Loftslagsaðgerðir strax - í þágu allra Anna Kristín Jensdóttir skrifar 4. mars 2021 14:00 Á undanförnum árum hafa margir sáttmálar og lög verið fullgilt hér á landi. Þar á meðal má nefna Parísarsáttmálann í loftslagsmálum og Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Samningarnir hafa það markmið að tryggja að hugað sé að mannréttindum annars vegar, og hins vegar að loftslagsmálum, í ljósi þess að áframhaldandi losun gróðurhúsalofttegunda hefur neikvæð áhrif á lífríkið og lífsgæði fólks. Jafnrétti er lykilhugtak í því að tryggja það að samkomulag sem Parísarsáttmálinn er geti gengið eftir. Einnig er minnst á jafnrétti í öðrum alþjóðlegum lögum og samningum sem Ísland hefur samþykkt og fullgilt. Í Parísarsáttmálanum felst meðal annars að aðildarríki skuli leitast við skoða alla þætti aðlögunar vegna afleiðinga loftslagsbreytinga og áætlanir stjórnvalda í þeim málum eiga að stuðla af því að dregið sé úr þeim slæmu afleiðingum sem þær geta haft á samfélagið. Að sama skapi er mikilvægt að þær áætlanir og ívilnanir sem gerðar eru til að sporna gegn loftslagsvánni og hvetja til umhverfisvænni lífsstíls nái til alls samfélagsins, en ekki einungis hluta þess. Umhverfisvænt samfélag ætti því að vera þannig samfélag að allir að geta tekið þátt í því að skapa það. Í 5. grein Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem var fullgiltur hér á landi árið 2016 er fjallað um að aðildarríkin skulu efla jöfnuð, útrýma mismunun og gera viðeigandi ráðstafanir til að tryggja fólki með fötlun aðlögun við hæfi á öllum sviðum samfélagsins. Á síðustu misserum hafa reglulega verið sagðar fréttir af því að fötluðum einstaklingum sé neitað um aðstoð við að kaupa sér sérútbúin hjálpartæki svo sem sérútbúin reiðhjól og reglulega er blásið til safnana svo einstaklingar eigi efni á því að kaupa þessi dýru hjálpartæki. Á sama tíma er fólk hvatt til að taka upp umhverfisvænan lífsstíl og ferðamáta, með keppnum og herferðum á borð við Lífshlaupið. Það má því velta upp þeirri spurningu hvort jafnrétti sé virt í þessu samhengi eða hvort fólk með fötlun gleymist í umræðunni um þessi mál. Hjólreiðar eru taldar vera umhverfisvænn ferðamáti auk þess sem þær geta verið heilsueflandi og skemmtileg hreyfing. Að neita fólki með fötlun um að taka þátt í umhverfisvænu samfélagi og bjóða því ekki fjárhagslega aðstoð brýtur í bága við meginmarkmið Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem Ísland er aðili að. Víða í nágrannalöndum okkar stendur þessum þjóðfélagshópi til boða að fá styrki upp í þau sérútbúnu hjól eða önnur tæki sem þarf til að taka þátt í umhverfisvænna samfélagi. Slíkt er ekki í boði hér á landi, þar sem lög og reglur kveða á um að ekki sé veitt aðstoð við kaup á hjálpartækjum sem ætluð eru til frístunda og tómstunda. Er Ísland orðið eftirbátur margra þjóða í þessum sáttmálum? Hvernig væri að líta til nágrannaþjóða okkar með það fyrir augum að leita leiða til að sem flestir geti tekið þátt í umhverfisvænu samfélagi? Umhverfisvænt samfélag á einnig að vera sanngjarnt samfélag. Höfundur er varaforseti Landsamtaka íslenskra stúdenta og starfsmaður réttindagæslu fatlaðs fólks. Greinin er hluti af Aðgerðir strax!, herferð Loftslagsverkfallsins til að vekja athygli á þörfinni á róttækari loftslagsaðgerðum af hálfu íslenskra stjórnvalda. Við krefjumst þess að 1. Lýst verði yfir neyðarástandi í loftslagsmálum 2. Loftslagsmarkmið verði lögfest 3. Dregið verði úr heildarlosun ásamt landnotkun um a.m.k. 50% fyrir árið 2030 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hafa margir sáttmálar og lög verið fullgilt hér á landi. Þar á meðal má nefna Parísarsáttmálann í loftslagsmálum og Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Samningarnir hafa það markmið að tryggja að hugað sé að mannréttindum annars vegar, og hins vegar að loftslagsmálum, í ljósi þess að áframhaldandi losun gróðurhúsalofttegunda hefur neikvæð áhrif á lífríkið og lífsgæði fólks. Jafnrétti er lykilhugtak í því að tryggja það að samkomulag sem Parísarsáttmálinn er geti gengið eftir. Einnig er minnst á jafnrétti í öðrum alþjóðlegum lögum og samningum sem Ísland hefur samþykkt og fullgilt. Í Parísarsáttmálanum felst meðal annars að aðildarríki skuli leitast við skoða alla þætti aðlögunar vegna afleiðinga loftslagsbreytinga og áætlanir stjórnvalda í þeim málum eiga að stuðla af því að dregið sé úr þeim slæmu afleiðingum sem þær geta haft á samfélagið. Að sama skapi er mikilvægt að þær áætlanir og ívilnanir sem gerðar eru til að sporna gegn loftslagsvánni og hvetja til umhverfisvænni lífsstíls nái til alls samfélagsins, en ekki einungis hluta þess. Umhverfisvænt samfélag ætti því að vera þannig samfélag að allir að geta tekið þátt í því að skapa það. Í 5. grein Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem var fullgiltur hér á landi árið 2016 er fjallað um að aðildarríkin skulu efla jöfnuð, útrýma mismunun og gera viðeigandi ráðstafanir til að tryggja fólki með fötlun aðlögun við hæfi á öllum sviðum samfélagsins. Á síðustu misserum hafa reglulega verið sagðar fréttir af því að fötluðum einstaklingum sé neitað um aðstoð við að kaupa sér sérútbúin hjálpartæki svo sem sérútbúin reiðhjól og reglulega er blásið til safnana svo einstaklingar eigi efni á því að kaupa þessi dýru hjálpartæki. Á sama tíma er fólk hvatt til að taka upp umhverfisvænan lífsstíl og ferðamáta, með keppnum og herferðum á borð við Lífshlaupið. Það má því velta upp þeirri spurningu hvort jafnrétti sé virt í þessu samhengi eða hvort fólk með fötlun gleymist í umræðunni um þessi mál. Hjólreiðar eru taldar vera umhverfisvænn ferðamáti auk þess sem þær geta verið heilsueflandi og skemmtileg hreyfing. Að neita fólki með fötlun um að taka þátt í umhverfisvænu samfélagi og bjóða því ekki fjárhagslega aðstoð brýtur í bága við meginmarkmið Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem Ísland er aðili að. Víða í nágrannalöndum okkar stendur þessum þjóðfélagshópi til boða að fá styrki upp í þau sérútbúnu hjól eða önnur tæki sem þarf til að taka þátt í umhverfisvænna samfélagi. Slíkt er ekki í boði hér á landi, þar sem lög og reglur kveða á um að ekki sé veitt aðstoð við kaup á hjálpartækjum sem ætluð eru til frístunda og tómstunda. Er Ísland orðið eftirbátur margra þjóða í þessum sáttmálum? Hvernig væri að líta til nágrannaþjóða okkar með það fyrir augum að leita leiða til að sem flestir geti tekið þátt í umhverfisvænu samfélagi? Umhverfisvænt samfélag á einnig að vera sanngjarnt samfélag. Höfundur er varaforseti Landsamtaka íslenskra stúdenta og starfsmaður réttindagæslu fatlaðs fólks. Greinin er hluti af Aðgerðir strax!, herferð Loftslagsverkfallsins til að vekja athygli á þörfinni á róttækari loftslagsaðgerðum af hálfu íslenskra stjórnvalda. Við krefjumst þess að 1. Lýst verði yfir neyðarástandi í loftslagsmálum 2. Loftslagsmarkmið verði lögfest 3. Dregið verði úr heildarlosun ásamt landnotkun um a.m.k. 50% fyrir árið 2030
Greinin er hluti af Aðgerðir strax!, herferð Loftslagsverkfallsins til að vekja athygli á þörfinni á róttækari loftslagsaðgerðum af hálfu íslenskra stjórnvalda. Við krefjumst þess að 1. Lýst verði yfir neyðarástandi í loftslagsmálum 2. Loftslagsmarkmið verði lögfest 3. Dregið verði úr heildarlosun ásamt landnotkun um a.m.k. 50% fyrir árið 2030
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar