Gasol gæti byrjað á slag við Tryggva: Gamall og hef ekki spilað í tvö ár Sindri Sverrisson skrifar 10. mars 2021 14:00 Pau Gasol er byrjaður að æfa með Barcelona á nýjan leik eftir langt hlé. @FCBBasket Bárðdælingurinn Tryggvi Snær Hlinason gæti orðið fyrstur til að glíma við Pau Gasol þegar þessi margverðlaunaða, fertuga körfuboltastjarna snýr aftur á parketið eftir tveggja ára hlé. Gasol hóf æfingar með Barcelona í vikunni eftir þau stórtíðindi að hann hygðist endurræsa ferilinn með liðinu þar sem ævintýri hans hófst. Gasol varð tvöfaldur NBA-meistari með LA Lakers, sex sinnum valinn í stjörnuleikinn, þrefaldur Evrópumeistari og heimsmeistari með Spáni, en hefur ekki spilað síðan hann staldraði stutt við hjá Milwaukee Bucks 2019. Hann viðurkennir þó að hann verði að taka tillit til aldurs og þess að hafa ekki spilað körfubolta í tvö ár, en miðað við skrif spænskra miðla á borð við Sport verður stutt þangað til að hann byrjar að spila. Miðillinn segir að Gasol komi til með að ferðast með Barcelona í leikinn við Real Madrid í Euroleague á morgun, þó að hann spili ekki. Næsti leikur Barcelona er svo við Tryggva og félaga í Zaragoza á laugardagskvöld. Þess má geta að leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3. Klippa: Pau Gasol hittir liðsfélagana í Barcelona „Hugmyndin mín var sú að ef ég kæmi aftur til Evrópu þá yrði það með Barcelona,“ sagði Gasol sem lék með Barcelona árin 1998-2001 áður en ferillinn farsæli í NBA hófst. Með Barcelona vann hann tvo Spánarmeistaratitla á þremur árum. „Það var lykilatriði fyrir mig að ræða við Sarunas [Jasikevicius, þjálfara Barcelona]. Hann sagði mér hvernig ég gæti hjálpað liðinu. Það var allt mjög gott. Hann skilur líka að ég er í ákveðinni endurhæfingu. Ég hef í raun ekki spilað körfubolta í nær tvö ár. Ég er líka gamall þegar við miðum við íþróttaheiminn. Við verðum að taka eitt skref í einu,“ sagði Gasol eftir að hafa lokið læknisskoðun og hitt nýju liðsfélaga sína á mánudaginn. Spænski körfuboltinn, ACB, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. ACB er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Spænski körfuboltinn Tengdar fréttir Pau Gasol gengur í raðir Börsunga og stefnir á Ólympíuleikana í Tókýó Spænski körfuknattleiksmaðurinn Pau Gasol tilkynnti í dag að hann sé í þann mund að ganga í raðir Barcelona. Hinn fertugi Gasol gerði garðinn frægan með Los Angeles Lakers í NBA-deildinni fyrr á þessari öld. 23. febrúar 2021 18:30 Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Fleiri fréttir Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Sjá meira
Gasol hóf æfingar með Barcelona í vikunni eftir þau stórtíðindi að hann hygðist endurræsa ferilinn með liðinu þar sem ævintýri hans hófst. Gasol varð tvöfaldur NBA-meistari með LA Lakers, sex sinnum valinn í stjörnuleikinn, þrefaldur Evrópumeistari og heimsmeistari með Spáni, en hefur ekki spilað síðan hann staldraði stutt við hjá Milwaukee Bucks 2019. Hann viðurkennir þó að hann verði að taka tillit til aldurs og þess að hafa ekki spilað körfubolta í tvö ár, en miðað við skrif spænskra miðla á borð við Sport verður stutt þangað til að hann byrjar að spila. Miðillinn segir að Gasol komi til með að ferðast með Barcelona í leikinn við Real Madrid í Euroleague á morgun, þó að hann spili ekki. Næsti leikur Barcelona er svo við Tryggva og félaga í Zaragoza á laugardagskvöld. Þess má geta að leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3. Klippa: Pau Gasol hittir liðsfélagana í Barcelona „Hugmyndin mín var sú að ef ég kæmi aftur til Evrópu þá yrði það með Barcelona,“ sagði Gasol sem lék með Barcelona árin 1998-2001 áður en ferillinn farsæli í NBA hófst. Með Barcelona vann hann tvo Spánarmeistaratitla á þremur árum. „Það var lykilatriði fyrir mig að ræða við Sarunas [Jasikevicius, þjálfara Barcelona]. Hann sagði mér hvernig ég gæti hjálpað liðinu. Það var allt mjög gott. Hann skilur líka að ég er í ákveðinni endurhæfingu. Ég hef í raun ekki spilað körfubolta í nær tvö ár. Ég er líka gamall þegar við miðum við íþróttaheiminn. Við verðum að taka eitt skref í einu,“ sagði Gasol eftir að hafa lokið læknisskoðun og hitt nýju liðsfélaga sína á mánudaginn. Spænski körfuboltinn, ACB, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. ACB er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski körfuboltinn, ACB, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. ACB er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski körfuboltinn Tengdar fréttir Pau Gasol gengur í raðir Börsunga og stefnir á Ólympíuleikana í Tókýó Spænski körfuknattleiksmaðurinn Pau Gasol tilkynnti í dag að hann sé í þann mund að ganga í raðir Barcelona. Hinn fertugi Gasol gerði garðinn frægan með Los Angeles Lakers í NBA-deildinni fyrr á þessari öld. 23. febrúar 2021 18:30 Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Fleiri fréttir Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Sjá meira
Pau Gasol gengur í raðir Börsunga og stefnir á Ólympíuleikana í Tókýó Spænski körfuknattleiksmaðurinn Pau Gasol tilkynnti í dag að hann sé í þann mund að ganga í raðir Barcelona. Hinn fertugi Gasol gerði garðinn frægan með Los Angeles Lakers í NBA-deildinni fyrr á þessari öld. 23. febrúar 2021 18:30