Lærði helling af pabbanum en er aðeins rólegri í skapinu en hann Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. mars 2021 11:00 Feðgarnir Patrik Sigurður og Gunnar Sigurðsson. vísir/getty/epa Um æðar Patriks Sigurðar Gunnarssonar rennur markvarðablóð en faðir hans stóð milli stanganna hjá liðum á borð við ÍBV, Fram og FH á árum áður. Patrik er aðalmarkvörður U-21 árs landsliðs Íslands sem er á leið á EM síðar í þessum mánuði. Hann fékk gott markvarðaruppeldi hjá föður sínum, Gunnari Sigurðssyni, en fékk þó að ráða hvaða stöðu hann myndi spila. „Hann kenndi mér grunninn þegar ég var ungur, bara til að hafa hann, og svo mátti ég ráða hvað ég myndi gera,“ sagði Patrik í samtali við Vísi. „En eftir Shell-mótið í 6. flokki tók ég þá ákvörðun að vera í markinu.“ Patrik hefur verið á mála hjá enska B-deildarliðinu Brentford síðan 2018 en leikur í dag með Silkeborg í dönsku B-deildinni. Hann æfði oft með pabba sínum meðan hann bjó enn á Íslandi. „Þegar ég var í fríi eða svoleiðis fór ég oft með honum út á völl á aukaæfingar sem hjálpaði mjög mikið,“ sagði Patrik. „Ég tala við hann eftir hvern einasta leik sem ég spila. Hann horfir á alla leiki og það er bara gott.“ Stór karakter og topp markvörður Gunnar lék 131 leik í efstu deild með ÍBV, Fram og FH. Hann varð Íslandsmeistari með ÍBV 1997 og 1998 og bikarmeistari 1998. Þá var hann aðalmarkvörður Íslandsmeistaraliðs FH seinni hluta tímabilsins 2008. Patrik segist muna aðeins eftir pabba sínum sem leikmanni. „Já, líka það sem ég hef heyrt og tengt þannig við. Að hann hafi verið alveg snargeðveikur og stór karakter. Og topp markvörður á Íslandi.“ En er Patrik rólegri í skapinu en pabbi sinn? „Ég er orðinn rólegri. Ég var mjög strekktur þegar ég var yngri en hann kenndi mér fljótt að væri ekkert alltaf gott að vera svona. Að maður þyrfti að læra að nota skapið sem ég tel mig hafa gert,“ sagði Patrik. Undanfarin ár hefur Gunnar verið markvarðaþjálfari Fjölnis og hikar ekki við að láta í sér heyra á hliðarlínunni. EM U21 í fótbolta 2021 Mest lesið Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Sjá meira
Patrik er aðalmarkvörður U-21 árs landsliðs Íslands sem er á leið á EM síðar í þessum mánuði. Hann fékk gott markvarðaruppeldi hjá föður sínum, Gunnari Sigurðssyni, en fékk þó að ráða hvaða stöðu hann myndi spila. „Hann kenndi mér grunninn þegar ég var ungur, bara til að hafa hann, og svo mátti ég ráða hvað ég myndi gera,“ sagði Patrik í samtali við Vísi. „En eftir Shell-mótið í 6. flokki tók ég þá ákvörðun að vera í markinu.“ Patrik hefur verið á mála hjá enska B-deildarliðinu Brentford síðan 2018 en leikur í dag með Silkeborg í dönsku B-deildinni. Hann æfði oft með pabba sínum meðan hann bjó enn á Íslandi. „Þegar ég var í fríi eða svoleiðis fór ég oft með honum út á völl á aukaæfingar sem hjálpaði mjög mikið,“ sagði Patrik. „Ég tala við hann eftir hvern einasta leik sem ég spila. Hann horfir á alla leiki og það er bara gott.“ Stór karakter og topp markvörður Gunnar lék 131 leik í efstu deild með ÍBV, Fram og FH. Hann varð Íslandsmeistari með ÍBV 1997 og 1998 og bikarmeistari 1998. Þá var hann aðalmarkvörður Íslandsmeistaraliðs FH seinni hluta tímabilsins 2008. Patrik segist muna aðeins eftir pabba sínum sem leikmanni. „Já, líka það sem ég hef heyrt og tengt þannig við. Að hann hafi verið alveg snargeðveikur og stór karakter. Og topp markvörður á Íslandi.“ En er Patrik rólegri í skapinu en pabbi sinn? „Ég er orðinn rólegri. Ég var mjög strekktur þegar ég var yngri en hann kenndi mér fljótt að væri ekkert alltaf gott að vera svona. Að maður þyrfti að læra að nota skapið sem ég tel mig hafa gert,“ sagði Patrik. Undanfarin ár hefur Gunnar verið markvarðaþjálfari Fjölnis og hikar ekki við að láta í sér heyra á hliðarlínunni.
EM U21 í fótbolta 2021 Mest lesið Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Sjá meira