Einn frægasti leikvangur heims verður endurskírður í höfuðið á Pele Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2021 09:31 Edson Arantes do Nascimento, betur þekktur sem Pele, átti magnaða feril á sínum tíma. EPA-EFE/SEBASTIAO MOREIRA Borgarstjórnin í Ríó hefur ákveðið að heiðra einn besta knattspyrnumann sögunnar með því að nefna heimsþekktan íþróttaleikvang eftir honum. Hinn frægi Maracana leikvangur í Ríó í Brasilíu mun eftir atkvæðagreiðsluna í borgarstjórninni í gær heita Edson Arantes do Nascimento - Rei Pele leikvangurinn. Þeir skírðu því ekki aðeins völlinn eftir Pele heldur eftir Pele kóngi. Pele er aðeins gælunafn brasilíska knattspyrnusnillingsins en hann völlurinn fær hans fulla nafn líka. Pele er eini knattspyrnumaðurinn sem hefur orðið heimsmeistari þrisvar sinnum en hann skoraði tvö mörk í úrslitaleiknum 1958 þegar hann var bara sautján ára og var með mark og tvær stoðsendingar í úrslitaleiknum 1970 þá 29 ára gamall. Football: Rio votes to put Pele's name on famous Maracana stadium https://t.co/q65lN53Wqr— ST Sports Desk (@STsportsdesk) March 10, 2021 Maracana leikvangurinn hefur hýst tvo úrslitaleiki HM (1950 og 2014) og þar fór einnig fram setningar- og lokaathöfnin á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Pele er orðinn 80 ára gamall og spilaði mörgum sinnum á vellinum. Einn af þeim leikjum kom árið 1969 þegar hann skoraði sitt þúsundasta mark á ferlinum í leik með Santos á móti Vasco da Gama. „Hann á þennan virðingarvott skilinn enda þekkir allur heimurinn goðsagnakennda stöðu hans í brasilískum fótbolta og þá hefur hann verið frábær sendiherra fyrir þjóð sína í gegnum tíðina,“ sagði borgarstjórnarfulltrúinn sem lagði fram tillöguna. Brasilíumenn vildu líka augljóslega passa upp á það að Pele væri ekki minni maður en Maradona en lengi hefur verið rifist um það hvor þeirra sé besti knattspyrnumaður sögunnar, svona fyrir komu Lionel Messi og Cristiano Ronaldo. Brazil's world famous Maracana in Rio de Janeiro to be renamed the 'King #Pele Stadium' @NatSportUAE explains https://t.co/6SAJCRvIcW pic.twitter.com/cRn1dr121a— The National (@TheNationalNews) March 10, 2021 Diego Maradona var sýndur sá heiður á dögunum í Napoli á Ítalíu þegar ítalska félagið endurskírði leikvanginn sinn Stadio Diego Armando Maradona. Brasilíumenn vildu greinilega passa upp á það að þeirra stærsta goðsgöng ætti líka sinn eigin leikvang. Þetta þýddi um leið að leikvangurinn missir gamla nafnið sitt en hann var skírður eftir blaðamanninum Mario Filho sem barðist fyrir byggingu hans á sínum tíma. Allt íþróttasvæðið mun þó áfram bera nafn Mario Filho. Það eru ekki allir ánægðir með þessa niðurstöðu og sumir hafa gert athugasemd við það að Pele sé ekki frá Ríó en hann hefur auk þess búið stærstan hluta ævi sinnar í Sao Paulo. Fótbolti Brasilía Mest lesið Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Körfubolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Fótbolti Fleiri fréttir Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Hollywood-liðið komið upp í B-deild Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Bayern kláraði sitt en Leverkusen seinkaði sigurhátíðinni María hetja dagsins en mark Ingibjargar dugði skammt Ræða það að hætta með framlengingar í Meistaradeildinni Súrt hjá bæði Sædísi og Vigdísi Lilju í toppslag Chelsea upp í fjórða sætið Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH Real Madrid skrópaði á blaðamannafund en ætlar ekki að skrópa í leikinn Skoraði og ældi í leik á afmælisdaginn sinn Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Fótboltamaður lést í upphitun „Vilja allir spila fyrir Man United“ Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjá meira
Hinn frægi Maracana leikvangur í Ríó í Brasilíu mun eftir atkvæðagreiðsluna í borgarstjórninni í gær heita Edson Arantes do Nascimento - Rei Pele leikvangurinn. Þeir skírðu því ekki aðeins völlinn eftir Pele heldur eftir Pele kóngi. Pele er aðeins gælunafn brasilíska knattspyrnusnillingsins en hann völlurinn fær hans fulla nafn líka. Pele er eini knattspyrnumaðurinn sem hefur orðið heimsmeistari þrisvar sinnum en hann skoraði tvö mörk í úrslitaleiknum 1958 þegar hann var bara sautján ára og var með mark og tvær stoðsendingar í úrslitaleiknum 1970 þá 29 ára gamall. Football: Rio votes to put Pele's name on famous Maracana stadium https://t.co/q65lN53Wqr— ST Sports Desk (@STsportsdesk) March 10, 2021 Maracana leikvangurinn hefur hýst tvo úrslitaleiki HM (1950 og 2014) og þar fór einnig fram setningar- og lokaathöfnin á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Pele er orðinn 80 ára gamall og spilaði mörgum sinnum á vellinum. Einn af þeim leikjum kom árið 1969 þegar hann skoraði sitt þúsundasta mark á ferlinum í leik með Santos á móti Vasco da Gama. „Hann á þennan virðingarvott skilinn enda þekkir allur heimurinn goðsagnakennda stöðu hans í brasilískum fótbolta og þá hefur hann verið frábær sendiherra fyrir þjóð sína í gegnum tíðina,“ sagði borgarstjórnarfulltrúinn sem lagði fram tillöguna. Brasilíumenn vildu líka augljóslega passa upp á það að Pele væri ekki minni maður en Maradona en lengi hefur verið rifist um það hvor þeirra sé besti knattspyrnumaður sögunnar, svona fyrir komu Lionel Messi og Cristiano Ronaldo. Brazil's world famous Maracana in Rio de Janeiro to be renamed the 'King #Pele Stadium' @NatSportUAE explains https://t.co/6SAJCRvIcW pic.twitter.com/cRn1dr121a— The National (@TheNationalNews) March 10, 2021 Diego Maradona var sýndur sá heiður á dögunum í Napoli á Ítalíu þegar ítalska félagið endurskírði leikvanginn sinn Stadio Diego Armando Maradona. Brasilíumenn vildu greinilega passa upp á það að þeirra stærsta goðsgöng ætti líka sinn eigin leikvang. Þetta þýddi um leið að leikvangurinn missir gamla nafnið sitt en hann var skírður eftir blaðamanninum Mario Filho sem barðist fyrir byggingu hans á sínum tíma. Allt íþróttasvæðið mun þó áfram bera nafn Mario Filho. Það eru ekki allir ánægðir með þessa niðurstöðu og sumir hafa gert athugasemd við það að Pele sé ekki frá Ríó en hann hefur auk þess búið stærstan hluta ævi sinnar í Sao Paulo.
Fótbolti Brasilía Mest lesið Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Körfubolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Fótbolti Fleiri fréttir Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Hollywood-liðið komið upp í B-deild Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Bayern kláraði sitt en Leverkusen seinkaði sigurhátíðinni María hetja dagsins en mark Ingibjargar dugði skammt Ræða það að hætta með framlengingar í Meistaradeildinni Súrt hjá bæði Sædísi og Vigdísi Lilju í toppslag Chelsea upp í fjórða sætið Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH Real Madrid skrópaði á blaðamannafund en ætlar ekki að skrópa í leikinn Skoraði og ældi í leik á afmælisdaginn sinn Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Fótboltamaður lést í upphitun „Vilja allir spila fyrir Man United“ Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjá meira