„Það eina sem ég get gert er að horfa jákvæðum augum á þetta“ Sindri Sverrisson skrifar 12. mars 2021 12:02 Hlynur Andrésson á Íslandsmet í fimm greinum utanhúss og stefnir á methlaup í maraþoni eftir rúma viku. Mynd/ÍSÍ Veður hefur sett strik í reikninginn hjá Hlyni Andréssyni sem sett hefur sér það stóra markmið að komast á Ólympíuleikana í Tókýó í sumar með sínu fyrsta maraþonhlaupi. Hlynur hugðist hlaupa sitt fyrsta maraþon í Bern, höfuðborg Sviss, á sunnudaginn en hlaupinu hefur verið frestað vegna mjög slæmrar veðurspár. Þess í stað mun Hlynur hlaupa í Dresden í Þýskalandi eftir rúma viku. Hann er eftir sem áður staðráðinn í að hlaupa undir ólymíulágmarkinu, 2 klukkutímum og 11 og hálfri mínútu. Hann myndi þá jafnframt stórbæta Íslandsmet Kára Steins Karlssonar. „Það er mjög mikilvægt að láta ekki svona hluti sem maður hefur enga stjórn á hafa áhrif á sig, því andlega hliðin skiptir öllu máli til þess að ná sem mestu úr sjálfum sér. Það eina sem ég get gert er að horfa jákvæðum augum á þetta,“ segir Hlynur í samtali við Vísi. „Ég veit til dæmis að Dresden er mjög hröð braut og þar verða ennþá fleiri keppendur þar sem að margir úr Bern hafa komist inn í Dresden í staðinn. Svo gefur þetta mér eina viku í viðbót til þess að vera viss um að líkaminn sé nægilega hvíldur,“ segir Eyjamaðurinn sem búið hefur og æft í Hollandi frá haustinu 2018. Eina tækifærið því Hlynur ætlar ekki til Tókýó bara til þess að taka þátt Hlynur hefur slegið hvert Íslandsmetið á fætur öðru síðustu ár og á nú metin í öllum hlaupavegalengdum frá 3.000 metra hlaupi til hálfs maraþons, eða alls fimm met. Hann hljóp hálft maraþon í fyrahaust á 1:02:47 klukkustund og ákvað eftir það að reyna við ólympíulágmarkið í heilu maraþoni. Hlynur hefur hins vegar ákveðið að mótið í Bern verði hans fyrsta og síðasta tilraun fyrir leikana í Tókýó: „Já ég er alveg viss. Eftir maraþon þá þarf maður 2 vikur í hvíld til þess að leyfa líkamanum að ná sér og svo 2 vikur með auðveldari æfingum og minni ákefð. Ef ég myndi hlaupa annað maraþon seinna á árinu, þá væri ekki nægur tími til þess að vera með góðan undirbúning fyrir leikana og ég vil ekki fara til Tókýó bara til þess að taka þátt.“ Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Fleiri fréttir Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Telur daga McGregor í UFC talda Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Sjá meira
Hlynur hugðist hlaupa sitt fyrsta maraþon í Bern, höfuðborg Sviss, á sunnudaginn en hlaupinu hefur verið frestað vegna mjög slæmrar veðurspár. Þess í stað mun Hlynur hlaupa í Dresden í Þýskalandi eftir rúma viku. Hann er eftir sem áður staðráðinn í að hlaupa undir ólymíulágmarkinu, 2 klukkutímum og 11 og hálfri mínútu. Hann myndi þá jafnframt stórbæta Íslandsmet Kára Steins Karlssonar. „Það er mjög mikilvægt að láta ekki svona hluti sem maður hefur enga stjórn á hafa áhrif á sig, því andlega hliðin skiptir öllu máli til þess að ná sem mestu úr sjálfum sér. Það eina sem ég get gert er að horfa jákvæðum augum á þetta,“ segir Hlynur í samtali við Vísi. „Ég veit til dæmis að Dresden er mjög hröð braut og þar verða ennþá fleiri keppendur þar sem að margir úr Bern hafa komist inn í Dresden í staðinn. Svo gefur þetta mér eina viku í viðbót til þess að vera viss um að líkaminn sé nægilega hvíldur,“ segir Eyjamaðurinn sem búið hefur og æft í Hollandi frá haustinu 2018. Eina tækifærið því Hlynur ætlar ekki til Tókýó bara til þess að taka þátt Hlynur hefur slegið hvert Íslandsmetið á fætur öðru síðustu ár og á nú metin í öllum hlaupavegalengdum frá 3.000 metra hlaupi til hálfs maraþons, eða alls fimm met. Hann hljóp hálft maraþon í fyrahaust á 1:02:47 klukkustund og ákvað eftir það að reyna við ólympíulágmarkið í heilu maraþoni. Hlynur hefur hins vegar ákveðið að mótið í Bern verði hans fyrsta og síðasta tilraun fyrir leikana í Tókýó: „Já ég er alveg viss. Eftir maraþon þá þarf maður 2 vikur í hvíld til þess að leyfa líkamanum að ná sér og svo 2 vikur með auðveldari æfingum og minni ákefð. Ef ég myndi hlaupa annað maraþon seinna á árinu, þá væri ekki nægur tími til þess að vera með góðan undirbúning fyrir leikana og ég vil ekki fara til Tókýó bara til þess að taka þátt.“
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Fleiri fréttir Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Telur daga McGregor í UFC talda Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Sjá meira