Mátti kalla barnsföður sinn ofbeldismann á Facebook Kjartan Kjartansson skrifar 5. mars 2021 19:01 Þrír dómarar Landsréttar stðafestu sýknudóm Héraðsdóms Reykjaness yfir konunni. Þeir töldu að tjáningarfrelsi hennar væru of miklar hömlur settar væri henni meinað að tjá sig með þeim hætti sem hún gerði. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti sýknu yfir konu sem var kærð fyrir meintar ærumeiðingar um barnsföður sinn á samfélagsmiðlinum Facebook. Konan vísaði til mannsins sem ofbeldismanns í nokkrum færslum á miðlinum. Fólkið var í sambúð um árabil og eiga tvö börn saman. Eftir að þau slitu sambúð hófust málaferli um forsjá, lögheimili og umgengni við börn þeirra, að því er segir í upphaflegum dómi Héraðsdóms Reykjaness. Karlmaðurinn kærði barnsmóður sína vegna átján ummæla á Facebook. Krafðist hann ómerkingar á ummælunum og að konan yrði dæmd til refsingar fyrir að hafa viðhaft og birt ummælin opinberlega. Henni yrði ennfremur gert að greiða honum milljón krónur í miskabætur og að kosta birtingu dómsins. Byggði maðurinn á að ummæli konunnar væru uppspuni. Í ummælunum lýsti konan því að hún og börn hennar hefðu orðið fyrir ofbeldi af hálfu fyrrverandi maka. Lýsti hún manninum meðal annars sem „ofbeldismanni“. Konan byggði vörn sína á að ummælin væru sönn en til vara að þau fælu í sér gildisdóm. Landsréttur taldi að konan hefði með ummælum sínum tekið í þátt í almennri þjóðfélagsumræðu um heimilisofbeldi og tálmun á umgengnisrétti barna við foreldra. Rúmt tjáningarfrelsi gildi almennt um þátttöku í slíkri umræðu. Bent var á að konan hefði hvorki nafngreint manninn í ummælum sínum né annars staðar í færslum sínum. Við meðferð málsins hafi konan jafnframt lagt fram gögn sem leiddu nægar líkur að því að ummæli hennar hefðu ekki verið tilhæfulaus og að hún hafi þar með verið í góðri trú um réttmæti þeirra. Þannig lagði konan meðal annars fram sex tilkynningar til barnaverndar frá fjögurra ára tímabili og fleiri gögn frá barnavernd máli sínu til stuðnings. Konan var sýknuð af kröfum mannsins. Landsréttur felldi niður málskostnað milli aðila fyrir héraðsdómi og Landsrétti. Dómsmál Heimilisofbeldi Tjáningarfrelsi Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Fólkið var í sambúð um árabil og eiga tvö börn saman. Eftir að þau slitu sambúð hófust málaferli um forsjá, lögheimili og umgengni við börn þeirra, að því er segir í upphaflegum dómi Héraðsdóms Reykjaness. Karlmaðurinn kærði barnsmóður sína vegna átján ummæla á Facebook. Krafðist hann ómerkingar á ummælunum og að konan yrði dæmd til refsingar fyrir að hafa viðhaft og birt ummælin opinberlega. Henni yrði ennfremur gert að greiða honum milljón krónur í miskabætur og að kosta birtingu dómsins. Byggði maðurinn á að ummæli konunnar væru uppspuni. Í ummælunum lýsti konan því að hún og börn hennar hefðu orðið fyrir ofbeldi af hálfu fyrrverandi maka. Lýsti hún manninum meðal annars sem „ofbeldismanni“. Konan byggði vörn sína á að ummælin væru sönn en til vara að þau fælu í sér gildisdóm. Landsréttur taldi að konan hefði með ummælum sínum tekið í þátt í almennri þjóðfélagsumræðu um heimilisofbeldi og tálmun á umgengnisrétti barna við foreldra. Rúmt tjáningarfrelsi gildi almennt um þátttöku í slíkri umræðu. Bent var á að konan hefði hvorki nafngreint manninn í ummælum sínum né annars staðar í færslum sínum. Við meðferð málsins hafi konan jafnframt lagt fram gögn sem leiddu nægar líkur að því að ummæli hennar hefðu ekki verið tilhæfulaus og að hún hafi þar með verið í góðri trú um réttmæti þeirra. Þannig lagði konan meðal annars fram sex tilkynningar til barnaverndar frá fjögurra ára tímabili og fleiri gögn frá barnavernd máli sínu til stuðnings. Konan var sýknuð af kröfum mannsins. Landsréttur felldi niður málskostnað milli aðila fyrir héraðsdómi og Landsrétti.
Dómsmál Heimilisofbeldi Tjáningarfrelsi Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira