„Einboðið að næðu þessir flokkar meirihluta að þeir haldi áfram“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. febrúar 2021 18:20 Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna, og Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ræddu ríkisstjórnarsamstarfið í Víglínunni í dag. Vísir/Einar „Mér finnst alveg einboðið að næðu þessir flokkar meirihluta í næstu kosningum, þá hlýtur að vera fyrsti kostur að þeir haldi áfram. Þetta stjórnarsamstarf hefur verið í öllum aðalatriðum afskaplega gæfusamt,“ sagði Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í Víglínunni í dag. Stjórnarþingmennirnir Páll Magnússon og Ólafur Þór Gunnarsson ræddu ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknar í Víglínunni. Þeir sögðu stjórnarsamstarfið hafa reynst afar gæfuríkt og það sæist í þeim stuðningin sem stjórnin nýtur í fylgiskönnunum. Nái flokkarnir meirihluta í kosningum ættu þeir að mati Páls að stefna að áframhaldandi samstarfi. „Ég held að í öllum aðalatriðum hafi þetta ríkisstjórnarsamband tekist alveg mjög vel upp. Furðuvel myndu margir segja miðað við það hvaða flokkar lögðu upp í það,“ segir Páll Magnússon. Segja ríkisstjórnarsamstarfið hafa verið farsælt Páll segir að málinu samkvæmt gæti hann rekið ýmislegt sem hann hafi ekki verið sammála Vinstri grænum og Framsóknarflokknum í einstaka málum en að í aðalatriðum hafi ríkisstjórnarsamstarfið gengið vonum framar. „Við höfum náð mjög langt með þann málefnasáttmála sem við fórum af stað með. Eðlilega er ágreiningur milli flokkanna í mörgum málefnum, enda eru þeir um allt rófið í stjórnmálum. En þrátt fyrir þetta hefur þetta tekist ágætlega,“ segir Ólafur Þór. Páll segir það liggja í hlutarins eðli að nái núverandi stjórnarflokkar meirihluta að nýju í næstu Alþingiskosningum eftir þetta „ekki hnökralausa en farsæla samstarf“ hljóti þeir að taka þann kost fyrstan að halda áfram þessu stjórnarsamstarfi. Alþingiskosningar 2021 Víglínan Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Alþingi Tengdar fréttir Mögulegt framhaldslíf ríkisstjórnarinnar rætt í Víglínunni Allt bendir til að ríkisstjórn þriggja flokka í forsæti Katrínar Jakobsdóttur lifi af kjörtímabilið fram að kosningum til Alþingis hinn 25. september. Hins vegar liggur ekki fyrir hvort stjórnarflokkarnir haldi áfram stjórnarsamstarfinu fái þeir til þess meirihluta. Flokkarnir eru farnir að undirbúa val á framboðslista og þar gæti víða dregið til tíðinda. 28. febrúar 2021 16:31 Líklegra að ríkisstjórnin haldi ef minni flokkar ná ekki manni inn Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og forseti stjórnmálafræðideildar, telur að sitjandi ríkisstjórn muni halda samstarfi áfram eftir kosningar, haldi flokkarnir þrír meirihluta. Ef litlir flokkar nái ekki manni inn séu auknar líkur á því að ríkisstjórnin haldi meirihluta. 23. febrúar 2021 00:17 Allir vilja komast á Alþingi Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir ómögulegt að spá fyrir um hvernig fer í slag um efsta sæti á lista Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs á Suðurlandi. 22. febrúar 2021 14:05 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Sjá meira
Stjórnarþingmennirnir Páll Magnússon og Ólafur Þór Gunnarsson ræddu ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknar í Víglínunni. Þeir sögðu stjórnarsamstarfið hafa reynst afar gæfuríkt og það sæist í þeim stuðningin sem stjórnin nýtur í fylgiskönnunum. Nái flokkarnir meirihluta í kosningum ættu þeir að mati Páls að stefna að áframhaldandi samstarfi. „Ég held að í öllum aðalatriðum hafi þetta ríkisstjórnarsamband tekist alveg mjög vel upp. Furðuvel myndu margir segja miðað við það hvaða flokkar lögðu upp í það,“ segir Páll Magnússon. Segja ríkisstjórnarsamstarfið hafa verið farsælt Páll segir að málinu samkvæmt gæti hann rekið ýmislegt sem hann hafi ekki verið sammála Vinstri grænum og Framsóknarflokknum í einstaka málum en að í aðalatriðum hafi ríkisstjórnarsamstarfið gengið vonum framar. „Við höfum náð mjög langt með þann málefnasáttmála sem við fórum af stað með. Eðlilega er ágreiningur milli flokkanna í mörgum málefnum, enda eru þeir um allt rófið í stjórnmálum. En þrátt fyrir þetta hefur þetta tekist ágætlega,“ segir Ólafur Þór. Páll segir það liggja í hlutarins eðli að nái núverandi stjórnarflokkar meirihluta að nýju í næstu Alþingiskosningum eftir þetta „ekki hnökralausa en farsæla samstarf“ hljóti þeir að taka þann kost fyrstan að halda áfram þessu stjórnarsamstarfi.
Alþingiskosningar 2021 Víglínan Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Alþingi Tengdar fréttir Mögulegt framhaldslíf ríkisstjórnarinnar rætt í Víglínunni Allt bendir til að ríkisstjórn þriggja flokka í forsæti Katrínar Jakobsdóttur lifi af kjörtímabilið fram að kosningum til Alþingis hinn 25. september. Hins vegar liggur ekki fyrir hvort stjórnarflokkarnir haldi áfram stjórnarsamstarfinu fái þeir til þess meirihluta. Flokkarnir eru farnir að undirbúa val á framboðslista og þar gæti víða dregið til tíðinda. 28. febrúar 2021 16:31 Líklegra að ríkisstjórnin haldi ef minni flokkar ná ekki manni inn Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og forseti stjórnmálafræðideildar, telur að sitjandi ríkisstjórn muni halda samstarfi áfram eftir kosningar, haldi flokkarnir þrír meirihluta. Ef litlir flokkar nái ekki manni inn séu auknar líkur á því að ríkisstjórnin haldi meirihluta. 23. febrúar 2021 00:17 Allir vilja komast á Alþingi Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir ómögulegt að spá fyrir um hvernig fer í slag um efsta sæti á lista Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs á Suðurlandi. 22. febrúar 2021 14:05 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Sjá meira
Mögulegt framhaldslíf ríkisstjórnarinnar rætt í Víglínunni Allt bendir til að ríkisstjórn þriggja flokka í forsæti Katrínar Jakobsdóttur lifi af kjörtímabilið fram að kosningum til Alþingis hinn 25. september. Hins vegar liggur ekki fyrir hvort stjórnarflokkarnir haldi áfram stjórnarsamstarfinu fái þeir til þess meirihluta. Flokkarnir eru farnir að undirbúa val á framboðslista og þar gæti víða dregið til tíðinda. 28. febrúar 2021 16:31
Líklegra að ríkisstjórnin haldi ef minni flokkar ná ekki manni inn Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og forseti stjórnmálafræðideildar, telur að sitjandi ríkisstjórn muni halda samstarfi áfram eftir kosningar, haldi flokkarnir þrír meirihluta. Ef litlir flokkar nái ekki manni inn séu auknar líkur á því að ríkisstjórnin haldi meirihluta. 23. febrúar 2021 00:17
Allir vilja komast á Alþingi Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir ómögulegt að spá fyrir um hvernig fer í slag um efsta sæti á lista Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs á Suðurlandi. 22. febrúar 2021 14:05