Einn frægasti leikvangur heims verður endurskírður í höfuðið á Pele Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2021 09:31 Edson Arantes do Nascimento, betur þekktur sem Pele, átti magnaða feril á sínum tíma. EPA-EFE/SEBASTIAO MOREIRA Borgarstjórnin í Ríó hefur ákveðið að heiðra einn besta knattspyrnumann sögunnar með því að nefna heimsþekktan íþróttaleikvang eftir honum. Hinn frægi Maracana leikvangur í Ríó í Brasilíu mun eftir atkvæðagreiðsluna í borgarstjórninni í gær heita Edson Arantes do Nascimento - Rei Pele leikvangurinn. Þeir skírðu því ekki aðeins völlinn eftir Pele heldur eftir Pele kóngi. Pele er aðeins gælunafn brasilíska knattspyrnusnillingsins en hann völlurinn fær hans fulla nafn líka. Pele er eini knattspyrnumaðurinn sem hefur orðið heimsmeistari þrisvar sinnum en hann skoraði tvö mörk í úrslitaleiknum 1958 þegar hann var bara sautján ára og var með mark og tvær stoðsendingar í úrslitaleiknum 1970 þá 29 ára gamall. Football: Rio votes to put Pele's name on famous Maracana stadium https://t.co/q65lN53Wqr— ST Sports Desk (@STsportsdesk) March 10, 2021 Maracana leikvangurinn hefur hýst tvo úrslitaleiki HM (1950 og 2014) og þar fór einnig fram setningar- og lokaathöfnin á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Pele er orðinn 80 ára gamall og spilaði mörgum sinnum á vellinum. Einn af þeim leikjum kom árið 1969 þegar hann skoraði sitt þúsundasta mark á ferlinum í leik með Santos á móti Vasco da Gama. „Hann á þennan virðingarvott skilinn enda þekkir allur heimurinn goðsagnakennda stöðu hans í brasilískum fótbolta og þá hefur hann verið frábær sendiherra fyrir þjóð sína í gegnum tíðina,“ sagði borgarstjórnarfulltrúinn sem lagði fram tillöguna. Brasilíumenn vildu líka augljóslega passa upp á það að Pele væri ekki minni maður en Maradona en lengi hefur verið rifist um það hvor þeirra sé besti knattspyrnumaður sögunnar, svona fyrir komu Lionel Messi og Cristiano Ronaldo. Brazil's world famous Maracana in Rio de Janeiro to be renamed the 'King #Pele Stadium' @NatSportUAE explains https://t.co/6SAJCRvIcW pic.twitter.com/cRn1dr121a— The National (@TheNationalNews) March 10, 2021 Diego Maradona var sýndur sá heiður á dögunum í Napoli á Ítalíu þegar ítalska félagið endurskírði leikvanginn sinn Stadio Diego Armando Maradona. Brasilíumenn vildu greinilega passa upp á það að þeirra stærsta goðsgöng ætti líka sinn eigin leikvang. Þetta þýddi um leið að leikvangurinn missir gamla nafnið sitt en hann var skírður eftir blaðamanninum Mario Filho sem barðist fyrir byggingu hans á sínum tíma. Allt íþróttasvæðið mun þó áfram bera nafn Mario Filho. Það eru ekki allir ánægðir með þessa niðurstöðu og sumir hafa gert athugasemd við það að Pele sé ekki frá Ríó en hann hefur auk þess búið stærstan hluta ævi sinnar í Sao Paulo. Fótbolti Brasilía Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Sjá meira
Hinn frægi Maracana leikvangur í Ríó í Brasilíu mun eftir atkvæðagreiðsluna í borgarstjórninni í gær heita Edson Arantes do Nascimento - Rei Pele leikvangurinn. Þeir skírðu því ekki aðeins völlinn eftir Pele heldur eftir Pele kóngi. Pele er aðeins gælunafn brasilíska knattspyrnusnillingsins en hann völlurinn fær hans fulla nafn líka. Pele er eini knattspyrnumaðurinn sem hefur orðið heimsmeistari þrisvar sinnum en hann skoraði tvö mörk í úrslitaleiknum 1958 þegar hann var bara sautján ára og var með mark og tvær stoðsendingar í úrslitaleiknum 1970 þá 29 ára gamall. Football: Rio votes to put Pele's name on famous Maracana stadium https://t.co/q65lN53Wqr— ST Sports Desk (@STsportsdesk) March 10, 2021 Maracana leikvangurinn hefur hýst tvo úrslitaleiki HM (1950 og 2014) og þar fór einnig fram setningar- og lokaathöfnin á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Pele er orðinn 80 ára gamall og spilaði mörgum sinnum á vellinum. Einn af þeim leikjum kom árið 1969 þegar hann skoraði sitt þúsundasta mark á ferlinum í leik með Santos á móti Vasco da Gama. „Hann á þennan virðingarvott skilinn enda þekkir allur heimurinn goðsagnakennda stöðu hans í brasilískum fótbolta og þá hefur hann verið frábær sendiherra fyrir þjóð sína í gegnum tíðina,“ sagði borgarstjórnarfulltrúinn sem lagði fram tillöguna. Brasilíumenn vildu líka augljóslega passa upp á það að Pele væri ekki minni maður en Maradona en lengi hefur verið rifist um það hvor þeirra sé besti knattspyrnumaður sögunnar, svona fyrir komu Lionel Messi og Cristiano Ronaldo. Brazil's world famous Maracana in Rio de Janeiro to be renamed the 'King #Pele Stadium' @NatSportUAE explains https://t.co/6SAJCRvIcW pic.twitter.com/cRn1dr121a— The National (@TheNationalNews) March 10, 2021 Diego Maradona var sýndur sá heiður á dögunum í Napoli á Ítalíu þegar ítalska félagið endurskírði leikvanginn sinn Stadio Diego Armando Maradona. Brasilíumenn vildu greinilega passa upp á það að þeirra stærsta goðsgöng ætti líka sinn eigin leikvang. Þetta þýddi um leið að leikvangurinn missir gamla nafnið sitt en hann var skírður eftir blaðamanninum Mario Filho sem barðist fyrir byggingu hans á sínum tíma. Allt íþróttasvæðið mun þó áfram bera nafn Mario Filho. Það eru ekki allir ánægðir með þessa niðurstöðu og sumir hafa gert athugasemd við það að Pele sé ekki frá Ríó en hann hefur auk þess búið stærstan hluta ævi sinnar í Sao Paulo.
Fótbolti Brasilía Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Sjá meira