Fjölda drengja rænt úr skóla í Nígeríu Samúel Karl Ólason skrifar 17. febrúar 2021 13:59 Myndin tengist fréttinni ekki beint en skólar eru vinsæl skotmörk glæpagengja í Nígeríu. Getty/Olukayode Jaiyeola Vopnaðir menn myrtu minnst einn nemanda og rændu minnst 27 í árás á skóla í Nígeríu í nótt. Þremur starfsmönnum og tólf ættingjum nemenda var einnig rænt í árásinni. Tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir en samkvæmt frétt BBC er tiltölulega algengt í Nígeríu að glæpagengi ræni fólki með því markmiðið að krefja fjölskyldur þeirra um lausnargjald. Á mánudaginn var tuttugu manns rænt úr rútu í Nígerhéraði. Þá er rifjað upp í frétt Reuters að sambærileg árás átti sér stað í Katsinahéraði fyrir um tveimur mánuðum. Þá rændu vopnaðir menn tæplega 350 drengjum úr skóla en þeim var bjargað af öryggissveitum. Hryðjuverkasamtökin Boko Haram og systursamtök Íslamska ríkisins eru virk í norðurhluta Nígeríu og gætu sömuleiðis hafa gert árásina. Um 600 ungir drengir voru sofandi í heimavist skólans sem er í Kagara í Nígerhéraði Nígeríu. Mennirnir sem réðust á skólann voru klæddir í herbúninga og hófst árásin um klukkan tvö að nóttu til. Mennirnir eru sagðir hafa bankað hjá nemendum og beðið þá um að koma saman í sal skólans. Muhammadu Buhari, forseti Nígeríu, hefur lýst árásinni sem heygulslegri og er búið að kalla út herinn sem á að hjálpa við að bjarga þeim sem rænt var. Forsetinn hefur verið undir töluverðum þrýstingi varðandi versnandi öryggisástand í Nígeríu. Nígería Tengdar fréttir Björguðu tugum barna eftir byssubardaga Lögregla í Nígeríu segist hafa bjargað minnst 84 börnum á grunnskólaaldri sem rænt var í gær. 20. desember 2020 21:45 Menntaskóladrengirnir sloppnir úr haldi Boko Haram Meira en þrjú hundruð menntaskóladrengir í Nígeríu sem var rænt í síðustu viku úr heimavistarskóla í Katsina héraðinu hafa sloppið úr haldi ræningja sinna. 17. desember 2020 23:23 Boko Haram segist bera ábyrgð á hvarfi 320 nemenda Maður sem sagðist leiðtogi hryðjuverkasamtakanna Boko Haram í Nígeríu sagði í dag að samtökin bæru ábyrgð á hvarfi meira en þrjú hundruð menntaskóladrengja. Þetta hefur þó ekki verið staðfest. Drengjunum var rænt úr skólanum sem þeir sækja á föstudag. 15. desember 2020 22:23 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Sjá meira
Tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir en samkvæmt frétt BBC er tiltölulega algengt í Nígeríu að glæpagengi ræni fólki með því markmiðið að krefja fjölskyldur þeirra um lausnargjald. Á mánudaginn var tuttugu manns rænt úr rútu í Nígerhéraði. Þá er rifjað upp í frétt Reuters að sambærileg árás átti sér stað í Katsinahéraði fyrir um tveimur mánuðum. Þá rændu vopnaðir menn tæplega 350 drengjum úr skóla en þeim var bjargað af öryggissveitum. Hryðjuverkasamtökin Boko Haram og systursamtök Íslamska ríkisins eru virk í norðurhluta Nígeríu og gætu sömuleiðis hafa gert árásina. Um 600 ungir drengir voru sofandi í heimavist skólans sem er í Kagara í Nígerhéraði Nígeríu. Mennirnir sem réðust á skólann voru klæddir í herbúninga og hófst árásin um klukkan tvö að nóttu til. Mennirnir eru sagðir hafa bankað hjá nemendum og beðið þá um að koma saman í sal skólans. Muhammadu Buhari, forseti Nígeríu, hefur lýst árásinni sem heygulslegri og er búið að kalla út herinn sem á að hjálpa við að bjarga þeim sem rænt var. Forsetinn hefur verið undir töluverðum þrýstingi varðandi versnandi öryggisástand í Nígeríu.
Nígería Tengdar fréttir Björguðu tugum barna eftir byssubardaga Lögregla í Nígeríu segist hafa bjargað minnst 84 börnum á grunnskólaaldri sem rænt var í gær. 20. desember 2020 21:45 Menntaskóladrengirnir sloppnir úr haldi Boko Haram Meira en þrjú hundruð menntaskóladrengir í Nígeríu sem var rænt í síðustu viku úr heimavistarskóla í Katsina héraðinu hafa sloppið úr haldi ræningja sinna. 17. desember 2020 23:23 Boko Haram segist bera ábyrgð á hvarfi 320 nemenda Maður sem sagðist leiðtogi hryðjuverkasamtakanna Boko Haram í Nígeríu sagði í dag að samtökin bæru ábyrgð á hvarfi meira en þrjú hundruð menntaskóladrengja. Þetta hefur þó ekki verið staðfest. Drengjunum var rænt úr skólanum sem þeir sækja á föstudag. 15. desember 2020 22:23 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Sjá meira
Björguðu tugum barna eftir byssubardaga Lögregla í Nígeríu segist hafa bjargað minnst 84 börnum á grunnskólaaldri sem rænt var í gær. 20. desember 2020 21:45
Menntaskóladrengirnir sloppnir úr haldi Boko Haram Meira en þrjú hundruð menntaskóladrengir í Nígeríu sem var rænt í síðustu viku úr heimavistarskóla í Katsina héraðinu hafa sloppið úr haldi ræningja sinna. 17. desember 2020 23:23
Boko Haram segist bera ábyrgð á hvarfi 320 nemenda Maður sem sagðist leiðtogi hryðjuverkasamtakanna Boko Haram í Nígeríu sagði í dag að samtökin bæru ábyrgð á hvarfi meira en þrjú hundruð menntaskóladrengja. Þetta hefur þó ekki verið staðfest. Drengjunum var rænt úr skólanum sem þeir sækja á föstudag. 15. desember 2020 22:23