Kristín, Víðir og Þorvaldur í Pallborðinu á Vísi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. mars 2021 14:30 Allt klárt fyrir Pallborðið á Vísi. Vísir/Vilhelm Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands, Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnasviðs ríkislögreglustjóra og Þorvaldur Þórðarson eldfjallasérfræðingur mæta í Pallborðið á Vísi klukkan þrjú í dag og ræða jarðskjálftahrinuna á Reykjanesi. Horfa má á Pallborðið í beinni útsendingu hér fyrir neðan og í beinni textalýsingu neðst í fréttinni. Þá mæta einnig þær Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands og Elfa Dögg Leifsdóttir, teymisstjóri heilbrigðisverkefna og sálfræðingur hjá Rauða krossi Íslands, til þess að ræða jarðskjálftahrinuna. Viðvarandi skjálftavirkni hefur verið á svæðinu við Fagradalsfjall, Keili og Trölladyngju síðustu daga og í nótt hafa nokkrir skjálftar mælst stærri en fjórir. Jarðskjálftavirknin á Reykjanesi og möguleg eldsumbrot hafa haft mikil áhrif á þjóðfélagið. Engin merki sjást um gosóróa en sérfræðingar munu fara um svæðið í dag til þess að mæla í sprungum. Vísindaráð almannavarna greindi frá því í gær að líklegasta skýring jarðskjálftavirkninnar á Reykjanesi vera að kvikugangur sé að myndast undir svæðinu. Gervihnattamyndir sýna meiri færslu á landinu en áður var vitað. Talið er að kvikuinnskotið sé undir Fagradalsfjalli. Almenningi gefst kostur á að senda spurningar í þáttinn í gegnum netfangið ritstjorn@visir.is og við beinu útsendinguna á Facebook-síðu Vísis. Horfa má á Pallborðið í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísir, á Facebook eða í spilaranum hér fyrir ofan og einnig fylgjast með í beinni textalýsingu hér fyrir neðan.
Þá mæta einnig þær Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands og Elfa Dögg Leifsdóttir, teymisstjóri heilbrigðisverkefna og sálfræðingur hjá Rauða krossi Íslands, til þess að ræða jarðskjálftahrinuna. Viðvarandi skjálftavirkni hefur verið á svæðinu við Fagradalsfjall, Keili og Trölladyngju síðustu daga og í nótt hafa nokkrir skjálftar mælst stærri en fjórir. Jarðskjálftavirknin á Reykjanesi og möguleg eldsumbrot hafa haft mikil áhrif á þjóðfélagið. Engin merki sjást um gosóróa en sérfræðingar munu fara um svæðið í dag til þess að mæla í sprungum. Vísindaráð almannavarna greindi frá því í gær að líklegasta skýring jarðskjálftavirkninnar á Reykjanesi vera að kvikugangur sé að myndast undir svæðinu. Gervihnattamyndir sýna meiri færslu á landinu en áður var vitað. Talið er að kvikuinnskotið sé undir Fagradalsfjalli. Almenningi gefst kostur á að senda spurningar í þáttinn í gegnum netfangið ritstjorn@visir.is og við beinu útsendinguna á Facebook-síðu Vísis. Horfa má á Pallborðið í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísir, á Facebook eða í spilaranum hér fyrir ofan og einnig fylgjast með í beinni textalýsingu hér fyrir neðan.
Pallborðið Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira