Segir lækninn hafa neitað móður hans um meðferð Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 23. febrúar 2021 18:51 Áttræð móðir Sveinbjörns Guðmundssonar leitaði á stofnunina í kjölfar slyss í júní í fyrra. Vísir/Sigurjón Sonur aldraðrar konu sem þurfti að leita læknisaðstoðar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í kjölfar slyss segir að móður sinni hafi hreinlega verið neitað um meðferð af lækni hjá stofnuninni, en sá er grunaður um röð alvarlegra mistaka í störfum sínum með þeim afleiðingum að minnsta kosti einn sjúklingur er látinn. Líkt og fréttastofa greindi frá í gær er læknir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja grunaður um röð alvarlegra mistaka og vanrækslu í störfum sínum. Hann er meðal annars sakaður um að hafa sent fólk á lífslokameðferð án þess að þörf væri á því. Áttræð móðir Sveinbjörns Guðmundssonar leitaði á stofnunina í kjölfar slyss í júní í fyrra. „Henni var illa sinnt hvað varðar verkjastillingu. Hún var lengi sárþjáð og fékk panodíl og það hefur ekkert að segja þegar fólk er brotið og slitið og gigtveikt og verkjað.“ Hann segist ítrekað hafa óskað eftir betri meðferð - án árangurs. „Það voru þarna hjúkkur sem mér fannst vera á mínu bandi og sýndu mínu máli skilning en það virtust allir vera hræddir við þennan lækni, það þorði enginn að segja neitt. Það var hvíslað að manni ýmsu. Þetta situr enn þá í mér.“ Símtalið hvorugum til sóma Hann fékk svo símtal um að móðir hans yrði send heim, áður en hún náði bata. „Svo síðar um daginn þá hringir þessi læknir sem hafði með hana að gera og í raun og veru les mér pistilinn. Og klingdi svo út með því að segja að hún væri bara afskiptur einstæðingur. Þetta símtal, ég segi það alveg eins og er, það var hvorugum okkar til sóma og ég sá mér ekkert annað fært en að kveðja manninn og slíta samtalinu.“ Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur vísað máli læknisins til lögreglu.Vísir/Egill Konan er núna komin á hjúkrunarheimili í Reykjanesbæ. „Þegar hún lagðist þar inn þá var það mikið hjartans mál hjá henni að þessi tiltekni læknir myndi aldrei koma að hennar málum og henni létti mikið þegar henni var sagt að Hrafnista væri með aðra lækna og kannski til að lýsa þessu þá var hún bara með yfirlýsingar um að ég myndi kýla hann kaldan ef hann kæmi. Henni var ekkert vel við þennan mann og ekki mér heldur. Og hann kemur vonandi aldrei nálægt því að lækna aftur fólk.“ Sveinbjörn leitaði til lögmanns en móðir hans var hrædd við viðbrögðin. „Ef stjórn sjúkrahússins hefur einhvern áhuga þá er þeim velkomið að tala við mig, það er kannski hægt að leysa þetta á kannski bara á einfaldan hátt með því að ræða málin og afsökunarbeiðni. Það er líka hægt að leysa þetta fyrir dómstólum.“ Kvaðst ekki hafa nægilega þekkingu á lífslokameðferðum Samkvæmt heimildum fréttastofu bar læknirinn því við að hafa ekki haft nægilega þekkingu á svokölluðum lífslokameðferðum sem hann hafði umsjón með hjá HSS. Maðurinn hafði starfað við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja frá árinu 2018, eða þar til hann lét sjálfur af störfum eftir að athugasemdir bárust um störf hans. Landlæknir rannsakaði málið og er álit embættisins eitt það umfangsmesta sem hefur verið gert og spannar hátt í fimmtíu blaðsíður. Niðurstöðurnar eru afdráttarlausar en þar segir að röð alvarlegra mistaka hafi verið gerð, en þau beinast meðal annars að því að læknirinn hafi sent fólk í líknandi meðferð án þess að þörf væri á því. Hann er ekki lengur með starfsleyfi og hefur ekki viljað tjá sig við fréttastofu vegna málsins. Mál hans er komið á borð lögreglu. Þá hefur heilbrigðisráðherra einnig verið upplýstur um mál læknisins. Heilbrigðismál Reykjanesbær Lögreglumál Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Læknamistök á HSS Tengdar fréttir Læknir grunaður um röð alvarlegra mistaka Fyrrverandi læknir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sætir rannsókn vegna gruns um vanrækslu og röð alvarlegra mistaka sem leiddu til andláts að minnsta kosti eins sjúklings. Málið er á borði lögreglu. 22. febrúar 2021 18:31 Læknirinn nú við störf hjá Landspítala Fyrrverandi læknir sem grunaður er um röð alvarlegra mistaka í störfum sínum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja er nú við störf á Landspítalanum. Hann er ekki með starfsleyfi sem læknir. Kæra hefur verið lögð fram á hendur lækninum og lögreglurannsókn er hafin. 24. febrúar 2021 18:37 Yfirlýsing frá fjölskyldunni: „Síðustu vikurnar voru móður okkar hreint kvalræði“ „Síðustu vikurnar voru móður okkar hreint kvalræði,“ segir í yfirlýsingu frá fjölskyldu konu sem lést í umsjá læknis á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Læknirinn er grunaður um alvarleg mistök í starfi sem hafi leitt til andláts konunnar, líkt og fréttastofa hefur greint ítarlega frá. Fjölskyldan segir lækninn hafa sett móður þeirra á líknandi meðferð, án þess að forsendur væru fyrir því og án þess að upplýsa um meðferðina. Þau vilja að málið verði rannsakað sem manndráp. 24. febrúar 2021 19:28 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Sjá meira
Líkt og fréttastofa greindi frá í gær er læknir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja grunaður um röð alvarlegra mistaka og vanrækslu í störfum sínum. Hann er meðal annars sakaður um að hafa sent fólk á lífslokameðferð án þess að þörf væri á því. Áttræð móðir Sveinbjörns Guðmundssonar leitaði á stofnunina í kjölfar slyss í júní í fyrra. „Henni var illa sinnt hvað varðar verkjastillingu. Hún var lengi sárþjáð og fékk panodíl og það hefur ekkert að segja þegar fólk er brotið og slitið og gigtveikt og verkjað.“ Hann segist ítrekað hafa óskað eftir betri meðferð - án árangurs. „Það voru þarna hjúkkur sem mér fannst vera á mínu bandi og sýndu mínu máli skilning en það virtust allir vera hræddir við þennan lækni, það þorði enginn að segja neitt. Það var hvíslað að manni ýmsu. Þetta situr enn þá í mér.“ Símtalið hvorugum til sóma Hann fékk svo símtal um að móðir hans yrði send heim, áður en hún náði bata. „Svo síðar um daginn þá hringir þessi læknir sem hafði með hana að gera og í raun og veru les mér pistilinn. Og klingdi svo út með því að segja að hún væri bara afskiptur einstæðingur. Þetta símtal, ég segi það alveg eins og er, það var hvorugum okkar til sóma og ég sá mér ekkert annað fært en að kveðja manninn og slíta samtalinu.“ Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur vísað máli læknisins til lögreglu.Vísir/Egill Konan er núna komin á hjúkrunarheimili í Reykjanesbæ. „Þegar hún lagðist þar inn þá var það mikið hjartans mál hjá henni að þessi tiltekni læknir myndi aldrei koma að hennar málum og henni létti mikið þegar henni var sagt að Hrafnista væri með aðra lækna og kannski til að lýsa þessu þá var hún bara með yfirlýsingar um að ég myndi kýla hann kaldan ef hann kæmi. Henni var ekkert vel við þennan mann og ekki mér heldur. Og hann kemur vonandi aldrei nálægt því að lækna aftur fólk.“ Sveinbjörn leitaði til lögmanns en móðir hans var hrædd við viðbrögðin. „Ef stjórn sjúkrahússins hefur einhvern áhuga þá er þeim velkomið að tala við mig, það er kannski hægt að leysa þetta á kannski bara á einfaldan hátt með því að ræða málin og afsökunarbeiðni. Það er líka hægt að leysa þetta fyrir dómstólum.“ Kvaðst ekki hafa nægilega þekkingu á lífslokameðferðum Samkvæmt heimildum fréttastofu bar læknirinn því við að hafa ekki haft nægilega þekkingu á svokölluðum lífslokameðferðum sem hann hafði umsjón með hjá HSS. Maðurinn hafði starfað við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja frá árinu 2018, eða þar til hann lét sjálfur af störfum eftir að athugasemdir bárust um störf hans. Landlæknir rannsakaði málið og er álit embættisins eitt það umfangsmesta sem hefur verið gert og spannar hátt í fimmtíu blaðsíður. Niðurstöðurnar eru afdráttarlausar en þar segir að röð alvarlegra mistaka hafi verið gerð, en þau beinast meðal annars að því að læknirinn hafi sent fólk í líknandi meðferð án þess að þörf væri á því. Hann er ekki lengur með starfsleyfi og hefur ekki viljað tjá sig við fréttastofu vegna málsins. Mál hans er komið á borð lögreglu. Þá hefur heilbrigðisráðherra einnig verið upplýstur um mál læknisins.
Heilbrigðismál Reykjanesbær Lögreglumál Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Læknamistök á HSS Tengdar fréttir Læknir grunaður um röð alvarlegra mistaka Fyrrverandi læknir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sætir rannsókn vegna gruns um vanrækslu og röð alvarlegra mistaka sem leiddu til andláts að minnsta kosti eins sjúklings. Málið er á borði lögreglu. 22. febrúar 2021 18:31 Læknirinn nú við störf hjá Landspítala Fyrrverandi læknir sem grunaður er um röð alvarlegra mistaka í störfum sínum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja er nú við störf á Landspítalanum. Hann er ekki með starfsleyfi sem læknir. Kæra hefur verið lögð fram á hendur lækninum og lögreglurannsókn er hafin. 24. febrúar 2021 18:37 Yfirlýsing frá fjölskyldunni: „Síðustu vikurnar voru móður okkar hreint kvalræði“ „Síðustu vikurnar voru móður okkar hreint kvalræði,“ segir í yfirlýsingu frá fjölskyldu konu sem lést í umsjá læknis á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Læknirinn er grunaður um alvarleg mistök í starfi sem hafi leitt til andláts konunnar, líkt og fréttastofa hefur greint ítarlega frá. Fjölskyldan segir lækninn hafa sett móður þeirra á líknandi meðferð, án þess að forsendur væru fyrir því og án þess að upplýsa um meðferðina. Þau vilja að málið verði rannsakað sem manndráp. 24. febrúar 2021 19:28 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Sjá meira
Læknir grunaður um röð alvarlegra mistaka Fyrrverandi læknir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sætir rannsókn vegna gruns um vanrækslu og röð alvarlegra mistaka sem leiddu til andláts að minnsta kosti eins sjúklings. Málið er á borði lögreglu. 22. febrúar 2021 18:31
Læknirinn nú við störf hjá Landspítala Fyrrverandi læknir sem grunaður er um röð alvarlegra mistaka í störfum sínum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja er nú við störf á Landspítalanum. Hann er ekki með starfsleyfi sem læknir. Kæra hefur verið lögð fram á hendur lækninum og lögreglurannsókn er hafin. 24. febrúar 2021 18:37
Yfirlýsing frá fjölskyldunni: „Síðustu vikurnar voru móður okkar hreint kvalræði“ „Síðustu vikurnar voru móður okkar hreint kvalræði,“ segir í yfirlýsingu frá fjölskyldu konu sem lést í umsjá læknis á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Læknirinn er grunaður um alvarleg mistök í starfi sem hafi leitt til andláts konunnar, líkt og fréttastofa hefur greint ítarlega frá. Fjölskyldan segir lækninn hafa sett móður þeirra á líknandi meðferð, án þess að forsendur væru fyrir því og án þess að upplýsa um meðferðina. Þau vilja að málið verði rannsakað sem manndráp. 24. febrúar 2021 19:28