Rúrik Gíslason leiðir knattspyrnuumfjöllun Viaplay Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. febrúar 2021 09:12 Rúrik Gíslason í leik Íslands og Nígeríu á HM 2018. Vísir/Vilhelm Rúrik Gíslason, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, mun leiða knattspyrnuumfjöllun streymisveitunnar Viaplay á Íslandi frá tímabilinu 2021/2022. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Viaplay. Fyrirtækið tryggði sér nýlega rétt til að sýna frá Þjóðadeild Evrópu, undankeppni EM karla í knattspyrnu sem og Meistaradeild Evrópu, Evrópudeildina og UEFA Conference League á tímabilinu 2021/22–2023/24 en réttinum að þeim deildum er deilt með Sýn. ,,Þegar NENT Group/Viaplay tryggir sér réttindi til að sýna frá stórum knattspyrnuviðburðum líkt og tilfellið er hér, leggjum við áherslu á að byggja upp öflugt teymi til að leiða umfjöllun um þessa viðburði. Við höfum verið leiðandi í framleiðslu á íþróttaefni á Norðurlöndunum í meira en 20 ár og höfum í hyggju að vera það einnig á Íslandi. Þar sem Rúrik hefur nýlokið ferli sínum sem atvinnumaður í knattspyrnu kemur hann með ferska nálgun á viðfangsefnið, mikla þekkingu og byggir þar að auki á eigin reynslu af því að leika knattspyrnu á hæsta gæðaflokki,“ segir Kim Mikkelsen, yfirmaður íþróttamála hjá NENT í tilkynningu. Rúrik lék með íslenska landsliðinu á HM í Rússlandi í 2018 og FCK í Meistaradeild Evrópu tímabilið 2014/15. Í tilkynningunni segir að hann sé því „að sjálfsögðu mjög spenntur að taka þátt í að færa þessar sömu keppnir heim í stofu til áhorfenda.“ „Síðan ég tók ákvörðun um að leggja skóna á hilluna hef ég verið að leita mér að spennandi og áhugaverðri áskorun. Þegar Viaplay skýrði mér frá framtíðarhugmyndum og plönum varð ég strax til í að taka þátt í þessu verkefni. Ég hlakka mikið til að verða hluti af teymi Viaplay og við ætlum að leggja allt í að færa áhorfendum heimsklassaumfjöllun um fótbolta á Íslandi. Ég tel mig hafa mikið fram að færa með reynslu minni af atvinnumennsku í fótbolta og er spenntur að leggja mitt af mörkum í skemmtilegri, grípandi og áhugaverðri umfjöllun um Meistaradeildina, Evrópudeildina, Conference League sem og leiki íslenska landsliðsins,” segir Rúrik en hann lagði skóna á hilluna í fyrra. Fjölmiðlar Vistaskipti Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Viaplay. Fyrirtækið tryggði sér nýlega rétt til að sýna frá Þjóðadeild Evrópu, undankeppni EM karla í knattspyrnu sem og Meistaradeild Evrópu, Evrópudeildina og UEFA Conference League á tímabilinu 2021/22–2023/24 en réttinum að þeim deildum er deilt með Sýn. ,,Þegar NENT Group/Viaplay tryggir sér réttindi til að sýna frá stórum knattspyrnuviðburðum líkt og tilfellið er hér, leggjum við áherslu á að byggja upp öflugt teymi til að leiða umfjöllun um þessa viðburði. Við höfum verið leiðandi í framleiðslu á íþróttaefni á Norðurlöndunum í meira en 20 ár og höfum í hyggju að vera það einnig á Íslandi. Þar sem Rúrik hefur nýlokið ferli sínum sem atvinnumaður í knattspyrnu kemur hann með ferska nálgun á viðfangsefnið, mikla þekkingu og byggir þar að auki á eigin reynslu af því að leika knattspyrnu á hæsta gæðaflokki,“ segir Kim Mikkelsen, yfirmaður íþróttamála hjá NENT í tilkynningu. Rúrik lék með íslenska landsliðinu á HM í Rússlandi í 2018 og FCK í Meistaradeild Evrópu tímabilið 2014/15. Í tilkynningunni segir að hann sé því „að sjálfsögðu mjög spenntur að taka þátt í að færa þessar sömu keppnir heim í stofu til áhorfenda.“ „Síðan ég tók ákvörðun um að leggja skóna á hilluna hef ég verið að leita mér að spennandi og áhugaverðri áskorun. Þegar Viaplay skýrði mér frá framtíðarhugmyndum og plönum varð ég strax til í að taka þátt í þessu verkefni. Ég hlakka mikið til að verða hluti af teymi Viaplay og við ætlum að leggja allt í að færa áhorfendum heimsklassaumfjöllun um fótbolta á Íslandi. Ég tel mig hafa mikið fram að færa með reynslu minni af atvinnumennsku í fótbolta og er spenntur að leggja mitt af mörkum í skemmtilegri, grípandi og áhugaverðri umfjöllun um Meistaradeildina, Evrópudeildina, Conference League sem og leiki íslenska landsliðsins,” segir Rúrik en hann lagði skóna á hilluna í fyrra.
Fjölmiðlar Vistaskipti Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira