Að vera vitur eftir á Guðmundur Arnar Guðmundsson skrifar 7. mars 2021 13:30 Allt frá Suðurlandsskjálftunum stóru árið 2000 og 2008 hafa jarðskjálftafræðingar varað við frekari virkni sem gæti haft enn meiri og jafnvel alvarlegri áhrif hér á Suðurlandi. Fjallað var um það ítarlega að sú virkni var ekki einskorðuð við svæðin kringum Selfoss og Hveragerði, heldur myndi þetta jafnvel haldast í hendur við svæðin hér á Reykjanesi. Þetta má meðal annars sjá í viðtali við Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðing í fréttum árið 2017, en þar varaði hann við að búast mætti við frekari virkni á komandi tímum því mikil spenna væri á svæðinu. Hann varaði meðal annars við hugsanlegum hræringum vestur af Bláfjöllum og að „þar ættu menn að vera mjög vakandi og fara virkilega skoða möguleika á stórum skjálfta þar, og fylgjast með skorpunni þar. Þetta er líka svo nálægt Reykjavík“. Auðvitað er ekki hægt að sjá fram í tímann en ég vil trúa því að yfirvöld hafi ekki ákveðið að hundsa þessi aðvörunarorð vísindanna heldur tekið þau alvarlega og gert einhverskonar áætlanir um að bregðast rétt við ef það versta myndi gerast því það er á ábyrgð yfirvalda að huga að öryggi borgara landsins. Líkt og búast mátti við, því búið var að vara við því, þá fóru af stað í fyrra miklar jarðhræringar í námunda við Grindavík og töluvert landris sem er jafnan talinn vera fyrirvari eldgoss. Augu allra beindust að svæðinu og á slíkum tímum leggur fólk traust sitt á yfirvöld um að þau virki alla sína bestu hugsuði og vísindafólk um hvað gera skal ef það versta gerist. En hver er staðan núna? Jú, við erum í þeirri stöðu að þrátt fyrir allar viðvaranir og staðreyndir sem blasa við er ekki að finna neina rýmingaráætlun fyrir Suðurnesin. Ekki hefur verið tjáð fólki um hvað það skuli gera ef það fer að gjósa. Vissulega eru mestar líkur á því að ef það fer að gjósa mun það ekki vera hamfaragos, en þrátt fyrir það er það á ábyrgð yfirvalda að miðla til íbúa þeim áætlunum sem eru til staðar og eiga að tryggja öryggi þeirra. Borgarar eiga að finna fyrir því að yfirvöld séu undirbúin fyrir það versta því við búum á Íslandi þar sem allt getur gerst. En nei, við stöndum frammi fyrir því að staðan sé nú að „verið sé að vinna að rýmingaráætlun“, ekki að hún sé tilbúin fyrir löngu og að við séum búin undir fyrir það versta. Það er á ábyrgð yfirvalda að virkja kerfið til að undirbúa borgara landsins fyrir það sem gera skal ef hætta skapast af hendi náttúrunnar. Það er á þeirra ábyrgð að miðla þeim áætlunum til okkar um hvað yfirvöld munu gera ef vegi lokast og íbúar Reykjaness einangrast. Það er á þeirra ábyrgð að miðla til okkar hvað verði gert ef rafmagn fer af svæðinu í langan tíma. Það er á þeirra ábyrgð að miðla til okkar að verið sé að hugsa til okkar og að þeim sé umhugað um öryggi okkar allra því það er ekki hægt að vera vitur eftir á í aðstæðum sem þessum. Yfirvöld hafa svo sannarlega haft nægan tíma til þess. Höfundur býður sig fram í prófkjöri Pírata fyrir Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Suðurkjördæmi Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Allt frá Suðurlandsskjálftunum stóru árið 2000 og 2008 hafa jarðskjálftafræðingar varað við frekari virkni sem gæti haft enn meiri og jafnvel alvarlegri áhrif hér á Suðurlandi. Fjallað var um það ítarlega að sú virkni var ekki einskorðuð við svæðin kringum Selfoss og Hveragerði, heldur myndi þetta jafnvel haldast í hendur við svæðin hér á Reykjanesi. Þetta má meðal annars sjá í viðtali við Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðing í fréttum árið 2017, en þar varaði hann við að búast mætti við frekari virkni á komandi tímum því mikil spenna væri á svæðinu. Hann varaði meðal annars við hugsanlegum hræringum vestur af Bláfjöllum og að „þar ættu menn að vera mjög vakandi og fara virkilega skoða möguleika á stórum skjálfta þar, og fylgjast með skorpunni þar. Þetta er líka svo nálægt Reykjavík“. Auðvitað er ekki hægt að sjá fram í tímann en ég vil trúa því að yfirvöld hafi ekki ákveðið að hundsa þessi aðvörunarorð vísindanna heldur tekið þau alvarlega og gert einhverskonar áætlanir um að bregðast rétt við ef það versta myndi gerast því það er á ábyrgð yfirvalda að huga að öryggi borgara landsins. Líkt og búast mátti við, því búið var að vara við því, þá fóru af stað í fyrra miklar jarðhræringar í námunda við Grindavík og töluvert landris sem er jafnan talinn vera fyrirvari eldgoss. Augu allra beindust að svæðinu og á slíkum tímum leggur fólk traust sitt á yfirvöld um að þau virki alla sína bestu hugsuði og vísindafólk um hvað gera skal ef það versta gerist. En hver er staðan núna? Jú, við erum í þeirri stöðu að þrátt fyrir allar viðvaranir og staðreyndir sem blasa við er ekki að finna neina rýmingaráætlun fyrir Suðurnesin. Ekki hefur verið tjáð fólki um hvað það skuli gera ef það fer að gjósa. Vissulega eru mestar líkur á því að ef það fer að gjósa mun það ekki vera hamfaragos, en þrátt fyrir það er það á ábyrgð yfirvalda að miðla til íbúa þeim áætlunum sem eru til staðar og eiga að tryggja öryggi þeirra. Borgarar eiga að finna fyrir því að yfirvöld séu undirbúin fyrir það versta því við búum á Íslandi þar sem allt getur gerst. En nei, við stöndum frammi fyrir því að staðan sé nú að „verið sé að vinna að rýmingaráætlun“, ekki að hún sé tilbúin fyrir löngu og að við séum búin undir fyrir það versta. Það er á ábyrgð yfirvalda að virkja kerfið til að undirbúa borgara landsins fyrir það sem gera skal ef hætta skapast af hendi náttúrunnar. Það er á þeirra ábyrgð að miðla þeim áætlunum til okkar um hvað yfirvöld munu gera ef vegi lokast og íbúar Reykjaness einangrast. Það er á þeirra ábyrgð að miðla til okkar hvað verði gert ef rafmagn fer af svæðinu í langan tíma. Það er á þeirra ábyrgð að miðla til okkar að verið sé að hugsa til okkar og að þeim sé umhugað um öryggi okkar allra því það er ekki hægt að vera vitur eftir á í aðstæðum sem þessum. Yfirvöld hafa svo sannarlega haft nægan tíma til þess. Höfundur býður sig fram í prófkjöri Pírata fyrir Suðurkjördæmi.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun