LLCP kaupir meirihluta í Creditinfo Group Atli Ísleifsson skrifar 9. mars 2021 11:12 Brynja Baldursdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo á Íslandi. Creditinfo Framtakssjóðurinn Levine Leichtman Capital Partners (LLCP) hefur keypt meirihluta hlutafjár Creditinfo Group, móðurfélags Creditinfo á Íslandi. Frá þessu segir í tilkynningu, en Creditinfo var stofnað á Íslandi 1997 og starfa rúmlega fjögur hundruð manns hjá fyrirtækinu á yfir þrjátíu starfsstöðvum víða um heim. Í tilkynningunni segir að aðkoma LLCP sé áfangi í vexti Creditinfo, sem leiðandi fyrirtækis á heimsvísu við miðlun fjárhags- og viðskiptaupplýsinga til ákvarðanatöku. Ekkert segir um kaupverð. „Stöðug og vaxandi eftirspurn er eftir lausnum og greiningartólum Creditinfo. Með nýrri skipan í hluthafahópi Creditinfo fæst aukinn drifkraftur og ný stefna í vaxtaráætlanir fyrirtækisins um leið og samfellu er viðhaldið í rekstrinum, en Reynir Grétarsson, stofnandi Creditinfo, heldur sæti í stjórn og er jafnframt annar stærsti hluthafi félagsins. Paul Randall, sem gekk til liðs við Creditinfo árið 2007, leiðir fyrirtækið í næsta vaxtarfasa sem nýráðinn forstjóri samstæðunnar og kemur til með að vinna náið með Reyni og LLCP. Stjórnendahópur og stefna Creditinfo á Íslandi er óbreytt,“ segir í tilkynningunni. Paul Randall, forstjóra Creditinfo Group.Creditinfo Levine Leichtman Capital Partners Um Levine Leichtman Capital Partners, LLC, segir að það sé framtakssjóður sem einbeiti sér að fyrirtækjum af miðmarkaðsstærð. „Saga sjóðsins í markvissum fjárfestingum í ólíkum geirum, þar með talið á sviðið sérleyfa, fagþjónustu, menntunar og vöruframleiðslu, teygir sig 37 ár aftur í tímann. Fjárfestingarstefna LLCP byggir á fjölbreyttum fjárfestingum í hlutafélögum, sem sameinar skuldafjárfestingar og fjárfestingar í hlutafé í eignasafnsfyrirtækjum. Þessi einstaka samsetning býður stjórnendum og frumkvöðlum markvissari lausn sem um leið skilar vexti og tekjum með verulega skertri áhættu. Fyrir teymi sérfræðinga LLCP á sviði fjárfestinga á heimsvísu fara sjö meðeigendur sem að meðaltali hafa starfað hjá LLCP í 21 ár. Frá stofnun hefur LLCP haft umsjón með um það bil 11,7 milljörðum Bandaríkjadala af stofnanafjármagni í 14 fjárfestingarsjóðum og hefur fjárfest í yfir 90 eignasafnsfyrirtækjum. Eignir í stýringu hjá LLCP nema nú um 7,8 milljörðum dala, þar með talið í nýjasta flaggskipssjóði LLCP, Levine Leichtman Capital Partners VI, LP, sem hafði, í árslok 2018, fjárfest fyrir 2,5 milljarða dala og nýjasti sjóðurinn í Evrópu, Levine Leichtman Capital Partners Europe II SCSp, sem hafði fjárfest fyrir 463 milljónir evra í árslok 2020. Skrifstofur eru í Los Angeles, New York, Chicago, Charlotte, Miami , London, Stokkhólmi og Haag.“ Upplýsingatækni Mest lesið Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendur Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Fleiri fréttir Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu, en Creditinfo var stofnað á Íslandi 1997 og starfa rúmlega fjögur hundruð manns hjá fyrirtækinu á yfir þrjátíu starfsstöðvum víða um heim. Í tilkynningunni segir að aðkoma LLCP sé áfangi í vexti Creditinfo, sem leiðandi fyrirtækis á heimsvísu við miðlun fjárhags- og viðskiptaupplýsinga til ákvarðanatöku. Ekkert segir um kaupverð. „Stöðug og vaxandi eftirspurn er eftir lausnum og greiningartólum Creditinfo. Með nýrri skipan í hluthafahópi Creditinfo fæst aukinn drifkraftur og ný stefna í vaxtaráætlanir fyrirtækisins um leið og samfellu er viðhaldið í rekstrinum, en Reynir Grétarsson, stofnandi Creditinfo, heldur sæti í stjórn og er jafnframt annar stærsti hluthafi félagsins. Paul Randall, sem gekk til liðs við Creditinfo árið 2007, leiðir fyrirtækið í næsta vaxtarfasa sem nýráðinn forstjóri samstæðunnar og kemur til með að vinna náið með Reyni og LLCP. Stjórnendahópur og stefna Creditinfo á Íslandi er óbreytt,“ segir í tilkynningunni. Paul Randall, forstjóra Creditinfo Group.Creditinfo Levine Leichtman Capital Partners Um Levine Leichtman Capital Partners, LLC, segir að það sé framtakssjóður sem einbeiti sér að fyrirtækjum af miðmarkaðsstærð. „Saga sjóðsins í markvissum fjárfestingum í ólíkum geirum, þar með talið á sviðið sérleyfa, fagþjónustu, menntunar og vöruframleiðslu, teygir sig 37 ár aftur í tímann. Fjárfestingarstefna LLCP byggir á fjölbreyttum fjárfestingum í hlutafélögum, sem sameinar skuldafjárfestingar og fjárfestingar í hlutafé í eignasafnsfyrirtækjum. Þessi einstaka samsetning býður stjórnendum og frumkvöðlum markvissari lausn sem um leið skilar vexti og tekjum með verulega skertri áhættu. Fyrir teymi sérfræðinga LLCP á sviði fjárfestinga á heimsvísu fara sjö meðeigendur sem að meðaltali hafa starfað hjá LLCP í 21 ár. Frá stofnun hefur LLCP haft umsjón með um það bil 11,7 milljörðum Bandaríkjadala af stofnanafjármagni í 14 fjárfestingarsjóðum og hefur fjárfest í yfir 90 eignasafnsfyrirtækjum. Eignir í stýringu hjá LLCP nema nú um 7,8 milljörðum dala, þar með talið í nýjasta flaggskipssjóði LLCP, Levine Leichtman Capital Partners VI, LP, sem hafði, í árslok 2018, fjárfest fyrir 2,5 milljarða dala og nýjasti sjóðurinn í Evrópu, Levine Leichtman Capital Partners Europe II SCSp, sem hafði fjárfest fyrir 463 milljónir evra í árslok 2020. Skrifstofur eru í Los Angeles, New York, Chicago, Charlotte, Miami , London, Stokkhólmi og Haag.“
Upplýsingatækni Mest lesið Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendur Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Fleiri fréttir Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka Sjá meira