Stöðugt Ísland og skattlagning nýrra markaða Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 5. mars 2021 09:00 Eitt stærsta verkefni næstu ára verður að koma hjólum atvinnulífsins aftur á hreyfingu. En það skiptir líka miklu máli hvernig ramma við höfum utan um atvinnulífið og efnahaginn. Það er mikilvægt að við hugum að því hvernig við ætlum að takast á við nýja markaði og hvernig megi koma í veg fyrir og grynnka þær tíðu sveiflur sem verða á íslenska efnahagnum. Skattlagning nýrra markað Hér á landi hefur stundum verið fjallað um hvernig fyrirtæki færi með ósiðlegum, en löglegum, leiðum tekjur á milli landa án þessa að greiða af þeim skatta. Til dæmis má nefna hvernig stór hluti tekna álveranna færist erlendis í gegnum vaxtagreiðslur og þannig rýrist skattstofn þeirra verulega eða hvernig íslenskar útgerðir selja afla til tengdra fyrirtækja erlendis til þess að lækka tekjur sínar hér á landi. Það er hins vegar mjög stór og ört vaxandi markaður sem starfar á Íslandi en er að mjög litlu leiti skattlagðar. Hér er ég að tala um netfyrirtæki. Það er til umfjöllunar að skattleggja erlenda miðla og efnisveitur til að jafna stöðu innlendra og erlendra fjölmiðla en það er ekki nema hluti af því sem um ræðir. Tökum dæmi. Íslendingur notar Facebook og við það safnar Facebook gögnum um Íslendinginn sem það selur svo áfram og hagnast. Facebook fékk enga greiðslu frá Íslendingnum en það aflaði engu að síður tekna á íslenskum markaði, því engar hefðu tekjurnar verið án Íslendingsins. Annað dæmi gæti verið einmitt um auglýsingar á netmiðlum. Hvað ef auglýsing á Instagram er beint að Íslendingum en er greidd af erlendum aðila til Instagram? Það eru að eiga sér stað viðskipti sem byggja á íslenskum markaði en eru þó ekki á Íslandi. Það hlýtur að vera að af þessum viðskiptum eigi að greiða skatta til íslenska ríkisins rétt eins og af öðrum viðskiptum á Íslandi, en framkvæmdin er snúin. Þessar pælingar eru þó ekki glænýjar eða frá mér komnar, raunar er unnið hörðum höndum í nefndum hjá OECD að finna lausnir á hvernig tækla á hin ýmsu vandamál við skattheimtu sem sprottið hafa upp með aukinni tækni og hnattvæðingu. En við Íslendingar verðum að passa að fylgjast vel með og huga sjálf að lausnum. Það gengur ekki að hér séu stærðarinnar markaðir sem starfi skattfrjálst. Stöðugt Ísland Verðbólga og sveiflur í efnahagnum er ekkert nýtt á Íslandi. En það er dýrt fyrir okkur að leyfa því að vera þannig. Þegar við erum að byggja upp efnahaginn þurfum við einnig að vinna að því að minnka þessar sveiflur. Liður í því er vitanlega að skattleggja þá starfsemi sem starfar hér gott sem skattlaust og í því samhengi má hugsa út í dæmin sem ég nefndi að ofan. Til þess að svo megi verða þurfum við hins vegar að breyta okkar kerfum og loka þeim glufum sem þar eru. Þá er einnig verðugt að huga að því að lögleiða hluta svarta markaðsins sem þegar veltir um 10 milljörðum árlega og veldur miklum skaða í núverandi ástandi. Eitt af vandamálum skattkerfa á flestum stöðum heimsins er að þau ýta undir óhóflega lántöku fyrirtækja. Það er vegna þess að vaxtagreiðslur teljast frádráttarbærar frá tekjuskattstofni fyrirtækja og lækka því skattbyrði, en hlutafjár fjármögnun nýtur ekki slíkra hlunninda. Þessi leitni í óhóflega lántöku getur svo aukið gjaldþrotalíkur fyrirtækja, ýtt undir og dýpkað efnahagskreppur og haft ýmsan samfélagslegan kostnað. Dæmi um slíkan kostnað eru áðurnefnd undanskot tekna til lágskattalanda í gegnum vaxtagjöld. Við þurfum því að horfa til lausna sem jafna stöðu skulda og eiginfjár til þess að ná meiri stöðugleika á efnahaginn. Við eigum ekki að sætta okkur við að sitja föst í kerfi þar sem leyfir skatta undanskot og kyndir undir óstöðugleika. En við þurfum einnig að koma böndum á húsnæðismarkaðinn. Það gengur ekki að eitt stærsta lífskjara mál Íslendinga sé hendingu háð. Fari allt eftir hvort þú ert heppinn með verðlag þegar þú kemst á markaðinn. Munurinn á því að hafa keypt sér húsnæði árið 2002, 2007, 2012 eða 2017 er vægast sagt svakalegur. Sumir hafa komist inn á „góðum“ punkti (m.v. laun var 2002 best af þessum punktum, svo 2012) og fyrir vikið verður lífsbaráttan mun auðveldari restina af ævinni. Aðrir komu inn á verri punkti og líða heldur betur fyrir það. Þetta er óviðunandi. Og heilt yfir hefur verðlag á húsnæði hækkað langt umfram neysluverð og laun seinustu áratugi. Þessu verður að sporna við. Við verðum að auka framboðið og minnka sveiflurnar í framboðinu. En framboðið þarf ekki allt að vera í höndum sölu frá einkaaðilum. Við eigum að vera horfa til þess að ríkið eða lífeyrissjóðir stígi inn með leiguhúsnæði og félagslegum lausnum. Húsnæðisverð á ekki að vera að auka hér á sveiflur í kerfinu og húsnæði á ekki að vera lúxus vara fyrir heppna. Þá þurfum við einnig að reyna ná tökum á þeirri verðbólgu sem alltaf geysir hér á Íslandi sama hvernig viðrar nánast. Það sem hefur keyrt verðbólgu áfram á Íslandi hefur löngum verið íslenska krónan, en þegar gengi hennar lækkar verður innflutningur dýrari sem hækkar svo verðlag. Svo það er fullt tilefni til þess að endurskoða hvort við viljum krónuna. Heilt á litið þurfum við einfaldlega stjórnvöld sem detta ekki alltaf í það að benda á að það séu launahækkanir þeirra lægst launuðu sem setji hér allt úr skorðum, en kippa sér á sama tíma ekkert upp við að gefa forstjórum ríkisfyrirtækja verulegar launahækkanir. Höfundur er viðskiptafræðingur og frambjóðandi í prófkjöri Pírata í Reykjavík 2021. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Haukur V. Alfreðsson Skattar og tollar Píratar Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Sjá meira
Eitt stærsta verkefni næstu ára verður að koma hjólum atvinnulífsins aftur á hreyfingu. En það skiptir líka miklu máli hvernig ramma við höfum utan um atvinnulífið og efnahaginn. Það er mikilvægt að við hugum að því hvernig við ætlum að takast á við nýja markaði og hvernig megi koma í veg fyrir og grynnka þær tíðu sveiflur sem verða á íslenska efnahagnum. Skattlagning nýrra markað Hér á landi hefur stundum verið fjallað um hvernig fyrirtæki færi með ósiðlegum, en löglegum, leiðum tekjur á milli landa án þessa að greiða af þeim skatta. Til dæmis má nefna hvernig stór hluti tekna álveranna færist erlendis í gegnum vaxtagreiðslur og þannig rýrist skattstofn þeirra verulega eða hvernig íslenskar útgerðir selja afla til tengdra fyrirtækja erlendis til þess að lækka tekjur sínar hér á landi. Það er hins vegar mjög stór og ört vaxandi markaður sem starfar á Íslandi en er að mjög litlu leiti skattlagðar. Hér er ég að tala um netfyrirtæki. Það er til umfjöllunar að skattleggja erlenda miðla og efnisveitur til að jafna stöðu innlendra og erlendra fjölmiðla en það er ekki nema hluti af því sem um ræðir. Tökum dæmi. Íslendingur notar Facebook og við það safnar Facebook gögnum um Íslendinginn sem það selur svo áfram og hagnast. Facebook fékk enga greiðslu frá Íslendingnum en það aflaði engu að síður tekna á íslenskum markaði, því engar hefðu tekjurnar verið án Íslendingsins. Annað dæmi gæti verið einmitt um auglýsingar á netmiðlum. Hvað ef auglýsing á Instagram er beint að Íslendingum en er greidd af erlendum aðila til Instagram? Það eru að eiga sér stað viðskipti sem byggja á íslenskum markaði en eru þó ekki á Íslandi. Það hlýtur að vera að af þessum viðskiptum eigi að greiða skatta til íslenska ríkisins rétt eins og af öðrum viðskiptum á Íslandi, en framkvæmdin er snúin. Þessar pælingar eru þó ekki glænýjar eða frá mér komnar, raunar er unnið hörðum höndum í nefndum hjá OECD að finna lausnir á hvernig tækla á hin ýmsu vandamál við skattheimtu sem sprottið hafa upp með aukinni tækni og hnattvæðingu. En við Íslendingar verðum að passa að fylgjast vel með og huga sjálf að lausnum. Það gengur ekki að hér séu stærðarinnar markaðir sem starfi skattfrjálst. Stöðugt Ísland Verðbólga og sveiflur í efnahagnum er ekkert nýtt á Íslandi. En það er dýrt fyrir okkur að leyfa því að vera þannig. Þegar við erum að byggja upp efnahaginn þurfum við einnig að vinna að því að minnka þessar sveiflur. Liður í því er vitanlega að skattleggja þá starfsemi sem starfar hér gott sem skattlaust og í því samhengi má hugsa út í dæmin sem ég nefndi að ofan. Til þess að svo megi verða þurfum við hins vegar að breyta okkar kerfum og loka þeim glufum sem þar eru. Þá er einnig verðugt að huga að því að lögleiða hluta svarta markaðsins sem þegar veltir um 10 milljörðum árlega og veldur miklum skaða í núverandi ástandi. Eitt af vandamálum skattkerfa á flestum stöðum heimsins er að þau ýta undir óhóflega lántöku fyrirtækja. Það er vegna þess að vaxtagreiðslur teljast frádráttarbærar frá tekjuskattstofni fyrirtækja og lækka því skattbyrði, en hlutafjár fjármögnun nýtur ekki slíkra hlunninda. Þessi leitni í óhóflega lántöku getur svo aukið gjaldþrotalíkur fyrirtækja, ýtt undir og dýpkað efnahagskreppur og haft ýmsan samfélagslegan kostnað. Dæmi um slíkan kostnað eru áðurnefnd undanskot tekna til lágskattalanda í gegnum vaxtagjöld. Við þurfum því að horfa til lausna sem jafna stöðu skulda og eiginfjár til þess að ná meiri stöðugleika á efnahaginn. Við eigum ekki að sætta okkur við að sitja föst í kerfi þar sem leyfir skatta undanskot og kyndir undir óstöðugleika. En við þurfum einnig að koma böndum á húsnæðismarkaðinn. Það gengur ekki að eitt stærsta lífskjara mál Íslendinga sé hendingu háð. Fari allt eftir hvort þú ert heppinn með verðlag þegar þú kemst á markaðinn. Munurinn á því að hafa keypt sér húsnæði árið 2002, 2007, 2012 eða 2017 er vægast sagt svakalegur. Sumir hafa komist inn á „góðum“ punkti (m.v. laun var 2002 best af þessum punktum, svo 2012) og fyrir vikið verður lífsbaráttan mun auðveldari restina af ævinni. Aðrir komu inn á verri punkti og líða heldur betur fyrir það. Þetta er óviðunandi. Og heilt yfir hefur verðlag á húsnæði hækkað langt umfram neysluverð og laun seinustu áratugi. Þessu verður að sporna við. Við verðum að auka framboðið og minnka sveiflurnar í framboðinu. En framboðið þarf ekki allt að vera í höndum sölu frá einkaaðilum. Við eigum að vera horfa til þess að ríkið eða lífeyrissjóðir stígi inn með leiguhúsnæði og félagslegum lausnum. Húsnæðisverð á ekki að vera að auka hér á sveiflur í kerfinu og húsnæði á ekki að vera lúxus vara fyrir heppna. Þá þurfum við einnig að reyna ná tökum á þeirri verðbólgu sem alltaf geysir hér á Íslandi sama hvernig viðrar nánast. Það sem hefur keyrt verðbólgu áfram á Íslandi hefur löngum verið íslenska krónan, en þegar gengi hennar lækkar verður innflutningur dýrari sem hækkar svo verðlag. Svo það er fullt tilefni til þess að endurskoða hvort við viljum krónuna. Heilt á litið þurfum við einfaldlega stjórnvöld sem detta ekki alltaf í það að benda á að það séu launahækkanir þeirra lægst launuðu sem setji hér allt úr skorðum, en kippa sér á sama tíma ekkert upp við að gefa forstjórum ríkisfyrirtækja verulegar launahækkanir. Höfundur er viðskiptafræðingur og frambjóðandi í prófkjöri Pírata í Reykjavík 2021.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun