Pau Gasol gengur í raðir Börsunga og stefnir á Ólympíuleikana í Tókýó Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. febrúar 2021 18:30 Gasol lék síðast með Milwaukee Bucks vorið 2019. Hann er nú kominn á heimaslóðir í Katalóníu. Quinn Harris/Getty Images Spænski körfuknattleiksmaðurinn Pau Gasol tilkynnti í dag að hann sé í þann mund að ganga í raðir Barcelona. Hinn fertugi Gasol gerði garðinn frægan með Los Angeles Lakers í NBA-deildinni fyrr á þessari öld. Gasol lék með Börsungum frá árinu 1998 til ársins 2001. Þaðan lá leiðin til Bandaríkjanna þar sem hann lék með Memphis Grizzlies, Los Angeles Lakers, Chicago Bulls, San Antonio Spurs og Milwaukee Bucks á annars mögnuðum ferli. Muy feliz de volver a casa. Força Barça! pic.twitter.com/NtfG3UUssE— Pau Gasol (@paugasol) February 23, 2021 Þekktastur er hann fyrir mögnuð ár með Lakers þar sem hann og Kobe Bryant fóru fyrir liðinu sem varð meistari árin 2009 og 2010. Þess má til gamans geta að yngri bróðir hans, Marc Gasol, leikur með Lakers í dag. Alls lék Gasol eldri sex sinnum í Stjörnuleik NBA-deildarinnar. Var hann einnig valinn nýliði ársins að loknu sínu fyrsta tímabili í deildinni. Gasol hefur einnig verið einkar sigursæll með spænska landsliðinu. Tvívegis hefur liðið farið í úrslit Ólympíuleikanna en tapað og þá nældi liðið í brons árið 2016. Gasol varð heimsmeistari með Spánverjum 2006 ásamt því að hafa unnið EM í körfubolta árin 2009, 2011 og 2015. Hann hefur ekkert spilað síðan samningur hans við Bucks rann út vorið 2019. Gasol hefur verð að glíma við meiðsli undanfarið en er við það að komast í sitt gamla form. Hann mun vera í treyju númer 16 og gildir samningur hans við Barcelona út þetta tímabil. Þá heldur Gasol í vonina um að veraí leikmannahópi Spánar sem tekur þátt á Ólympíuleikunum í Tókýó næsta sumar. La bienvenida de @NikolaMirotic33 a @paugasol pic.twitter.com/O7oQWd5JOR— Barça Basket (@FCBbasket) February 23, 2021 Barcelona er í öðru sæti spænsku úrvalsdeildarinnar með 18 sigra og þrjú töp að loknum 21 leik. Íslensku landsliðsmennirnir Martin Hermannsson, Tryggvi Snær Hlinason og Haukur Helgi Pálsson leika allir með liðum í deildinni. Körfubolti Spænski körfuboltinn Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Leik lokið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Leik lokið: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar hentu næstum því frá sér sigrinum Körfubolti Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Fleiri fréttir „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Leik lokið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Leik lokið: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar hentu næstum því frá sér sigrinum Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Sjá meira
Gasol lék með Börsungum frá árinu 1998 til ársins 2001. Þaðan lá leiðin til Bandaríkjanna þar sem hann lék með Memphis Grizzlies, Los Angeles Lakers, Chicago Bulls, San Antonio Spurs og Milwaukee Bucks á annars mögnuðum ferli. Muy feliz de volver a casa. Força Barça! pic.twitter.com/NtfG3UUssE— Pau Gasol (@paugasol) February 23, 2021 Þekktastur er hann fyrir mögnuð ár með Lakers þar sem hann og Kobe Bryant fóru fyrir liðinu sem varð meistari árin 2009 og 2010. Þess má til gamans geta að yngri bróðir hans, Marc Gasol, leikur með Lakers í dag. Alls lék Gasol eldri sex sinnum í Stjörnuleik NBA-deildarinnar. Var hann einnig valinn nýliði ársins að loknu sínu fyrsta tímabili í deildinni. Gasol hefur einnig verið einkar sigursæll með spænska landsliðinu. Tvívegis hefur liðið farið í úrslit Ólympíuleikanna en tapað og þá nældi liðið í brons árið 2016. Gasol varð heimsmeistari með Spánverjum 2006 ásamt því að hafa unnið EM í körfubolta árin 2009, 2011 og 2015. Hann hefur ekkert spilað síðan samningur hans við Bucks rann út vorið 2019. Gasol hefur verð að glíma við meiðsli undanfarið en er við það að komast í sitt gamla form. Hann mun vera í treyju númer 16 og gildir samningur hans við Barcelona út þetta tímabil. Þá heldur Gasol í vonina um að veraí leikmannahópi Spánar sem tekur þátt á Ólympíuleikunum í Tókýó næsta sumar. La bienvenida de @NikolaMirotic33 a @paugasol pic.twitter.com/O7oQWd5JOR— Barça Basket (@FCBbasket) February 23, 2021 Barcelona er í öðru sæti spænsku úrvalsdeildarinnar með 18 sigra og þrjú töp að loknum 21 leik. Íslensku landsliðsmennirnir Martin Hermannsson, Tryggvi Snær Hlinason og Haukur Helgi Pálsson leika allir með liðum í deildinni.
Körfubolti Spænski körfuboltinn Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Leik lokið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Leik lokið: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar hentu næstum því frá sér sigrinum Körfubolti Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Fleiri fréttir „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Leik lokið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Leik lokið: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar hentu næstum því frá sér sigrinum Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga