Embættismaður og Trump-liði tók þátt í árásinni á þingið Samúel Karl Ólason skrifar 5. mars 2021 13:54 Klein var einn þeirra sem reyndi að ryðja sér leið í gegnum tálma lögreglu við inngang þinghússins. FBI Útsendarar Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) handtóku í gær mann sem var starfaði í ríkisstjórn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, fyrir að hafa tekið þátt í árásinni á þinghúsið þann 6. janúar. Maðurinn, Federico G. Klein, starfaði þá hjá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna, þar sem hann var skipaður í embætti af Trumps samkvæmt New York Times, en hafði áður starfað við framboð forsetans fyrrverandi. Hann er fyrsti meðlimur ríkisstjórnar Trumps sem er handtekinn vegna árásarinnar. Hann er sakaður í dómsskjölum um að hafa veist af lögregluþjónum með ofbeldi og hótunum. Þó mun hann hafa tekið óeirðaskjöld af lögregluþjóni og notað hann til að berja aðra lögregluþjóna og halda hurð inn í þinghúsið opinni. Klein tók óreiðaskjöld af lögregluþjóni og notaði hann meðal annars til að berja lögregluþjóna.FBI Klein, sem er fyrrverandi landgönguliði, sést á myndböndum sem tekin voru í árásinni vera með rauða derhúfu á höfði sínu, sem á stóð „Make America Great Again“. Þar reyndi hann að brjóta sér leið í gegnum tálma lögreglunnar og kallaði hann eftir aðstoð fleiri sem sóttu mótmælin við þinghúsið þann dag. Rúmlega 300 hafa verið ákærðir við rannsókn yfirvalda á árásinni á þinghúsið. Þá ruddu stuðningsmenn Trumps sér leið inn í húsið með því markmiði að stöðva formlega staðfestingu niðurstaða forsetakosninganna í nóvember. Trump tapaði kosningunni en hefur haldið því fram að umfangsmikið svindl hafi kostað hann sigur. Hann og bandamenn hans hafa ekki getað fært sannanir fyrir því og embættismenn, sérfræðingar og aðrir, þar á meðal dómsmálaráðherra Trumps, segja ásakanirnar innihaldslausar. Margir þeirra sem hafa verið ákærðir vegna árásarinnar segjast hafa tekið þátt í henni vegna Trumps. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Segir ósanngjarnt að hann sé í fangelsi Richard Barnett, sem naut fimmtán mínútna heimsfrægðar í árásinni á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar, er ekki sáttur við að sitja í fangelsi. Hann missti stjórn á sér í dómsal í gær og gargaði á dómara í gegnum fjarfundarbúnað að hann ætti ekki að þurfa að sitja inni fram að réttarhöldum. 5. mars 2021 11:28 Í reipitogi um kosningaréttinn Demókratar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykktu í gær umfangsmiklar reglur varðandi kosningar og siðferði innan opinbera geirans. Frumvarpið var samþykkt að mestu eftir flokkslínum 220-210. 4. mars 2021 13:44 Aukin öryggisgæsla við bandaríska þinghúsið Öryggisgæsla hefur verið aukin umhverfis þinghúsið í Washington í Bandaríkjunum þar sem lögregla óttast að aftur verði reynt að ráðast inn í húsið líkt og gerðist þegar kjör Joe Bidens var formlega staðfest í byrjun janúar þar sem fimm létu lífið. 4. mars 2021 07:02 Sakaður um drykkju og neyslu lyfja í starfi sem læknir Hvíta hússins Í starfi sínu sem læknir Hvíta hússins, talaði Ronny Jackson með niðrandi og kynferðislegum hætti um kvenkyns undirmann sinn. Þá drakk hann í vinnunni og neytti svefnlyfja svo samstarfsmenn hans höfðu áhyggjur af því að hann gæti ekki sinnt skyldum sínum. 3. mars 2021 11:00 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Maðurinn, Federico G. Klein, starfaði þá hjá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna, þar sem hann var skipaður í embætti af Trumps samkvæmt New York Times, en hafði áður starfað við framboð forsetans fyrrverandi. Hann er fyrsti meðlimur ríkisstjórnar Trumps sem er handtekinn vegna árásarinnar. Hann er sakaður í dómsskjölum um að hafa veist af lögregluþjónum með ofbeldi og hótunum. Þó mun hann hafa tekið óeirðaskjöld af lögregluþjóni og notað hann til að berja aðra lögregluþjóna og halda hurð inn í þinghúsið opinni. Klein tók óreiðaskjöld af lögregluþjóni og notaði hann meðal annars til að berja lögregluþjóna.FBI Klein, sem er fyrrverandi landgönguliði, sést á myndböndum sem tekin voru í árásinni vera með rauða derhúfu á höfði sínu, sem á stóð „Make America Great Again“. Þar reyndi hann að brjóta sér leið í gegnum tálma lögreglunnar og kallaði hann eftir aðstoð fleiri sem sóttu mótmælin við þinghúsið þann dag. Rúmlega 300 hafa verið ákærðir við rannsókn yfirvalda á árásinni á þinghúsið. Þá ruddu stuðningsmenn Trumps sér leið inn í húsið með því markmiði að stöðva formlega staðfestingu niðurstaða forsetakosninganna í nóvember. Trump tapaði kosningunni en hefur haldið því fram að umfangsmikið svindl hafi kostað hann sigur. Hann og bandamenn hans hafa ekki getað fært sannanir fyrir því og embættismenn, sérfræðingar og aðrir, þar á meðal dómsmálaráðherra Trumps, segja ásakanirnar innihaldslausar. Margir þeirra sem hafa verið ákærðir vegna árásarinnar segjast hafa tekið þátt í henni vegna Trumps.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Segir ósanngjarnt að hann sé í fangelsi Richard Barnett, sem naut fimmtán mínútna heimsfrægðar í árásinni á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar, er ekki sáttur við að sitja í fangelsi. Hann missti stjórn á sér í dómsal í gær og gargaði á dómara í gegnum fjarfundarbúnað að hann ætti ekki að þurfa að sitja inni fram að réttarhöldum. 5. mars 2021 11:28 Í reipitogi um kosningaréttinn Demókratar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykktu í gær umfangsmiklar reglur varðandi kosningar og siðferði innan opinbera geirans. Frumvarpið var samþykkt að mestu eftir flokkslínum 220-210. 4. mars 2021 13:44 Aukin öryggisgæsla við bandaríska þinghúsið Öryggisgæsla hefur verið aukin umhverfis þinghúsið í Washington í Bandaríkjunum þar sem lögregla óttast að aftur verði reynt að ráðast inn í húsið líkt og gerðist þegar kjör Joe Bidens var formlega staðfest í byrjun janúar þar sem fimm létu lífið. 4. mars 2021 07:02 Sakaður um drykkju og neyslu lyfja í starfi sem læknir Hvíta hússins Í starfi sínu sem læknir Hvíta hússins, talaði Ronny Jackson með niðrandi og kynferðislegum hætti um kvenkyns undirmann sinn. Þá drakk hann í vinnunni og neytti svefnlyfja svo samstarfsmenn hans höfðu áhyggjur af því að hann gæti ekki sinnt skyldum sínum. 3. mars 2021 11:00 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Segir ósanngjarnt að hann sé í fangelsi Richard Barnett, sem naut fimmtán mínútna heimsfrægðar í árásinni á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar, er ekki sáttur við að sitja í fangelsi. Hann missti stjórn á sér í dómsal í gær og gargaði á dómara í gegnum fjarfundarbúnað að hann ætti ekki að þurfa að sitja inni fram að réttarhöldum. 5. mars 2021 11:28
Í reipitogi um kosningaréttinn Demókratar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykktu í gær umfangsmiklar reglur varðandi kosningar og siðferði innan opinbera geirans. Frumvarpið var samþykkt að mestu eftir flokkslínum 220-210. 4. mars 2021 13:44
Aukin öryggisgæsla við bandaríska þinghúsið Öryggisgæsla hefur verið aukin umhverfis þinghúsið í Washington í Bandaríkjunum þar sem lögregla óttast að aftur verði reynt að ráðast inn í húsið líkt og gerðist þegar kjör Joe Bidens var formlega staðfest í byrjun janúar þar sem fimm létu lífið. 4. mars 2021 07:02
Sakaður um drykkju og neyslu lyfja í starfi sem læknir Hvíta hússins Í starfi sínu sem læknir Hvíta hússins, talaði Ronny Jackson með niðrandi og kynferðislegum hætti um kvenkyns undirmann sinn. Þá drakk hann í vinnunni og neytti svefnlyfja svo samstarfsmenn hans höfðu áhyggjur af því að hann gæti ekki sinnt skyldum sínum. 3. mars 2021 11:00