Ungfrú Ísland Hanna Katrín Friðriksson og Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifa 26. febrúar 2021 08:01 Nýlega birtist grein eftir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra undir heitinu Fröken Reykjavík. Það er ekki á hverjum degi sem ráðherra í ríkisstjórn stingur niður penna til að fjalla um málefni einstakra sveitarfélaga og af þeirri ástæðu var greinin strax áhugaverð. Helsta áhyggjuefni Áslaugar Örnu var að borgin sé undir áhrifum vinstri pólitíkur. Það er dálítið broslegt að dómsmálaráðherra ríkisstjórnar sem Vinstri hreyfingin grænt framboð veitir forystu hafi áhyggjur af því að Reykjavík sé mögulega höll undir vinstri öflin. Væri það raunverulegt áhyggjuefni, ætti Áslaug Arna að láta í sér heyra hvernig stjórnin er á landsvísu. Ráðherrann um heilbrigðismál Í greininni skrifar ráðherra Sjálfstæðisflokksins um valfrelsi í heilbrigðismálum og velferðarmálum. Hún beinir því til Reykjavíkurborgar að hér mætti gera betur. Fátt einkennir samt stefnu ríkisstjórnarflokkanna í heilbrigðismálum sterkar en miðstýring og þörf stjórnvalda til að stýra því algjörlega hvaða þjónusta stendur til boða. Nýjasta dæmið af þessari stefnu er yfirfærsla skimunar fyrir brjóstakrabbameini og leghálskrabbameini til heilsugæslunnar. Við þekkjum hversu ófarsæll sá flutningur hefur verið. Sýni lágu í pappakössum vikum saman, seint og um síðir var samið við stofu í Danmörku um að greina sýnin og læknar lýsa því yfir að stórslys sé í uppsiglingu. En dómsmálaráðherra skrifar grein um áhyggjur sínar af því hvernig stjórnvöld í Reykjavík sinna heilbrigðismálum. Önnur dæmi eru líka þekkt, eins og að Sjálfstæðisflokkurinn telur eðlilegt að greiða þrisvar sinnum hærri kostnað fyrir það að senda sjúklinga til Svíþjóðar í liðskiptaaðgerðir, sem hægt væri að sinna hérlendis. Biðlistar stjórnvalda eru þess valdandi að senda þarf fólk til sjálfstætt starfandi lækna. En vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki stutt það að þessar aðgerðir séu framkvæmdar af sjálfstætt starfandi læknum á Íslandi eru sjúklingar sendir með flugi til útlanda. Hið sama má segja um þá stefnu stjórnvalda að draga úr stuðningi við sjálfstætt starfandi talmeinafræðinga, sjúkraþjálfara og sálfræðinga. En Áslaug, hún vill tala um hver staðan er í borgarstjórninni. Má ekki nefna Borgarlínu? Í greininni var líka rætt um samgöngur. Þar mátti greina sömu feimni við hið raunverulega samtal því í umfjöllun hennar um samgöngur í höfuðborginni og um mikilvægi valfrelsis vakti eiginlega mestu athyglina hvað ekki var sagt. Þar sást aldrei orðið Borgarlína. Hennar var aldrei getið. Hvaða sýn á samgöngur speglar það? Og er það til marks um afstöðu næstu kynslóðar í forystu Sjálfstæðisflokksins, að láta sem Borgarlína sé einfaldlega ekki til? Borgarlínan er komin á fullt skrið. Hugmyndin þar að baki er að koma upp sterku neti af almenningssamgöngum um alla höfuðborgina; að tengja saman alla hluta hennar með aðgengilegum og þægilegum samgöngum. Þennan samgöngumáta þekkjum við flest úr borgum erlendis. Þær einfalda og auðvelda lífið fyrir þau sem velja þann samgöngumáta. Þau sem hafa kynnst þeim og notað þær eiga það sameiginlegt að styðja þessa þróun. Sterkar almenningssamgöngur tryggja fólki og komandi kynslóðum raunverulegt valfrelsi um samgöngumáta. Lykillinn að því að frelsi standi undir nafni er nefnilega að það sé á borði en ekki bara í orði. Í dag er upplifun margra að þau noti bílinn af nauðsyn en ekki af frjálsum vilja. Skrifin reyndar geisla af því sem einkennt hefur nálgun Sjálfstæðismanna um samgöngur í höfuðborginni. Þeir eru eins og leikari sem tekur að sér öll hlutverkin í verkinu. Allt frá því að vera ósátt við að geta ekki keyrt alla leið inn í eldhúsið heima og yfir í að vera rödd nútímans um valfrelsi í samgöngum. Og í lok verksins er það leikhúsgestanna að giska á hver afstaðan er. Það er hins vegar áhugavert að þetta sé nálgun yngri fulltrúa flokksins sem hafa reynt að staðsetja sig með Borgarlínunni. Kannski var ástæðan bara sú að greinin birtist í Mogganum, sem kannanir benda til að nánast enginn undir 50 ára aldri lesi. Afstaða borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins hefur reyndar verið á þessum slóðum. Í sveitarstjórnum á höfuðborgarsvæðinu hafa fulltrúar flokksins verið með Borgarlínunni en í borgarstjórn hafa þeir ýmist verið á móti henni eða setið hjá. Þegar Borgarlína var fyrst borin upp til atkvæða í upphafi kjörtímabils voru sex borgarfulltrúar flokksins á móti en tveir sátu hjá. Það voru hinir yngri. Aðeins einn borgarfulltrúi hefur í raun lýst yfir stuðningi við hugmyndina og framkvæmdina þrátt fyrir að hafa setið hjá, en það er Hildur Björnsdóttir. Andvaka en af röngum ástæðum Margt annað mætti nefna úr greininni, til dæmis áherslur ráðherra um mikilvægi þess að fjölga störfum og gagnrýni á fjármál borgarinnar. Það er athyglisvert í ljósi þess að rekstur ríkisins var þegar orðinn ósjálfbær áður en afleiðingar heimsfaraldurs skullu á þjóðina. Og ráðherrar ríkisstjórnarinnar létu varnaðarorð sérfræðinga sem vind um eyru þjóta. Hvað varðar fjármál stærsta sveitarfélags landsins þá liggur fyrir að Reykjavík er það sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu sem hefur lægsta skuldahlutfallið miðað við þann hluta rekstrarins sem fjármagnaður er með skattfé. Það er því kannski hægt að segja greinarhöfundi til uppörvunar og huggunar, að ráðherra í ríkisstjórn undir forystu VG ætti ekki að þurfa að liggja andvaka yfir stöðu mála í höfuðborginni. Borgin er í góðum höndum. Það eru nærtækari og háværari viðvörunarbjöllur sem ættu að kalla á athygli hennar. Stundum reynir fólk að forðast óþægileg umræðuefni með því að skamma einhvern annan en þann sem raunverulega á skilið tiltal. Er það kannski þannig að það sem Áslaug Arna vill segja um landsmálin en treystir sér ekki til, það yfirfærir hún á höfuðborgina? Höfundar eru þingmenn Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Viðreisn Borgarlína Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Nýlega birtist grein eftir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra undir heitinu Fröken Reykjavík. Það er ekki á hverjum degi sem ráðherra í ríkisstjórn stingur niður penna til að fjalla um málefni einstakra sveitarfélaga og af þeirri ástæðu var greinin strax áhugaverð. Helsta áhyggjuefni Áslaugar Örnu var að borgin sé undir áhrifum vinstri pólitíkur. Það er dálítið broslegt að dómsmálaráðherra ríkisstjórnar sem Vinstri hreyfingin grænt framboð veitir forystu hafi áhyggjur af því að Reykjavík sé mögulega höll undir vinstri öflin. Væri það raunverulegt áhyggjuefni, ætti Áslaug Arna að láta í sér heyra hvernig stjórnin er á landsvísu. Ráðherrann um heilbrigðismál Í greininni skrifar ráðherra Sjálfstæðisflokksins um valfrelsi í heilbrigðismálum og velferðarmálum. Hún beinir því til Reykjavíkurborgar að hér mætti gera betur. Fátt einkennir samt stefnu ríkisstjórnarflokkanna í heilbrigðismálum sterkar en miðstýring og þörf stjórnvalda til að stýra því algjörlega hvaða þjónusta stendur til boða. Nýjasta dæmið af þessari stefnu er yfirfærsla skimunar fyrir brjóstakrabbameini og leghálskrabbameini til heilsugæslunnar. Við þekkjum hversu ófarsæll sá flutningur hefur verið. Sýni lágu í pappakössum vikum saman, seint og um síðir var samið við stofu í Danmörku um að greina sýnin og læknar lýsa því yfir að stórslys sé í uppsiglingu. En dómsmálaráðherra skrifar grein um áhyggjur sínar af því hvernig stjórnvöld í Reykjavík sinna heilbrigðismálum. Önnur dæmi eru líka þekkt, eins og að Sjálfstæðisflokkurinn telur eðlilegt að greiða þrisvar sinnum hærri kostnað fyrir það að senda sjúklinga til Svíþjóðar í liðskiptaaðgerðir, sem hægt væri að sinna hérlendis. Biðlistar stjórnvalda eru þess valdandi að senda þarf fólk til sjálfstætt starfandi lækna. En vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki stutt það að þessar aðgerðir séu framkvæmdar af sjálfstætt starfandi læknum á Íslandi eru sjúklingar sendir með flugi til útlanda. Hið sama má segja um þá stefnu stjórnvalda að draga úr stuðningi við sjálfstætt starfandi talmeinafræðinga, sjúkraþjálfara og sálfræðinga. En Áslaug, hún vill tala um hver staðan er í borgarstjórninni. Má ekki nefna Borgarlínu? Í greininni var líka rætt um samgöngur. Þar mátti greina sömu feimni við hið raunverulega samtal því í umfjöllun hennar um samgöngur í höfuðborginni og um mikilvægi valfrelsis vakti eiginlega mestu athyglina hvað ekki var sagt. Þar sást aldrei orðið Borgarlína. Hennar var aldrei getið. Hvaða sýn á samgöngur speglar það? Og er það til marks um afstöðu næstu kynslóðar í forystu Sjálfstæðisflokksins, að láta sem Borgarlína sé einfaldlega ekki til? Borgarlínan er komin á fullt skrið. Hugmyndin þar að baki er að koma upp sterku neti af almenningssamgöngum um alla höfuðborgina; að tengja saman alla hluta hennar með aðgengilegum og þægilegum samgöngum. Þennan samgöngumáta þekkjum við flest úr borgum erlendis. Þær einfalda og auðvelda lífið fyrir þau sem velja þann samgöngumáta. Þau sem hafa kynnst þeim og notað þær eiga það sameiginlegt að styðja þessa þróun. Sterkar almenningssamgöngur tryggja fólki og komandi kynslóðum raunverulegt valfrelsi um samgöngumáta. Lykillinn að því að frelsi standi undir nafni er nefnilega að það sé á borði en ekki bara í orði. Í dag er upplifun margra að þau noti bílinn af nauðsyn en ekki af frjálsum vilja. Skrifin reyndar geisla af því sem einkennt hefur nálgun Sjálfstæðismanna um samgöngur í höfuðborginni. Þeir eru eins og leikari sem tekur að sér öll hlutverkin í verkinu. Allt frá því að vera ósátt við að geta ekki keyrt alla leið inn í eldhúsið heima og yfir í að vera rödd nútímans um valfrelsi í samgöngum. Og í lok verksins er það leikhúsgestanna að giska á hver afstaðan er. Það er hins vegar áhugavert að þetta sé nálgun yngri fulltrúa flokksins sem hafa reynt að staðsetja sig með Borgarlínunni. Kannski var ástæðan bara sú að greinin birtist í Mogganum, sem kannanir benda til að nánast enginn undir 50 ára aldri lesi. Afstaða borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins hefur reyndar verið á þessum slóðum. Í sveitarstjórnum á höfuðborgarsvæðinu hafa fulltrúar flokksins verið með Borgarlínunni en í borgarstjórn hafa þeir ýmist verið á móti henni eða setið hjá. Þegar Borgarlína var fyrst borin upp til atkvæða í upphafi kjörtímabils voru sex borgarfulltrúar flokksins á móti en tveir sátu hjá. Það voru hinir yngri. Aðeins einn borgarfulltrúi hefur í raun lýst yfir stuðningi við hugmyndina og framkvæmdina þrátt fyrir að hafa setið hjá, en það er Hildur Björnsdóttir. Andvaka en af röngum ástæðum Margt annað mætti nefna úr greininni, til dæmis áherslur ráðherra um mikilvægi þess að fjölga störfum og gagnrýni á fjármál borgarinnar. Það er athyglisvert í ljósi þess að rekstur ríkisins var þegar orðinn ósjálfbær áður en afleiðingar heimsfaraldurs skullu á þjóðina. Og ráðherrar ríkisstjórnarinnar létu varnaðarorð sérfræðinga sem vind um eyru þjóta. Hvað varðar fjármál stærsta sveitarfélags landsins þá liggur fyrir að Reykjavík er það sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu sem hefur lægsta skuldahlutfallið miðað við þann hluta rekstrarins sem fjármagnaður er með skattfé. Það er því kannski hægt að segja greinarhöfundi til uppörvunar og huggunar, að ráðherra í ríkisstjórn undir forystu VG ætti ekki að þurfa að liggja andvaka yfir stöðu mála í höfuðborginni. Borgin er í góðum höndum. Það eru nærtækari og háværari viðvörunarbjöllur sem ættu að kalla á athygli hennar. Stundum reynir fólk að forðast óþægileg umræðuefni með því að skamma einhvern annan en þann sem raunverulega á skilið tiltal. Er það kannski þannig að það sem Áslaug Arna vill segja um landsmálin en treystir sér ekki til, það yfirfærir hún á höfuðborgina? Höfundar eru þingmenn Viðreisnar í Reykjavík.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun