Tímarnir breytast og löggjöfin með Una Hildardóttir skrifar 17. febrúar 2021 14:30 Í dag samþykkti Alþingi frumvarp dómsmálaráðherra um kynferðislega friðhelgi. Um er að ræða gríðarlega þarfa breytingu á almennum hegningarlögum sem tryggir fullnægjandi réttarvernd kynferðislegrar friðhelgi einstaklinga. Er frumvarpið partur af einni af þeim fjölmörgu aðgerðunum sem settar voru fram í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarflokkana; „útrýma kynbundnu ofbeldi, ekki síst stafrænu kynferðisofbeldi.“Með hinum nýju lögum er tekið á ósanngjarnri réttaróvissu sem hefur leitt til óásættanlegrar stöðu þolenda stafræns kynferðisofbeldis. Það er fagnaðarefni að lagaramminn endurspegli loks nýjan raunveruleika sem skapast hefur með tilkomu samfélagsmiðla og nýjunga í samskiptatækni. Þolendur stafræns kynferðisofbeldis hafa lengi kallað eftir úrbótum innan réttarvörslukerfisins en hingað til hefur úrræðaleysi og óskýr lagarammi komið í veg fyrir réttmæta afgreiðslu kærumála. Þetta hefur leitt til þess að ekki sé tekið á málum sem snerta á brotum gegn kynferðislegri friðhelgi með viðunandi hætti. Það er fagnaðarefni að loks geti þolendur stafræns kynferðisofbeldis leitað réttar síns án þess að mæta skilningsleysi innan réttarkerfisins og að réttur þeirra til sanngjarnar meðferðar verði tryggður. Loksins, rúmum 25 árum eftir fyrstu tilfelli brota á kynferðslegri friðhelgi á Íslandi, sem sífellt verða algengari og grófari, endurspeglar löggjöfin raunveruleika þolenda. Takk konur! Samþykkt laganna sýnir okkur enn og aftur mikilvægi þess að konur komist í áhrifastöður og hafi tækifæri til þess að gera tímabærar breytingar á löggjöf sem hefur bein áhrif á rétt kvenna yfir eigin líkama og friðhelgi. Það sýndi sig þegar Svandís Svavarsdóttir var í forsvari fyrir ný lög um þungunarrof og þegar frumvarp dómsmálaráðherra um umsáturseinelti varð að lögum fyrr í febrúar. Ég vil þakka þeim konum sem stóðu að baki þessum nauðsynlegu lagabreytingum. Takk Hulda Hólmkelsdóttir og Stigamót, fyrir að berjast fyrir notkun hugtaksins „stafrænt kynferðisofbeldi“ í stað hefndarkláms og hrellikláms. Takk Katrín Jakobsdóttir, fyrir að skipa stýrihóp forsætisráðherra um heildstæðar úrbætur að því er varðar kynferðislegt ofbeldi og takk Halla Gunnarsdóttir fyrir að leiða stýrihóp forsætisráðherra. Takk Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir fyrir að fela Maríu Rún Bjarnadóttur starfsmanns stýrihópsins að vinna frumvarpið áfram og takk María fyrir þína ómetanlegu vinnu. Takk þolendur sem stigið hafa fram og gagnrýnt viðbrögð kerfisins og úrræðaleysið sem ykkur hefur mætt. Síðast en ekki síst, vil ég þakka vinkonu minni, Tinnu Ingólfsdóttur. Takk Tinna, fyrir að vekja athygli á stöðu þolenda og áhrifana sem brot á kynferðislegri friðhelgi geta haft á lífsgæði og andlega heilsu. Takk fyrir baráttuna og þá ógleymanlegu innsýn þú veittir mér á vettvang þar sem starfrænt kynferðisofbeldi hefur þrifist hömlulaust. Loksins get ég fagnað, fyrir þig og fyrir okkur öll. Höfundur er varaþingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Una Hildardóttir Alþingi Jafnréttismál Skoðun: Kosningar 2021 Stafrænt ofbeldi Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Sjá meira
Í dag samþykkti Alþingi frumvarp dómsmálaráðherra um kynferðislega friðhelgi. Um er að ræða gríðarlega þarfa breytingu á almennum hegningarlögum sem tryggir fullnægjandi réttarvernd kynferðislegrar friðhelgi einstaklinga. Er frumvarpið partur af einni af þeim fjölmörgu aðgerðunum sem settar voru fram í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarflokkana; „útrýma kynbundnu ofbeldi, ekki síst stafrænu kynferðisofbeldi.“Með hinum nýju lögum er tekið á ósanngjarnri réttaróvissu sem hefur leitt til óásættanlegrar stöðu þolenda stafræns kynferðisofbeldis. Það er fagnaðarefni að lagaramminn endurspegli loks nýjan raunveruleika sem skapast hefur með tilkomu samfélagsmiðla og nýjunga í samskiptatækni. Þolendur stafræns kynferðisofbeldis hafa lengi kallað eftir úrbótum innan réttarvörslukerfisins en hingað til hefur úrræðaleysi og óskýr lagarammi komið í veg fyrir réttmæta afgreiðslu kærumála. Þetta hefur leitt til þess að ekki sé tekið á málum sem snerta á brotum gegn kynferðislegri friðhelgi með viðunandi hætti. Það er fagnaðarefni að loks geti þolendur stafræns kynferðisofbeldis leitað réttar síns án þess að mæta skilningsleysi innan réttarkerfisins og að réttur þeirra til sanngjarnar meðferðar verði tryggður. Loksins, rúmum 25 árum eftir fyrstu tilfelli brota á kynferðslegri friðhelgi á Íslandi, sem sífellt verða algengari og grófari, endurspeglar löggjöfin raunveruleika þolenda. Takk konur! Samþykkt laganna sýnir okkur enn og aftur mikilvægi þess að konur komist í áhrifastöður og hafi tækifæri til þess að gera tímabærar breytingar á löggjöf sem hefur bein áhrif á rétt kvenna yfir eigin líkama og friðhelgi. Það sýndi sig þegar Svandís Svavarsdóttir var í forsvari fyrir ný lög um þungunarrof og þegar frumvarp dómsmálaráðherra um umsáturseinelti varð að lögum fyrr í febrúar. Ég vil þakka þeim konum sem stóðu að baki þessum nauðsynlegu lagabreytingum. Takk Hulda Hólmkelsdóttir og Stigamót, fyrir að berjast fyrir notkun hugtaksins „stafrænt kynferðisofbeldi“ í stað hefndarkláms og hrellikláms. Takk Katrín Jakobsdóttir, fyrir að skipa stýrihóp forsætisráðherra um heildstæðar úrbætur að því er varðar kynferðislegt ofbeldi og takk Halla Gunnarsdóttir fyrir að leiða stýrihóp forsætisráðherra. Takk Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir fyrir að fela Maríu Rún Bjarnadóttur starfsmanns stýrihópsins að vinna frumvarpið áfram og takk María fyrir þína ómetanlegu vinnu. Takk þolendur sem stigið hafa fram og gagnrýnt viðbrögð kerfisins og úrræðaleysið sem ykkur hefur mætt. Síðast en ekki síst, vil ég þakka vinkonu minni, Tinnu Ingólfsdóttur. Takk Tinna, fyrir að vekja athygli á stöðu þolenda og áhrifana sem brot á kynferðislegri friðhelgi geta haft á lífsgæði og andlega heilsu. Takk fyrir baráttuna og þá ógleymanlegu innsýn þú veittir mér á vettvang þar sem starfrænt kynferðisofbeldi hefur þrifist hömlulaust. Loksins get ég fagnað, fyrir þig og fyrir okkur öll. Höfundur er varaþingmaður Vinstri grænna.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun