviss stefna sem er tvíþætt: Í fyrsta lagi, slík miðstöð er valdeflandi fyrir viðkomandi nærsamfélag og getur verið vaxtarbroddur fyrir rannsóknir og menntun. Í öðru lagi, þá er verið að tryggja að málefni norðurslóða eigi sér samastað hjá þekkingarsamfélagi sem hefur skilning á daglegu lífi og aðbúnaði þeirra sem búa á norðurslóðum, víða í fámennum og dreifðum byggðum. Þessi stefna hefur haft jákvæð áhrif fyrir viðkomandi héruð en hún hefur líka haft jákvæð áhrif á samstarf norðurskautsríkjanna átta, til að mynda á vettvangi Norðurskautsráðsins. Þessi stefna leiðir til þekkingar sem er mótuð af aðlögunarhæfni og þrautseigju íbúanna sjálfra – og þótt hér á landi megi stíga mun ákveðnari skref í átt að því að byggja upp með markvissum hætti þekkingarmiðstöð norðurslóðamála á Akureyri, þá höfum við hingað til fylgt þessari sömu stefnu í yfir tuttugu ár. Sóknaráætlun Norðurlands eystra er stefna íbúa svæðisins sem lýsir því með hvaða hætti við viljum blása til sóknar, en í áætluninni segir meðal annars að hvetja eigi til nýsköpunar í norðurslóðamálum og að Akureyri verði miðstöð fyrir norðurslóðastarfsem í landinu. Stjórn SSNE, Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, ákvað á dögunum að setja sinn stærsta styrk, 14 milljónir króna, í áhersluverkefni með fyrir sjónum að efla miðstöð Norðurslóða á Íslandi á Akureyri. Við bindum miklar vonir við að að það fjármagn nýtist vel, sem og að ríkisstjórnin komi að eflingu miðstöðvarinnar með öflugum hætti til framtíðar. Höfundur er formaður stjórnar SSNE, Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, formaður stjórnar Akureyrarstofu og bæjarfulltrúi Akureyrarbæjar.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar