Karlrembukveðja á vegg þjálfarans blasti við í sjónvarpsviðtali Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. mars 2021 09:30 Hér má sjá þennan bol fyrir aftan Vegard Forren sem hneykslaði skiljanlega svo marga. Skjámynd/TV2 Norðmenn eru mjög hneykslaðir á forráðamönnum knattspyrnufélagsins Brann vegna skilaboða sem norska þjóðin fékk í gegnum sjónvarpið með morgunmatnum sínum. Fjarviðtölin geta opinberað ýmislegt sem kemur vanalega ekki fyrir sjónir almennings og þannig var það í sjónvarpsviðtali við Vegard Forren, leikmann Brann í Noregi. Varnarmaðurinn Vegard Forren var í viðtali í þættinum „God Morgen Norge“ eða „Góðan daginn Noregur“ á íslensku. Forren var þarna að tala um reynslu sína af því að vera veðmálafíkill. Það var þó ekki viðtalið sjálft sem vakti mesta athygli í Noregi. Brann hefur fengið á sig mikla gagnrýni vegna áletrunnar á bol sem sást greinilega á bak við Vegard Forren. Brann får flengende kritikk for kvinnenedsettende t-skjorte https://t.co/gfbQIVff7B #2fx— TV 2 Sporten (@2sporten) March 2, 2021 Viðtalið var á Teams og tekið upp á skrifstofu markmannsþjálfarans Dan Riisnes. Á veggnum á skrifstofu var bolur með áletrun sem fór mjög fyrir hjartað á þeim sem tóku eftir honum. Á bolnum stóð: Kvennafótbolti, hvað er það? Það er ekki fótbolti og það eru ekki konur. Að sjálfsögðu eru hörðustu viðbrögðin frá kvennafótboltanum í Noregi. Mette Hammersland, þjálfari Sandviken, er ein af þeim sem var mjög reið. „Þetta er eitt það versta sem ég séð. Þetta er algjörlega vonlaust dæmi. Þarna er tvöföld neikvæðni. Annað að þetta sé ekki fótbolti en líka að þetta séu ekki konur heldur. Af hverju var þetta ekki tekið upp og af hverju fór þetta upp á vegg í fyrsta lagi,“ sagði Mette Hammersland. Norski boltinn Noregur Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Sjá meira
Fjarviðtölin geta opinberað ýmislegt sem kemur vanalega ekki fyrir sjónir almennings og þannig var það í sjónvarpsviðtali við Vegard Forren, leikmann Brann í Noregi. Varnarmaðurinn Vegard Forren var í viðtali í þættinum „God Morgen Norge“ eða „Góðan daginn Noregur“ á íslensku. Forren var þarna að tala um reynslu sína af því að vera veðmálafíkill. Það var þó ekki viðtalið sjálft sem vakti mesta athygli í Noregi. Brann hefur fengið á sig mikla gagnrýni vegna áletrunnar á bol sem sást greinilega á bak við Vegard Forren. Brann får flengende kritikk for kvinnenedsettende t-skjorte https://t.co/gfbQIVff7B #2fx— TV 2 Sporten (@2sporten) March 2, 2021 Viðtalið var á Teams og tekið upp á skrifstofu markmannsþjálfarans Dan Riisnes. Á veggnum á skrifstofu var bolur með áletrun sem fór mjög fyrir hjartað á þeim sem tóku eftir honum. Á bolnum stóð: Kvennafótbolti, hvað er það? Það er ekki fótbolti og það eru ekki konur. Að sjálfsögðu eru hörðustu viðbrögðin frá kvennafótboltanum í Noregi. Mette Hammersland, þjálfari Sandviken, er ein af þeim sem var mjög reið. „Þetta er eitt það versta sem ég séð. Þetta er algjörlega vonlaust dæmi. Þarna er tvöföld neikvæðni. Annað að þetta sé ekki fótbolti en líka að þetta séu ekki konur heldur. Af hverju var þetta ekki tekið upp og af hverju fór þetta upp á vegg í fyrsta lagi,“ sagði Mette Hammersland.
Norski boltinn Noregur Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Sjá meira