Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Áður hefur fram komið að maðurinn hafi verið frá Albaníu og átt von á öðru barni. Rannsókn málsins beinist meðal annars að því hvort árásin tengist uppgjöri í undirheimunum og skipulagðri brotastarfsemi.
Alls hafa átta nú verið handteknir í tengslum við rannsókn málsins. Þrír menn, tveir á fertugsaldri og einn á fimmtugsaldri, voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu í fyrradag og þá var einn handtekinn um helgina. Þeir hafa allir verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna.
Fjórir voru handteknir til viðbótar í gær en fram kom í tilkynningu frá lögreglu sem barst síðdegis í dag að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort krafist verði gæsluvarðhalds yfir mönnunum fjórum. Þeir eru þó allir sagðir hafa stöðu sakbornings.
Fréttin hefur verið uppfærð.