Grímur tekur aftur við miðlægri rannsóknardeild lögreglu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. febrúar 2021 15:05 Grímur Grímsson tekur aftur við starfi yfirlögregluþjóns og þar með yfirmanns miðlægrar deildar lögreglu á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Stefán Óli Grímur Grímsson, sem undanfarin þrjú ár hefur starfað sem tengiliður Íslands hjá Evrópulögreglunni í Hollandi, Europol, tekur við sem yfirmaður miðlægrar deildar lögreglu í apríl. Grímur staðfestir þetta við Mbl.is í dag. Þann 1. apríl verða þrjú ár liðin síðan hann tók við stöðunni hjá Europol en staðan var til þriggja ára með mögulega á eins árs framlengingu. Grímur tók við starfinu af Karli Steinari Valssyni sem hafði þá verið tengiliður Íslands hjá Europol árin á undan. Grímur og Karl Steinar höfðu í raun sætaskipti þann 1. apríl 2018 þegar Grímur fór til Hollands og Karl Steinar tók við miðlægu deildinni af Grími. Karl Steinar tók til starfa sem yfirlögregluþjónn alþjóðsviðs ríkislögreglustjóra þann 1. janúar. Síðan þá hefur Margeir Sveinsson stýrt miðlægri deild lögreglunnar. Miðlæg rannsóknardeild embættisins er staðsett á Hverfisgötu en deildin annast meðal annars rannsóknir alvarlegra ofbeldisbrota, kynferðisbrota, meiri háttar fjármunabrota og skipulagðrar brotastarfsemi, t.d. fíkniefnabrota, mansals og vændis. Hlutverk rannsóknardeildar LRH er að sinna rannsóknum flókinna, viðamikilla sakamála þar sem m.a. getur þurft að leiða saman hóp sérfræðinga og afla gagna víða. Deildinni er skipt í tvennt. Annars vegar er kynferðisbrotadeild og hins vegar deild sem sinnir skipulagðri brotastarfsemi og meiriháttar afbrotum. Morðið í Rauðagerði er á meðal mála sem miðlæga deildin hefur til rannsóknar þessa dagana. Grímur segist í samtali við Mbl.is hlakka til að koma til baka og muni nýta þá þekkingu sem hann hafi aflað sér ytra. Grímur sótti um starf ríkislögreglustjóra á síðasta ári þegar Sigríður Björk Guðjónsdóttir var ráðin í stöðuna. Grímur var valinn maður ársins af lesendum og hlustendum Vísis og Bylgjunnar árið 2017 en hann hafði þá stýrt rannsókninni á morðinu á Birnu Brjánsdóttur. Vistaskipti Lögreglan Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Fleiri fréttir Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Sjá meira
Þann 1. apríl verða þrjú ár liðin síðan hann tók við stöðunni hjá Europol en staðan var til þriggja ára með mögulega á eins árs framlengingu. Grímur tók við starfinu af Karli Steinari Valssyni sem hafði þá verið tengiliður Íslands hjá Europol árin á undan. Grímur og Karl Steinar höfðu í raun sætaskipti þann 1. apríl 2018 þegar Grímur fór til Hollands og Karl Steinar tók við miðlægu deildinni af Grími. Karl Steinar tók til starfa sem yfirlögregluþjónn alþjóðsviðs ríkislögreglustjóra þann 1. janúar. Síðan þá hefur Margeir Sveinsson stýrt miðlægri deild lögreglunnar. Miðlæg rannsóknardeild embættisins er staðsett á Hverfisgötu en deildin annast meðal annars rannsóknir alvarlegra ofbeldisbrota, kynferðisbrota, meiri háttar fjármunabrota og skipulagðrar brotastarfsemi, t.d. fíkniefnabrota, mansals og vændis. Hlutverk rannsóknardeildar LRH er að sinna rannsóknum flókinna, viðamikilla sakamála þar sem m.a. getur þurft að leiða saman hóp sérfræðinga og afla gagna víða. Deildinni er skipt í tvennt. Annars vegar er kynferðisbrotadeild og hins vegar deild sem sinnir skipulagðri brotastarfsemi og meiriháttar afbrotum. Morðið í Rauðagerði er á meðal mála sem miðlæga deildin hefur til rannsóknar þessa dagana. Grímur segist í samtali við Mbl.is hlakka til að koma til baka og muni nýta þá þekkingu sem hann hafi aflað sér ytra. Grímur sótti um starf ríkislögreglustjóra á síðasta ári þegar Sigríður Björk Guðjónsdóttir var ráðin í stöðuna. Grímur var valinn maður ársins af lesendum og hlustendum Vísis og Bylgjunnar árið 2017 en hann hafði þá stýrt rannsókninni á morðinu á Birnu Brjánsdóttur.
Vistaskipti Lögreglan Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Fleiri fréttir Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Sjá meira