„Gleymist hvað þetta bitnar á mörgum“ Sindri Sverrisson skrifar 5. mars 2021 11:00 Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir nýtur sín vel í Laugardalshöll en fær ekki að æfa þar í einn og hálfan mánuð í vor. VÍSIR/SIGURJÓN Spretthlauparinn Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir segir að frjálsíþróttafólk í Reykjavík hafi enn ekki fengið að heyra neinar, ásættanlegar lausnir vegna þeirra sex vikna sem Laugardalshöllin verður lokuð vegna rafíþróttamóts. Hún óttast áhrifin á ólympíudraum sinn og brottfall hjá krökkunum sem hún þjálfar. Fulltrúar ÍBR funduðu með þjálfurum og formönnum frjálsíþróttafélaganna í Reykjavík á miðvikudag, eftir að því var lýst yfir í byrjun vikunnar að rafíþróttamótið vinsæla League of Legends Mid-Season Invitational yrði haldið í Laugardalshöll í maí. Óðinn Björn Þorsteinsson, yfirþjálfari hjá ÍR, sagði lítið sem ekkert hafa komið út úr fundinum. Óðinn benti á að Íþrótta- og ólympíusamband Íslands, og Frjálsíþróttasambandið, væru með sínar afreksstefnur en þeim væri ómögulegt að fylgja þegar engin aðstaða væri í boði. Þannig yrði staðan í höfuðborginni í vor. „Það versta við þetta er að við fengum bara að frétta af þessu fyrir fáeinum dögum á netinu, án nokkurrar viðvörunar áður en að þetta hafði bara verið ákveðið,“ sagði Guðbjörg Jóna við Vísi. Ekki gott að æfa seint á kvöldin Sú hugmynd hefur heyrst að Guðbjörg Jóna og annað frjálsíþróttafólk úr meistaraflokki gæti fengið að komast að í frjálsíþróttahöll FH í Kaplakrika, en hún segir að þá sé verið að tala um tíma á milli 9 og 11 á kvöldin: „Það er ekki alveg nógu gott. Þetta er slæmt upp á svefninn okkar að gera og mataræðið,“ segir Guðbjörg og bætir við að það sé slæmt að þetta gerist rétt fyrir sumarið. „Á þá alltaf að vaða bara yfir íþróttina sem mig langar að æfa?“ Guðbjörg og Guðni Valur Guðnason, kærasti hennar og liðsfélagi úr ÍR og landsliðinu, stefna bæði á Ólympíuleikana í Tókýó í sumar. En Guðbjörg, sem þjálfar stóran hóp krakka í 1. og 2. bekk, bendir á að lokun hallarinnar bitni á stórum hópi iðkenda. Guðni Valur Guðnason og Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir íhuga að fara út til æfinga en það er ekki einfalt, sérstaklega á tímum kórónuveirufaraldursins.Stöð 2 Guðbjörg kveðst óttast brottfall: „Fókusinn er oft á okkur í meistaraflokkunum eða okkur sem erum að reyna að komast á Ólympíuleikana og það gleymist kannski hvað þetta bitnar á mörgum. Fatlaða íþróttafólkið þarf að setja sig inn í nýjar rútínu og barna- og unglingastarfið fer bara í eitthvað rugl, og þannig getum við misst framtíðarfólkið okkar. Þetta setur slæmt fordæmi varðandi þau sem hugsa kannski; Já, á þá alltaf að vaða bara yfir íþróttina sem mig langar að æfa?“ sagði Guðbjörg. Hlutir sem við ættum ekki að þurfa að spá í Sú lausn hefur verið nefnd að yngstu flokkarnir æfi í Egilshöll ef hægt er að finna lausan tíma þar: „Ég veit ekki hvað verður um krakkana en það er ekki góð lausn að þeir fari upp í Egilshöll á æfingar. Þau eru vön að koma beint úr frístund hér í nágrenninu. Þetta er allt saman mjög leiðinlegt. Við eldri vitum ekkert hvað við eigum að gera og það er mjög slæmt að við og þjálfararnir þurfum að vera að spá í þessu, þegar við ættum bara að vera að hugsa um okkar æfingar og undirbúning. Við eigum ekki að þurfa að pæla í þessum hlutum,“ segir Guðbjörg. Íhuga að æfa erlendis Aðspurð hvort hún hyggist fara erlendis til æfinga, í ljósi stöðunnar og draumsins um að komast til Tókýó, segir Guðbjörg: „Ég er að læra sálfræði í HR en það er í fjarnámi og fyrirlestrarnir teknir upp, svo það væri möguleiki fyrir mig að fara út. Ég þyrfti þá að vita hvernig fyrirkomulagið yrði varðandi prófin. Það er engin útiaðstaða fyrir mig til að æfa hérna svo kannski væri betra að fara út. Við Guðni vorum eitthvað farin að pæla í því en eftir þessi tíðindi þarf maður virkilega að skoða þetta.“ Frjálsar íþróttir Reykjavík Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sjá meira
Fulltrúar ÍBR funduðu með þjálfurum og formönnum frjálsíþróttafélaganna í Reykjavík á miðvikudag, eftir að því var lýst yfir í byrjun vikunnar að rafíþróttamótið vinsæla League of Legends Mid-Season Invitational yrði haldið í Laugardalshöll í maí. Óðinn Björn Þorsteinsson, yfirþjálfari hjá ÍR, sagði lítið sem ekkert hafa komið út úr fundinum. Óðinn benti á að Íþrótta- og ólympíusamband Íslands, og Frjálsíþróttasambandið, væru með sínar afreksstefnur en þeim væri ómögulegt að fylgja þegar engin aðstaða væri í boði. Þannig yrði staðan í höfuðborginni í vor. „Það versta við þetta er að við fengum bara að frétta af þessu fyrir fáeinum dögum á netinu, án nokkurrar viðvörunar áður en að þetta hafði bara verið ákveðið,“ sagði Guðbjörg Jóna við Vísi. Ekki gott að æfa seint á kvöldin Sú hugmynd hefur heyrst að Guðbjörg Jóna og annað frjálsíþróttafólk úr meistaraflokki gæti fengið að komast að í frjálsíþróttahöll FH í Kaplakrika, en hún segir að þá sé verið að tala um tíma á milli 9 og 11 á kvöldin: „Það er ekki alveg nógu gott. Þetta er slæmt upp á svefninn okkar að gera og mataræðið,“ segir Guðbjörg og bætir við að það sé slæmt að þetta gerist rétt fyrir sumarið. „Á þá alltaf að vaða bara yfir íþróttina sem mig langar að æfa?“ Guðbjörg og Guðni Valur Guðnason, kærasti hennar og liðsfélagi úr ÍR og landsliðinu, stefna bæði á Ólympíuleikana í Tókýó í sumar. En Guðbjörg, sem þjálfar stóran hóp krakka í 1. og 2. bekk, bendir á að lokun hallarinnar bitni á stórum hópi iðkenda. Guðni Valur Guðnason og Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir íhuga að fara út til æfinga en það er ekki einfalt, sérstaklega á tímum kórónuveirufaraldursins.Stöð 2 Guðbjörg kveðst óttast brottfall: „Fókusinn er oft á okkur í meistaraflokkunum eða okkur sem erum að reyna að komast á Ólympíuleikana og það gleymist kannski hvað þetta bitnar á mörgum. Fatlaða íþróttafólkið þarf að setja sig inn í nýjar rútínu og barna- og unglingastarfið fer bara í eitthvað rugl, og þannig getum við misst framtíðarfólkið okkar. Þetta setur slæmt fordæmi varðandi þau sem hugsa kannski; Já, á þá alltaf að vaða bara yfir íþróttina sem mig langar að æfa?“ sagði Guðbjörg. Hlutir sem við ættum ekki að þurfa að spá í Sú lausn hefur verið nefnd að yngstu flokkarnir æfi í Egilshöll ef hægt er að finna lausan tíma þar: „Ég veit ekki hvað verður um krakkana en það er ekki góð lausn að þeir fari upp í Egilshöll á æfingar. Þau eru vön að koma beint úr frístund hér í nágrenninu. Þetta er allt saman mjög leiðinlegt. Við eldri vitum ekkert hvað við eigum að gera og það er mjög slæmt að við og þjálfararnir þurfum að vera að spá í þessu, þegar við ættum bara að vera að hugsa um okkar æfingar og undirbúning. Við eigum ekki að þurfa að pæla í þessum hlutum,“ segir Guðbjörg. Íhuga að æfa erlendis Aðspurð hvort hún hyggist fara erlendis til æfinga, í ljósi stöðunnar og draumsins um að komast til Tókýó, segir Guðbjörg: „Ég er að læra sálfræði í HR en það er í fjarnámi og fyrirlestrarnir teknir upp, svo það væri möguleiki fyrir mig að fara út. Ég þyrfti þá að vita hvernig fyrirkomulagið yrði varðandi prófin. Það er engin útiaðstaða fyrir mig til að æfa hérna svo kannski væri betra að fara út. Við Guðni vorum eitthvað farin að pæla í því en eftir þessi tíðindi þarf maður virkilega að skoða þetta.“
Frjálsar íþróttir Reykjavík Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sjá meira