Langþráð lækning AHC sjúkdómsins mögulega í sjónmáli Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar 22. febrúar 2021 17:00 Rannsóknir vísindamanna við hinn virta bandaríska háskóla Duke University benda til þess að langþráð lækning við AHC taugasjúkdóminum kunni að vera í sjónmáli með sérstakri genameðferð. Tilraunir rannsóknarinnar voru gerðar á músum og vekja niðurstöðurnar vonir um að sambærileg genameðferð geti mögulega reynst áhrifarík í meðhöndlun ýmissa annarra genatengdra sjúkdóma, þar á meðal t.d. heilabilunar- og hrörnunarsjúkdóma á borð við Alzheimer og Parkinsons. Ritrýnd grein um rannsóknina var birt á netmiðli vísindaútgáfunnar Human Gene Therapy þann 12. febrúar sl. og er væntanleg í prentútgáfu á næstunni. AHC (Alternating Hempilegia of Childhood) er afar sjaldgæfur og flókinn taugasjúkdómur sem leggst á börn áður en þau ná 18 mánaða aldri. Líkurnar á að fá sjúkdóminn eru um einn á móti milljón og í 70% tilfella er ástæðan stökkbreyting í geni sem ber nafnið ATP1A3. Öll einkenni allra taugasjúkdóma geta birst í AHC sjúkdóminum og má til sanns vegar færa að hvert fórnarlamb hans þjáist í raun af mörgum taugasjúkdómum í senn með öllum þeim skelfilegu einkennum sem því fylgja. Til þessa hefur engin lækning á AHC fundist, hvorki lyfjameðferð né genameðferð. Nú gæti breyting þar á verið í uppsiglingu. Tilraunin var gerð með svokallaðri AAV genameðferð á músum með stökkbreytta ATP1A3 genið. Heilbrigt erfðaefni er sett í vírus sem sprautað er í mænuvökvann. Þaðan fer vírusinn upp í heila þar sem hann „smitar“ heilafrumur með því að sprauta heilbrigða erfðaefninu í heilafrumurnar í þeirri von að genið fari þá að virka eðlilega. Mælanlegar breytingar urðu á músunum sem teljast ígildi sönnunar á virkni meðferðarinnar. Um leið er kominn grundvöllur fyrir frekari rannsóknum og hefur Heilbrigðisstofnun Bandaríkjanna heitið ríflegum styrk til þess að taka rannsóknina upp á næsta stig. Í því er mikill vonarneisti fólginn fyrir þau börn sem nú kljást við AHC sjúkdóminn. Á Íslandi er ein stúlka, Sunna Valdís Sigurðardóttir, 15 ára, greind með Alternating Hempilegia of Childhood. Foreldrar hennar stofnuðu AHC samtökin á Íslandi árið 2009 sem á ýmsan hátt hafa lagt mikið af mörkum til þeirrar alþjóðlegu vitundarvakningar sem orðið hefur um þennan sjúkdóm. Samtökin framleiddu m.a. heimildarmyndina Human Timebombs (sjá slóð) , sem framleidd hefur verið á tólf tungumálum og er notuð sem kennsluefni í mörgum af stærstu háskólum Evrópu og Bandaríkjanna. Faðir Sunnu Valdísar, Sigurður Hólmar Jóhannesson (undirritaður), er forseti Evrópskra foreldrasamtaka barna með AHC sjúkdóminn og hefur í því hlutverki haldið fjölda fyrirlestra um kynni sín af sjúkdómnum og leitina að meðferðarúrræðum frá því dóttir hans greindist. Höfundur er forseti Evrópskra foreldrasamtaka barna með AHC sjúkdóminn. Rannsóknin var framkvæmd af tólf manna teymi sem var leitt af Arsen S. Hunanyan, rannsakanda við Duke University. Í útdrætti rannsóknarstofustjórans, prófessors Mohamad A. Mikati, sem birtist á IAHCRC (sjá slóð neðar ) segir: Adeno-Associated Virus-Mediated Gene Therapy in the Mashlool, Atp1a3Mashl/+, Mouse Model of Alternating Hemiplegia of Childhood Abstract: Alternating Hemiplegia of Childhood (AHC) is a devastating autosomal dominant disorder caused by ATP1A3 mutations, resulting in severe hemiplegia and dystonia spells, ataxia, debilitating disabilities, and premature death. Here, we determine the effects of delivering an extra copy of the normal gene in a mouse model carrying the most common mutation causing AHC in humans, the D801N mutation. We used an adeno-associated virus serotype 9 (AAV9) vector expressing the human ATP1A3 gene under the control of a human Synapsin promoter. We first demonstrated that intracerebroventricular (ICV) injection of this vector in wild-type mice on postnatal day 10 (P10) results in increases in ouabain-sensitive ATPase activity and in expression of reporter genes in targeted brain regions. We then tested this vector in mutant mice. Simultaneous intracisterna magna and bilateral ICV injections of this vector at P10 resulted, at P40, in reduction of inducible hemiplegia spells, improvement in balance beam test performance, and prolonged survival of treated mutant mice up to P70. Our study demonstrates, as a proof of concept, that gene therapy can induce favorable effects in a disease caused by a mutation of the gene of a protein that is, at the same time, an ATPase enzyme, a pump, and a signal transduction factor. https://www.liebertpub.com/doi/full/10.1089/hum.2020.191 http://www.iahcrc.net/news.html https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/33577387/ https://humantimebombs.com/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Sjá meira
Rannsóknir vísindamanna við hinn virta bandaríska háskóla Duke University benda til þess að langþráð lækning við AHC taugasjúkdóminum kunni að vera í sjónmáli með sérstakri genameðferð. Tilraunir rannsóknarinnar voru gerðar á músum og vekja niðurstöðurnar vonir um að sambærileg genameðferð geti mögulega reynst áhrifarík í meðhöndlun ýmissa annarra genatengdra sjúkdóma, þar á meðal t.d. heilabilunar- og hrörnunarsjúkdóma á borð við Alzheimer og Parkinsons. Ritrýnd grein um rannsóknina var birt á netmiðli vísindaútgáfunnar Human Gene Therapy þann 12. febrúar sl. og er væntanleg í prentútgáfu á næstunni. AHC (Alternating Hempilegia of Childhood) er afar sjaldgæfur og flókinn taugasjúkdómur sem leggst á börn áður en þau ná 18 mánaða aldri. Líkurnar á að fá sjúkdóminn eru um einn á móti milljón og í 70% tilfella er ástæðan stökkbreyting í geni sem ber nafnið ATP1A3. Öll einkenni allra taugasjúkdóma geta birst í AHC sjúkdóminum og má til sanns vegar færa að hvert fórnarlamb hans þjáist í raun af mörgum taugasjúkdómum í senn með öllum þeim skelfilegu einkennum sem því fylgja. Til þessa hefur engin lækning á AHC fundist, hvorki lyfjameðferð né genameðferð. Nú gæti breyting þar á verið í uppsiglingu. Tilraunin var gerð með svokallaðri AAV genameðferð á músum með stökkbreytta ATP1A3 genið. Heilbrigt erfðaefni er sett í vírus sem sprautað er í mænuvökvann. Þaðan fer vírusinn upp í heila þar sem hann „smitar“ heilafrumur með því að sprauta heilbrigða erfðaefninu í heilafrumurnar í þeirri von að genið fari þá að virka eðlilega. Mælanlegar breytingar urðu á músunum sem teljast ígildi sönnunar á virkni meðferðarinnar. Um leið er kominn grundvöllur fyrir frekari rannsóknum og hefur Heilbrigðisstofnun Bandaríkjanna heitið ríflegum styrk til þess að taka rannsóknina upp á næsta stig. Í því er mikill vonarneisti fólginn fyrir þau börn sem nú kljást við AHC sjúkdóminn. Á Íslandi er ein stúlka, Sunna Valdís Sigurðardóttir, 15 ára, greind með Alternating Hempilegia of Childhood. Foreldrar hennar stofnuðu AHC samtökin á Íslandi árið 2009 sem á ýmsan hátt hafa lagt mikið af mörkum til þeirrar alþjóðlegu vitundarvakningar sem orðið hefur um þennan sjúkdóm. Samtökin framleiddu m.a. heimildarmyndina Human Timebombs (sjá slóð) , sem framleidd hefur verið á tólf tungumálum og er notuð sem kennsluefni í mörgum af stærstu háskólum Evrópu og Bandaríkjanna. Faðir Sunnu Valdísar, Sigurður Hólmar Jóhannesson (undirritaður), er forseti Evrópskra foreldrasamtaka barna með AHC sjúkdóminn og hefur í því hlutverki haldið fjölda fyrirlestra um kynni sín af sjúkdómnum og leitina að meðferðarúrræðum frá því dóttir hans greindist. Höfundur er forseti Evrópskra foreldrasamtaka barna með AHC sjúkdóminn. Rannsóknin var framkvæmd af tólf manna teymi sem var leitt af Arsen S. Hunanyan, rannsakanda við Duke University. Í útdrætti rannsóknarstofustjórans, prófessors Mohamad A. Mikati, sem birtist á IAHCRC (sjá slóð neðar ) segir: Adeno-Associated Virus-Mediated Gene Therapy in the Mashlool, Atp1a3Mashl/+, Mouse Model of Alternating Hemiplegia of Childhood Abstract: Alternating Hemiplegia of Childhood (AHC) is a devastating autosomal dominant disorder caused by ATP1A3 mutations, resulting in severe hemiplegia and dystonia spells, ataxia, debilitating disabilities, and premature death. Here, we determine the effects of delivering an extra copy of the normal gene in a mouse model carrying the most common mutation causing AHC in humans, the D801N mutation. We used an adeno-associated virus serotype 9 (AAV9) vector expressing the human ATP1A3 gene under the control of a human Synapsin promoter. We first demonstrated that intracerebroventricular (ICV) injection of this vector in wild-type mice on postnatal day 10 (P10) results in increases in ouabain-sensitive ATPase activity and in expression of reporter genes in targeted brain regions. We then tested this vector in mutant mice. Simultaneous intracisterna magna and bilateral ICV injections of this vector at P10 resulted, at P40, in reduction of inducible hemiplegia spells, improvement in balance beam test performance, and prolonged survival of treated mutant mice up to P70. Our study demonstrates, as a proof of concept, that gene therapy can induce favorable effects in a disease caused by a mutation of the gene of a protein that is, at the same time, an ATPase enzyme, a pump, and a signal transduction factor. https://www.liebertpub.com/doi/full/10.1089/hum.2020.191 http://www.iahcrc.net/news.html https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/33577387/ https://humantimebombs.com/
Abstract: Alternating Hemiplegia of Childhood (AHC) is a devastating autosomal dominant disorder caused by ATP1A3 mutations, resulting in severe hemiplegia and dystonia spells, ataxia, debilitating disabilities, and premature death. Here, we determine the effects of delivering an extra copy of the normal gene in a mouse model carrying the most common mutation causing AHC in humans, the D801N mutation. We used an adeno-associated virus serotype 9 (AAV9) vector expressing the human ATP1A3 gene under the control of a human Synapsin promoter. We first demonstrated that intracerebroventricular (ICV) injection of this vector in wild-type mice on postnatal day 10 (P10) results in increases in ouabain-sensitive ATPase activity and in expression of reporter genes in targeted brain regions. We then tested this vector in mutant mice. Simultaneous intracisterna magna and bilateral ICV injections of this vector at P10 resulted, at P40, in reduction of inducible hemiplegia spells, improvement in balance beam test performance, and prolonged survival of treated mutant mice up to P70. Our study demonstrates, as a proof of concept, that gene therapy can induce favorable effects in a disease caused by a mutation of the gene of a protein that is, at the same time, an ATPase enzyme, a pump, and a signal transduction factor. https://www.liebertpub.com/doi/full/10.1089/hum.2020.191 http://www.iahcrc.net/news.html https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/33577387/ https://humantimebombs.com/
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar