Loforð framkvæmdastjórans í fjölmiðlum kom milljónaskuldinni yfir á fleiri Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. mars 2021 13:37 Rokksveitin Slayer á Secret Solstice-sviðinu sumarið 2018. Mynd/Secret Solstice Héraðsdómur Reykjavíkur telur loforð framkvæmdastjóra félagsins Live events, sem stóð að rekstri tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice, í fjölmiðlum um greiðslur til listamanna staðfesta ábyrgð félagsins á milljónaskuld við bandarísku hljómsveitina Slayer. Dómurinn dæmdi í síðustu viku þrjú félög tengd Secret Solstice og skráðan eiganda þeirra til að greiða umboðsfyrirtæki Slayer eftirstandandi þóknun upp á um sautján milljónir króna. Málið, sem bar hátt í fjölmiðlum á sínum tíma, er rakið í dómi. Solstice Productions, þáverandi rekstrarfélag tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice, samdi upphaflega við Slayer um að koma fram á hátíðinni sumarið 2018. Sveitin hélt tónleikana 23. júní það ár en í ágúst hafði greiðsla upp á 133 þúsund dali ekki borist umboðsfyrirtæki þess, K2 Agency Limited. Mál var að endingu höfðað og í apríl síðastliðnum var Friðrik Ólafsson, forsvarsmaður félagsins, dæmdur til að greiða umboðsfyrirtækinu umræddar eftirstöðvar þóknunar Slayer. Ekkert hefur enn fengist greitt upp í kröfuna en máli Friðriks hefur verið áfrýjað til Landsréttar. Umboðsfyrirtækið höfðaði málið á hendur þremur félögum; Live events ehf., L events ehf., Lifandi viðburðum ehf. og Guðmundi Hreiðarssyni Viborg árið 2019 vegna kröfunnar. Fyrirtækið krafðist þess að allir málsaðilar yrðu dæmdir til að greiða sér óskipt umrædda 133 þúsund bandaríkjadali, eða um sautján milljónir króna á núverandi gengi. Í málinu var annars vegar reynt á það hvort framkvæmdastjóri félagsins Live events ehf. hafi, með yfirlýsingu sem höfð var eftir honum í fjölmiðlum, gefið loforð þess efnis að krafan yrði greidd. Hins vegar reyndi á það hvort hin félögin og Guðmundur teldust bera skaðabótaábyrgð á greiðslu skuldarinnar. Öll félögin tengd sama fólkinu Í dómi eru nokkur félög undir jafnmörgum nöfnum, sem tengjast rekstri hátíðarinnar, kynnt til sögunnar; til dæmis Show ehf., auk félaganna sem stefnt er. Sömu einstaklingar tengjast þessum félögum og gamla félaginu, Solstice Productions: systkinin Friðrik og Katrín Ólafsson, auk Jóns Bjarna Steinssonar, eiginmanns Katrínar. Guðmundur Hreiðarsson Viborg er svo stjúpfaðir Jóns Bjarna. Nafn nýs framkvæmdastjóra Live events, Víkings Heiðars Arnórssonar, er fyrst sagt koma fram í gögnum málsins 2018. Víkingur Heiðar Arnórsson. Vísað er til þess í dómi að í frétt á vef Vísis, sem birtist í febrúar 2019, hafi verið haft eftir Víkingi að gert yrði upp við alla listamenn sem ekki hefðu fengið greitt fyrir að koma fram á Secret Solstice sumarið 2018. Sambærileg yfirlýsing var höfð eftir honum í frétt á Mbl um málið sama dag. Umboðsfyrirtækið taldi Víking með þessum loforðum hafa tekið sér ábyrgðarskuldbindingu vegna skuldar Secret Solstice við Slayer. Að mati umboðsfyrirtækisins snerist málið í grundvallaratriðum um það „hvort hægt sé með kennitöluflakki og misnotkun á einkahlutafélagaforminu að komast hjá því að greiða lögmætar skuldbindingar sem hafi stofnast við rekstur árlegrar tónlistarhátíðar en halda rekstri og raunverulegu eignarhaldi hátíðarinnar þrátt fyrir það áfram í óbreyttu horfi,“ segir í dómi. Yfirlýsing Víkings skýr og ótvíræð Félögin þrjú og Guðmundur mótmæltu málatilbúnaði umboðsfyrirtækisins í heild sinni; hann væri einhliða og fullyrðingar órökstuddar. Stefndu ættu enga aðild að máli um hina meintu kröfu, auk þess sem Víkingur framkvæmdastjóri hefði „aldrei getað skuldbundið félagið á þann hátt sem stefnandi byggi á“. Dómurinn mat það þó svo að yfirlýsing Víkings væri „skýr og ótvíræð“ enda væri í henni staðhæft fyrirvaralaust að gert yrði upp við alla listamenn sem ekki hefðu fengið greitt fyrir að koma fram á hátíðinni árið 2018. Ekki væri vafi á því að Víkingur hefði skuldbundið Live events til þessa. Þá var það niðurstaða dómsins að öll „L-félögin þrjú“; Lifandi viðburðir, Live events og L events hafi verið rekin eins og eitt félag. Hvorki lagalegur né viðskiptalegur grundvöllur hefði verið til að reka hátíðina í fleiri en einu félagi. „Af þeim sökum og vegna hinna ólögmætu og saknæmu ráðstafana stjórnenda þeirra við að koma hagsmunum Solstice yfir í L-félögin telur dómurinn að þau verði öll að bera óskipta bótaábyrgð á því tjóni stefnanda sem rekja má til háttsemi stjórnenda þeirra,“ segir dómurinn. Samkvæmt framlögðum gögnum væri Guðmundur jafnframt eini eigandi allra L-félaganna og stjórnarmaður í þeim öllum. Því féllst dómurinn á að hann, ásamt L-félögunum, beri skaðabótaábyrgð á tjóninu. Félögin, auk Guðmundar, voru þannig dæmd til að greiða umrædda 133 þúsund bandaríkjadali, auk vaxta og 2,7 milljóna króna í málskostnað. Secret Solstice Dómsmál Tengdar fréttir Secret Solstice verður tónleikaröð í stað tónlistarhátíðar Secret Solstice fer fram með breyttu sniði í ár. Frítt verður á tónleikana en áhorfendum býðst að styrkja UNICEF. Næstu átta helgar fara fram útitónleikar og langar skipuleggjendum með þessum hætti að bæta tónlistarfólki upp tekjutapið vegna frestun hátíðarinnar. 30. júní 2020 13:30 Lofaði að selja tvær fasteignir til að gera upp skuldina við Slayer Friðrik Ólafsson skipuleggjandi tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær til að greiða umboðsfyrirtæki bandarísku hljómsveitarinnar Slayer um 20 milljónir króna í eftirstandandi þóknun fyrir að spila á hátíðinni í júní 2018. 30. apríl 2020 14:15 Mál Slayer gegn Secret Solstice tekið fyrir í dag Um er að ræða tvö mál sem umboðsskrifstofan K2 Agency höfðar, annars vegar gegn Solstice Productions sem hélt hátíðina þegar Slayer spilaði þar sumarið 2018. 1. nóvember 2019 06:15 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Dómurinn dæmdi í síðustu viku þrjú félög tengd Secret Solstice og skráðan eiganda þeirra til að greiða umboðsfyrirtæki Slayer eftirstandandi þóknun upp á um sautján milljónir króna. Málið, sem bar hátt í fjölmiðlum á sínum tíma, er rakið í dómi. Solstice Productions, þáverandi rekstrarfélag tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice, samdi upphaflega við Slayer um að koma fram á hátíðinni sumarið 2018. Sveitin hélt tónleikana 23. júní það ár en í ágúst hafði greiðsla upp á 133 þúsund dali ekki borist umboðsfyrirtæki þess, K2 Agency Limited. Mál var að endingu höfðað og í apríl síðastliðnum var Friðrik Ólafsson, forsvarsmaður félagsins, dæmdur til að greiða umboðsfyrirtækinu umræddar eftirstöðvar þóknunar Slayer. Ekkert hefur enn fengist greitt upp í kröfuna en máli Friðriks hefur verið áfrýjað til Landsréttar. Umboðsfyrirtækið höfðaði málið á hendur þremur félögum; Live events ehf., L events ehf., Lifandi viðburðum ehf. og Guðmundi Hreiðarssyni Viborg árið 2019 vegna kröfunnar. Fyrirtækið krafðist þess að allir málsaðilar yrðu dæmdir til að greiða sér óskipt umrædda 133 þúsund bandaríkjadali, eða um sautján milljónir króna á núverandi gengi. Í málinu var annars vegar reynt á það hvort framkvæmdastjóri félagsins Live events ehf. hafi, með yfirlýsingu sem höfð var eftir honum í fjölmiðlum, gefið loforð þess efnis að krafan yrði greidd. Hins vegar reyndi á það hvort hin félögin og Guðmundur teldust bera skaðabótaábyrgð á greiðslu skuldarinnar. Öll félögin tengd sama fólkinu Í dómi eru nokkur félög undir jafnmörgum nöfnum, sem tengjast rekstri hátíðarinnar, kynnt til sögunnar; til dæmis Show ehf., auk félaganna sem stefnt er. Sömu einstaklingar tengjast þessum félögum og gamla félaginu, Solstice Productions: systkinin Friðrik og Katrín Ólafsson, auk Jóns Bjarna Steinssonar, eiginmanns Katrínar. Guðmundur Hreiðarsson Viborg er svo stjúpfaðir Jóns Bjarna. Nafn nýs framkvæmdastjóra Live events, Víkings Heiðars Arnórssonar, er fyrst sagt koma fram í gögnum málsins 2018. Víkingur Heiðar Arnórsson. Vísað er til þess í dómi að í frétt á vef Vísis, sem birtist í febrúar 2019, hafi verið haft eftir Víkingi að gert yrði upp við alla listamenn sem ekki hefðu fengið greitt fyrir að koma fram á Secret Solstice sumarið 2018. Sambærileg yfirlýsing var höfð eftir honum í frétt á Mbl um málið sama dag. Umboðsfyrirtækið taldi Víking með þessum loforðum hafa tekið sér ábyrgðarskuldbindingu vegna skuldar Secret Solstice við Slayer. Að mati umboðsfyrirtækisins snerist málið í grundvallaratriðum um það „hvort hægt sé með kennitöluflakki og misnotkun á einkahlutafélagaforminu að komast hjá því að greiða lögmætar skuldbindingar sem hafi stofnast við rekstur árlegrar tónlistarhátíðar en halda rekstri og raunverulegu eignarhaldi hátíðarinnar þrátt fyrir það áfram í óbreyttu horfi,“ segir í dómi. Yfirlýsing Víkings skýr og ótvíræð Félögin þrjú og Guðmundur mótmæltu málatilbúnaði umboðsfyrirtækisins í heild sinni; hann væri einhliða og fullyrðingar órökstuddar. Stefndu ættu enga aðild að máli um hina meintu kröfu, auk þess sem Víkingur framkvæmdastjóri hefði „aldrei getað skuldbundið félagið á þann hátt sem stefnandi byggi á“. Dómurinn mat það þó svo að yfirlýsing Víkings væri „skýr og ótvíræð“ enda væri í henni staðhæft fyrirvaralaust að gert yrði upp við alla listamenn sem ekki hefðu fengið greitt fyrir að koma fram á hátíðinni árið 2018. Ekki væri vafi á því að Víkingur hefði skuldbundið Live events til þessa. Þá var það niðurstaða dómsins að öll „L-félögin þrjú“; Lifandi viðburðir, Live events og L events hafi verið rekin eins og eitt félag. Hvorki lagalegur né viðskiptalegur grundvöllur hefði verið til að reka hátíðina í fleiri en einu félagi. „Af þeim sökum og vegna hinna ólögmætu og saknæmu ráðstafana stjórnenda þeirra við að koma hagsmunum Solstice yfir í L-félögin telur dómurinn að þau verði öll að bera óskipta bótaábyrgð á því tjóni stefnanda sem rekja má til háttsemi stjórnenda þeirra,“ segir dómurinn. Samkvæmt framlögðum gögnum væri Guðmundur jafnframt eini eigandi allra L-félaganna og stjórnarmaður í þeim öllum. Því féllst dómurinn á að hann, ásamt L-félögunum, beri skaðabótaábyrgð á tjóninu. Félögin, auk Guðmundar, voru þannig dæmd til að greiða umrædda 133 þúsund bandaríkjadali, auk vaxta og 2,7 milljóna króna í málskostnað.
Secret Solstice Dómsmál Tengdar fréttir Secret Solstice verður tónleikaröð í stað tónlistarhátíðar Secret Solstice fer fram með breyttu sniði í ár. Frítt verður á tónleikana en áhorfendum býðst að styrkja UNICEF. Næstu átta helgar fara fram útitónleikar og langar skipuleggjendum með þessum hætti að bæta tónlistarfólki upp tekjutapið vegna frestun hátíðarinnar. 30. júní 2020 13:30 Lofaði að selja tvær fasteignir til að gera upp skuldina við Slayer Friðrik Ólafsson skipuleggjandi tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær til að greiða umboðsfyrirtæki bandarísku hljómsveitarinnar Slayer um 20 milljónir króna í eftirstandandi þóknun fyrir að spila á hátíðinni í júní 2018. 30. apríl 2020 14:15 Mál Slayer gegn Secret Solstice tekið fyrir í dag Um er að ræða tvö mál sem umboðsskrifstofan K2 Agency höfðar, annars vegar gegn Solstice Productions sem hélt hátíðina þegar Slayer spilaði þar sumarið 2018. 1. nóvember 2019 06:15 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Secret Solstice verður tónleikaröð í stað tónlistarhátíðar Secret Solstice fer fram með breyttu sniði í ár. Frítt verður á tónleikana en áhorfendum býðst að styrkja UNICEF. Næstu átta helgar fara fram útitónleikar og langar skipuleggjendum með þessum hætti að bæta tónlistarfólki upp tekjutapið vegna frestun hátíðarinnar. 30. júní 2020 13:30
Lofaði að selja tvær fasteignir til að gera upp skuldina við Slayer Friðrik Ólafsson skipuleggjandi tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær til að greiða umboðsfyrirtæki bandarísku hljómsveitarinnar Slayer um 20 milljónir króna í eftirstandandi þóknun fyrir að spila á hátíðinni í júní 2018. 30. apríl 2020 14:15
Mál Slayer gegn Secret Solstice tekið fyrir í dag Um er að ræða tvö mál sem umboðsskrifstofan K2 Agency höfðar, annars vegar gegn Solstice Productions sem hélt hátíðina þegar Slayer spilaði þar sumarið 2018. 1. nóvember 2019 06:15