Staða sjúkraþjálfara og talmeinafræðinga Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 25. febrúar 2021 17:45 Í dag 25. febrúar 2021 fór fram á Alþingi umræða um um stöðu sjúkraþjálfara og talmeinafræðinga. Við þingmenn sem sitjum í velferðarnefnd Alþingis fengum fulltrúa þessara aðila til okkar á fund í vikunni og lýstu þau fyrir okkur frekar dökkri mynd, sérstaklega þegar verið var að ræða samskipti við Sjúkratryggingar Íslands, sem við daglega sjáum sem mikilvæga stofnun sem m.a. er ætlað að tryggja aðgengi og gæði þjónustu óháð efnahag. Núna horfum við upp á vaxandi vanda, biðlistar lengjast og reglugerðum er breytt til mikils óhagræðis bæði fyrir þjónustuveitendur og þiggjendur nauðsynlegrar þjónustu. Til að nefna eitt dæmi má benda á að nú nýverið var aflögð bráðameðferð þar sem einstaklingar höfðu tækifæri til þess að sækja tíma hjá sjúkraþjálfara án tilvísunar frá heimilislækni. Þetta fyrirkomulag var vel nýtt en nú er búið að afleggja þetta þannig að nú hefur álag á heilsugæsluna aukist og nóg var nú fyrir. Það er merkilegt að hafa inni ákvæði að sjúkraþjálfarar eigi að hafa tveggja ára starfreynslu í 80% starfshlutfalli hið minnsta hjá hinu opinbera til að komast á samning hjá Sjúkratryggingum Íslands. Það þýðir að sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar eiga enga von og þetta bitnar mest á minni stöðum á landsbyggðinni. Svar heilbrigðisráðherra við þessu var að nú væri búið að setja á stofn þverfagleg endurhæfingarteymi við heilsugæslurnar í landinu og það er gott en það breytir ekki því að íbúar á landsbyggðinni hafa ekki val um meðferðaraðila meðan að íbúar höfuðborgarsvæðisins hafa það val. Þeir geta áfram sótt endurhæfingu eða forvarnir til sjúkraþjálfara í einkarekstri. Það er mikilvægt að halda því til haga að einkarekstur er hluti af opinbera kerfinu svo framarlega sem Sjúkratryggingar Íslands semji við viðkomandi aðila. Þar stendur hnífurinn í kúnni, illa tekst að semja, Sjúkratryggingar Íslands herða skrúfuna, eins og er búum við við tvöfalt kerfi, kerfi sem búið var til og hannað af núverandi heilbrigðisráðherra, ábyrgðin er ráðherrans, nægir þar að nefna liðskiptaaðgerðir, sögu sem flestir þekkja því miður. Auk þessa snéri umræða dagsins að stöðu talmeinafræðinga, sömu kvaðir blasa við og enn og aftur er landsbyggðin undir, sérstaklega minni staðir. Nefndi ráðherra að Sjúkratryggingar Íslands væru að huga að fyrirtækjasamningum við talmeinafræðinga þannig að samið væri við einstaka fræðinga. Einnig nefndi heilbrigðisráðherra starfshóp sem mun skila tillögum fljótlega þar sem sérstaklega verði fjallað um stöðu landsbyggðarinnar og að möguleikar fjarheilbirgðisþjónustu hefði verið nefndur í því sambandi. Þessi svör ráðherra benda til algerrar uppgjafar, í stað þess að afnema kvaðirnar verður flækjustigið aukið. Það er sannað að snemmtæk íhlutun skiptir máli, við erum að ræða börn og því sætir það furðu að slíkar girðingar séu settar upp sem gera ekkert annað en að auka vandann auka biðina og vonleysið. Gjáin mun stækka milli landsbyggðar og höfuðborgar ef ekki næst að vinda ofan af þessum áformum. Fólk mun hugsa sig tvisvar um hvar það kýs að búa ef viðunnandi þjónusta er ekki fyrir hendi, þetta eru þeir hlutir sem skipta fólk máli og ráðherra ber að hlusta. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Kolbrún Árnadóttir Skoðun: Kosningar 2021 Miðflokkurinn Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag 25. febrúar 2021 fór fram á Alþingi umræða um um stöðu sjúkraþjálfara og talmeinafræðinga. Við þingmenn sem sitjum í velferðarnefnd Alþingis fengum fulltrúa þessara aðila til okkar á fund í vikunni og lýstu þau fyrir okkur frekar dökkri mynd, sérstaklega þegar verið var að ræða samskipti við Sjúkratryggingar Íslands, sem við daglega sjáum sem mikilvæga stofnun sem m.a. er ætlað að tryggja aðgengi og gæði þjónustu óháð efnahag. Núna horfum við upp á vaxandi vanda, biðlistar lengjast og reglugerðum er breytt til mikils óhagræðis bæði fyrir þjónustuveitendur og þiggjendur nauðsynlegrar þjónustu. Til að nefna eitt dæmi má benda á að nú nýverið var aflögð bráðameðferð þar sem einstaklingar höfðu tækifæri til þess að sækja tíma hjá sjúkraþjálfara án tilvísunar frá heimilislækni. Þetta fyrirkomulag var vel nýtt en nú er búið að afleggja þetta þannig að nú hefur álag á heilsugæsluna aukist og nóg var nú fyrir. Það er merkilegt að hafa inni ákvæði að sjúkraþjálfarar eigi að hafa tveggja ára starfreynslu í 80% starfshlutfalli hið minnsta hjá hinu opinbera til að komast á samning hjá Sjúkratryggingum Íslands. Það þýðir að sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar eiga enga von og þetta bitnar mest á minni stöðum á landsbyggðinni. Svar heilbrigðisráðherra við þessu var að nú væri búið að setja á stofn þverfagleg endurhæfingarteymi við heilsugæslurnar í landinu og það er gott en það breytir ekki því að íbúar á landsbyggðinni hafa ekki val um meðferðaraðila meðan að íbúar höfuðborgarsvæðisins hafa það val. Þeir geta áfram sótt endurhæfingu eða forvarnir til sjúkraþjálfara í einkarekstri. Það er mikilvægt að halda því til haga að einkarekstur er hluti af opinbera kerfinu svo framarlega sem Sjúkratryggingar Íslands semji við viðkomandi aðila. Þar stendur hnífurinn í kúnni, illa tekst að semja, Sjúkratryggingar Íslands herða skrúfuna, eins og er búum við við tvöfalt kerfi, kerfi sem búið var til og hannað af núverandi heilbrigðisráðherra, ábyrgðin er ráðherrans, nægir þar að nefna liðskiptaaðgerðir, sögu sem flestir þekkja því miður. Auk þessa snéri umræða dagsins að stöðu talmeinafræðinga, sömu kvaðir blasa við og enn og aftur er landsbyggðin undir, sérstaklega minni staðir. Nefndi ráðherra að Sjúkratryggingar Íslands væru að huga að fyrirtækjasamningum við talmeinafræðinga þannig að samið væri við einstaka fræðinga. Einnig nefndi heilbrigðisráðherra starfshóp sem mun skila tillögum fljótlega þar sem sérstaklega verði fjallað um stöðu landsbyggðarinnar og að möguleikar fjarheilbirgðisþjónustu hefði verið nefndur í því sambandi. Þessi svör ráðherra benda til algerrar uppgjafar, í stað þess að afnema kvaðirnar verður flækjustigið aukið. Það er sannað að snemmtæk íhlutun skiptir máli, við erum að ræða börn og því sætir það furðu að slíkar girðingar séu settar upp sem gera ekkert annað en að auka vandann auka biðina og vonleysið. Gjáin mun stækka milli landsbyggðar og höfuðborgar ef ekki næst að vinda ofan af þessum áformum. Fólk mun hugsa sig tvisvar um hvar það kýs að búa ef viðunnandi þjónusta er ekki fyrir hendi, þetta eru þeir hlutir sem skipta fólk máli og ráðherra ber að hlusta. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar