Saksóknari fann fleiri milljónir Zuism-bræðra í Bandaríkjunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. febrúar 2021 06:16 Einar Ágústsson við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í fyrra. Vísir/Vilhelm Héraðssaksóknari hefur gert þá kröfu að fleiri eignir Einars Ágústssonar, annars fyrirsvarsmanna trúfélagsins Zuism, verði gerðar upptækar. Um er að ræða allar eignir Einars á reikningum hjá breska verðbréfafyrirtækinu Interactive Brokers í London. Um er að ræða samanlagt rúmlega 16 þúsund dollara eða andvirði rúmlega tveggja milljóna íslenskra króna. Finnur Þór Vilhjálmsson, saksóknari í málinu, lagði á mánudag fram framhaldsákæru í máli héraðssaksóknara gegn bræðrunum Ágústi Arnari og Einari Ágústssonum. Þeir sæta ákæru fyrir fjársvik og peningaþvætti í gegnum trúfélagið Zuism. Trúfélagið var á tímabili eitt það fjölmennasta á landinu og hefur þegið tugi milljóna króna úr ríkissjóði í formi sóknargjalda. Auk bræðranna er trúfélagið Zuism, einkahlutafélagið EAF sem Einar er í forsvari fyrir og bandaríska skúffufélagið Threescore LLC í Delaware ákært í málinu. Ágúst Arnar Ágústsson mætir í dómsal en á hæla honum kemur Finnur Þór Vilhjálmsson saksóknari.Vísir/Vilhelm Í ákæru héraðssaksóknara eru bræðurnir sakaðir um að hafa valdið íslenska ríkinu verulegri fjártjónshættu og fjártóni í reynd með því að styrkja og hagnýta sér ranga hugmynd embættismanna að trúfélagið Zuism uppfyllti skilyrði fyrir skráningu trúfélags. Á þeim forsendum hafi félagið fengið rúmlega 84,7 milljónir króna í sóknargjöld frá ríkinu. Af þeim fjármunum voru aðeins 1,27 milljónir króna eftir á bankareikningi Zuism 7. maí árið 2019. Héraðssaksóknari krefst upptöku á hátt í fimmtíu milljónum króna sem liggja hjá félögum Einars og Zuism. Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra hefur haldið eftir sóknargjöldum til Zuism í rúmlega tvö ár vegna óvissu um hvort að félagið uppfylli skilyrði laga um trúfélög. Frávísunarkrafa verjenda bræðranna var tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudagsmorgun. Sigríður Elsa Kjartansdóttir héraðsdómari hefur nú fjórar vikur til að kveða upp úrskurð um kröfu verjendanna. Þeir höfðu á orði við þingfestingu málsins að ákæran væri óskýr og reyndu að færa rök fyrir því við fyrirtöku málsins á mánudag. Í framhaldsákærunni kemur fram að héraðssaksóknari hafi fengið upplýsingar frá bandaríska dómsmálaráðuneytinu um tvo reikninga til viðbótar sem skráðir eru á Einar hjá Interactive Brokers. Þótt reikningarnir séu skráðir hjá Interactive Brokers í Bretlandi eru eignirnar á þeim endanlega varslaðar hjá móðurfélaginu í Bandaríkjunum. Hafa eignir á báðum reikningum Einars verið kyrsettar til bráðabirgða eins og aðrir reikningar hans. Zuism Dómsmál Trúmál Tengdar fréttir Zuism nýtti sér þekkta veikleika á lögum um trúfélög Ríkislögreglustjóri varaði við því að ófullnægjandi lög um trú- og lífsskoðunarfélög sköpuðu hættu á að þau væru misnotuð í þágu brotastarfsemi meira en ári áður en stjórnendur Zuism voru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. 21. desember 2020 09:01 Ágúst og Einar neituðu sök og krefjast frávísunar Bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir sem stýra trúfélaginu Zuism neituðu sök í máli héraðssaksóknara gegn þeim við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ágúst Arnar og Einar sæta ákæru fyrir fjársvik og peningaþvætti. 14. desember 2020 10:42 Stjórnendur Zuism ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti Tveir bræður sem stýra trúfélaginu Zuism hafa verið ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. Trúfélagið var á tímabili eitt það fjölmennasta á landinu og hefur þegið tugi milljóna króna úr ríkissjóði í formi sóknargjalda. 7. desember 2020 11:23 Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira
Finnur Þór Vilhjálmsson, saksóknari í málinu, lagði á mánudag fram framhaldsákæru í máli héraðssaksóknara gegn bræðrunum Ágústi Arnari og Einari Ágústssonum. Þeir sæta ákæru fyrir fjársvik og peningaþvætti í gegnum trúfélagið Zuism. Trúfélagið var á tímabili eitt það fjölmennasta á landinu og hefur þegið tugi milljóna króna úr ríkissjóði í formi sóknargjalda. Auk bræðranna er trúfélagið Zuism, einkahlutafélagið EAF sem Einar er í forsvari fyrir og bandaríska skúffufélagið Threescore LLC í Delaware ákært í málinu. Ágúst Arnar Ágústsson mætir í dómsal en á hæla honum kemur Finnur Þór Vilhjálmsson saksóknari.Vísir/Vilhelm Í ákæru héraðssaksóknara eru bræðurnir sakaðir um að hafa valdið íslenska ríkinu verulegri fjártjónshættu og fjártóni í reynd með því að styrkja og hagnýta sér ranga hugmynd embættismanna að trúfélagið Zuism uppfyllti skilyrði fyrir skráningu trúfélags. Á þeim forsendum hafi félagið fengið rúmlega 84,7 milljónir króna í sóknargjöld frá ríkinu. Af þeim fjármunum voru aðeins 1,27 milljónir króna eftir á bankareikningi Zuism 7. maí árið 2019. Héraðssaksóknari krefst upptöku á hátt í fimmtíu milljónum króna sem liggja hjá félögum Einars og Zuism. Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra hefur haldið eftir sóknargjöldum til Zuism í rúmlega tvö ár vegna óvissu um hvort að félagið uppfylli skilyrði laga um trúfélög. Frávísunarkrafa verjenda bræðranna var tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudagsmorgun. Sigríður Elsa Kjartansdóttir héraðsdómari hefur nú fjórar vikur til að kveða upp úrskurð um kröfu verjendanna. Þeir höfðu á orði við þingfestingu málsins að ákæran væri óskýr og reyndu að færa rök fyrir því við fyrirtöku málsins á mánudag. Í framhaldsákærunni kemur fram að héraðssaksóknari hafi fengið upplýsingar frá bandaríska dómsmálaráðuneytinu um tvo reikninga til viðbótar sem skráðir eru á Einar hjá Interactive Brokers. Þótt reikningarnir séu skráðir hjá Interactive Brokers í Bretlandi eru eignirnar á þeim endanlega varslaðar hjá móðurfélaginu í Bandaríkjunum. Hafa eignir á báðum reikningum Einars verið kyrsettar til bráðabirgða eins og aðrir reikningar hans.
Zuism Dómsmál Trúmál Tengdar fréttir Zuism nýtti sér þekkta veikleika á lögum um trúfélög Ríkislögreglustjóri varaði við því að ófullnægjandi lög um trú- og lífsskoðunarfélög sköpuðu hættu á að þau væru misnotuð í þágu brotastarfsemi meira en ári áður en stjórnendur Zuism voru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. 21. desember 2020 09:01 Ágúst og Einar neituðu sök og krefjast frávísunar Bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir sem stýra trúfélaginu Zuism neituðu sök í máli héraðssaksóknara gegn þeim við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ágúst Arnar og Einar sæta ákæru fyrir fjársvik og peningaþvætti. 14. desember 2020 10:42 Stjórnendur Zuism ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti Tveir bræður sem stýra trúfélaginu Zuism hafa verið ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. Trúfélagið var á tímabili eitt það fjölmennasta á landinu og hefur þegið tugi milljóna króna úr ríkissjóði í formi sóknargjalda. 7. desember 2020 11:23 Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira
Zuism nýtti sér þekkta veikleika á lögum um trúfélög Ríkislögreglustjóri varaði við því að ófullnægjandi lög um trú- og lífsskoðunarfélög sköpuðu hættu á að þau væru misnotuð í þágu brotastarfsemi meira en ári áður en stjórnendur Zuism voru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. 21. desember 2020 09:01
Ágúst og Einar neituðu sök og krefjast frávísunar Bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir sem stýra trúfélaginu Zuism neituðu sök í máli héraðssaksóknara gegn þeim við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ágúst Arnar og Einar sæta ákæru fyrir fjársvik og peningaþvætti. 14. desember 2020 10:42
Stjórnendur Zuism ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti Tveir bræður sem stýra trúfélaginu Zuism hafa verið ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. Trúfélagið var á tímabili eitt það fjölmennasta á landinu og hefur þegið tugi milljóna króna úr ríkissjóði í formi sóknargjalda. 7. desember 2020 11:23