Úrskurður um upplýsingar KPMG um Samherja aftur í hérað Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. febrúar 2021 18:00 Samherji hafði áður reynt að fá úrskurðinn felldan úr gildi. Vísir/Egill Landsréttur felldi í dag úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur frá 4. desember á síðasta ári um að endurskoðunarfyrirtækinu KPMG bæri að afhenda héraðssaksóknara gögn í sinni vörslu um þjónustu við útgerðarfyrirtækið Samherja. KPMG átti aðild að málinu en Samherji hafði áður reynt að fá úrskurðinn felldan úr gildi. Landsréttur fjallaði áður um málið í lok janúar síðastliðins, en þá var talið að Samherja hf. og Samherja Holding ehf. skorti heimild til að kæra úrskurð héraðsdóms. „Í því máli var upplýst, og hefur það verið staðfest að nýju hér fyrir rétti, að rannsóknargögn lágu ekki frammi við fyrirtöku málsins en samkvæmt 1. mgr. 103. gr. laga nr. 88/2008 skulu kröfu fylgja þau gögn sem hún styðst við,“ segir í úrskurðinum sem Landsréttur kvað upp í dag. Í úrskurði Landsréttar kemur fram að fyrir héraðsdómi hafi ekki legið fyrir nauðsynleg gögn til að tekin yrði afstaða til kröfu héraðssaksóknara um að KPMG afhenti umrædd gögn. Héraðsdómara hefði verið rétt að krefja saksóknaraembættið um gögnin áður en krafan yrði tekin til meðferðar, svo hægt væri að ganga úr skugga um hvort lagaskilyrði í málinu væru uppfyllt. „Samkvæmt framanrituðu var meðferð málsins í héraði svo áfátt að óhjákvæmilegt er að ómerkja hinn kærða úrskurð og leggja fyrir héraðsdómara að taka málið til meðferðar að nýju,“ segir í úrskurði Landsréttar. Vísir fjallaði ítarlega um málið fyrr í þessum mánuði, eftir að bæði Landsréttur og Hæstiréttur vísuðu kærum Samherja vegna úrskurðarins frá dómi. Dómsmál Samherjaskjölin Tengdar fréttir Sjö stærstu útgerðirnar greiddu einn tíunda af samanlögðum rekstrarhagnaði í veiðigjöld Sjö stærstu útgerðir landsins greiða eigendum sínum margfalt meira í arð en þær greiða í veiðigjöld, sem eru innan við einn tíundi af samanlögðum rekstrarhagnaði fyrirtækjanna. 10. febrúar 2021 21:21 Saksóknari fær gögn KPMG um Samherja eftir allt saman Hæstiréttur hefur vísað frá kæru útgerðarfélagsins Samherja sem barist hefur fyrir dómstólum gegn því að endurskoðunarfyrirtækið KMPG þurfi að afhenda héraðssaksóknara gögn varðandi bókhald og reikningsskil Samherja hf og Samherja holding undanfarinn áratug. 10. febrúar 2021 16:18 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Sjá meira
Landsréttur fjallaði áður um málið í lok janúar síðastliðins, en þá var talið að Samherja hf. og Samherja Holding ehf. skorti heimild til að kæra úrskurð héraðsdóms. „Í því máli var upplýst, og hefur það verið staðfest að nýju hér fyrir rétti, að rannsóknargögn lágu ekki frammi við fyrirtöku málsins en samkvæmt 1. mgr. 103. gr. laga nr. 88/2008 skulu kröfu fylgja þau gögn sem hún styðst við,“ segir í úrskurðinum sem Landsréttur kvað upp í dag. Í úrskurði Landsréttar kemur fram að fyrir héraðsdómi hafi ekki legið fyrir nauðsynleg gögn til að tekin yrði afstaða til kröfu héraðssaksóknara um að KPMG afhenti umrædd gögn. Héraðsdómara hefði verið rétt að krefja saksóknaraembættið um gögnin áður en krafan yrði tekin til meðferðar, svo hægt væri að ganga úr skugga um hvort lagaskilyrði í málinu væru uppfyllt. „Samkvæmt framanrituðu var meðferð málsins í héraði svo áfátt að óhjákvæmilegt er að ómerkja hinn kærða úrskurð og leggja fyrir héraðsdómara að taka málið til meðferðar að nýju,“ segir í úrskurði Landsréttar. Vísir fjallaði ítarlega um málið fyrr í þessum mánuði, eftir að bæði Landsréttur og Hæstiréttur vísuðu kærum Samherja vegna úrskurðarins frá dómi.
Dómsmál Samherjaskjölin Tengdar fréttir Sjö stærstu útgerðirnar greiddu einn tíunda af samanlögðum rekstrarhagnaði í veiðigjöld Sjö stærstu útgerðir landsins greiða eigendum sínum margfalt meira í arð en þær greiða í veiðigjöld, sem eru innan við einn tíundi af samanlögðum rekstrarhagnaði fyrirtækjanna. 10. febrúar 2021 21:21 Saksóknari fær gögn KPMG um Samherja eftir allt saman Hæstiréttur hefur vísað frá kæru útgerðarfélagsins Samherja sem barist hefur fyrir dómstólum gegn því að endurskoðunarfyrirtækið KMPG þurfi að afhenda héraðssaksóknara gögn varðandi bókhald og reikningsskil Samherja hf og Samherja holding undanfarinn áratug. 10. febrúar 2021 16:18 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Sjá meira
Sjö stærstu útgerðirnar greiddu einn tíunda af samanlögðum rekstrarhagnaði í veiðigjöld Sjö stærstu útgerðir landsins greiða eigendum sínum margfalt meira í arð en þær greiða í veiðigjöld, sem eru innan við einn tíundi af samanlögðum rekstrarhagnaði fyrirtækjanna. 10. febrúar 2021 21:21
Saksóknari fær gögn KPMG um Samherja eftir allt saman Hæstiréttur hefur vísað frá kæru útgerðarfélagsins Samherja sem barist hefur fyrir dómstólum gegn því að endurskoðunarfyrirtækið KMPG þurfi að afhenda héraðssaksóknara gögn varðandi bókhald og reikningsskil Samherja hf og Samherja holding undanfarinn áratug. 10. febrúar 2021 16:18