Heilbrigðiskerfið: rekstur og gildismat Katrín Sif Sigurgeirsdóttir skrifar 14. mars 2021 08:53 Sjónvarpsþátturinn Kveikur sem sýndur var á Rúv þann 4. mars sl. fjallaði um rammasamninga Sjúkratrygginga Íslands við sérfræðilækna. Þar var hulunni, að hálfu, svipt af einni stórri blæðingu í heilbrigðiskerfinu. Áhorfið leiddi huga minn að því hversu margt það er sem þarf að endurskoða og endurskipuleggja í heilbrigðiskerfinu okkar. Hvað er til ráða? Heilbrigðiskerfið, heilsugæslan og sjúkrahúsin, hafa verið með niðurskurðarhnífinn yfir sér um áraraðir. Margir sem nú starfa í kerfinu hafa aldrei starfað þar án þess að yfir höfði þess sé stöðug krafa um meiri niðurskurð. Niðurskurðarkrafan er orðin eins og regla frekar en undantekning. Ég starfaði á deild um árabil, utan höfuðborgarsvæðisins þar sem það var stöðug hræðsla meðal starfsfólksins um starfsöryggi sitt. Yfir starfsfólkinu vofði stöðugt sú ógn að líklegast yrði deildinni lokað eftir vikur eða mánuði. Flestir sem þar störfuðu bjuggu í eða nærri bæjarfélaginu, voru í starfi sem krafðist sérfræðiþekkingar og höfðu mikla hagsmuni af því geta starfað við sitt fag í heimabyggð. Ég varð aldrei vör við það á þeim árum sem ég starfaði þarna að eitthvað væri gert til að hlúa að og valdefla starfsfólkið. Það að starfa við stöðuga ógn og óöryggi eru ekki góðar starfsaðstæður. Það eru ekki starfsaðstæður sem draga það besta fram og auka framleiðni. Slíkar starfsaðstæður ættu alls ekki að vera viðvarandi staðreynd í daglegum rekstri frekar en hin stöðuga niðurskurðarkrafa. Við erum einfaldlega föst. Komin of djúpt í hjólför sem leiða okkur ekki áfram. Þurfum að finna nýja leið. Það er ekki hægt að fá það besta fram ef jarðvegurinn er veiktur og áburðurinn enginn. Það er ekki endalaust hægt að skera niður, því að á endanum þá er ekkert eftir. Við þurfum að fara að endurskilgreina kerfið. Til að geta rekið gott heilbrigðiskerfi þurfum við fyrst og fremst að hafa vel menntað og fært starfsfólk. Það er jú mannauðurinn sem kerfið er reist á. Starfsfólkið þarf að búa yfir víðtækri menntun, fjölbreyttri sérþekkingu og reynslu. Við gerum einnig eðlilega kröfu um að heilbrigðisstarfsfólkið okkar stundi sí- og endurmenntun til að halda sér við og vera ávallt viðbúið að veita þjónustu byggða á bestu mögulegu þekkingu hverju sinni. Þetta kostar, bæði tíma og peninga. Kannanir hafa sýnt að almenningur vill leggja pening úr okkar sameiginlegu sjóðum í að byggja og reka gott heilbrigðiskerfi. Almenningur vill að heilbrigðisstarfsfólk fái sanngjarnar greiðslur fyrir vinnuna sína. Hjá þeim heilbrigðisstéttum sem alfarið eða að mestu leyti eru mannaðar konum hefur mat á starfsframlagi alls ekki endurspeglast í launaumslaginu, þvert á móti. Þetta er þekkt og sagan er löng. Barátta stærstu þessara kvennastétta hefur staðið yfir í meira en 100 ár. Það þarf þó ekki að skoða svo langt aftur í tímann til að sjá hvernig þróunin hefur verið. Þegar þessar stéttir hafa sest til borðs til að semja um kjör sín og réttindi hafa vopnin iðulega verið slegin úr höndunum á þeim líkt og um óþekkar smástelpur í frekjukasti væri að ræða. Stærsti útgjaldaliður heilbrigðiskerfisins er launakostnaður. Enda eins og fram hefur komið er heilbrigðiskerfið byggt á mannauðnum. Til að sanngirni sé gætt og sátt ríki um rekstur þessa mikla bákns þarf allt að vera uppi á borðum. Allt. Það þarf að taka fyrir alla sjálftöku úr sameiginlegum sjóðum þarna sem og annarstaðar. Það þarf að meta raunhæft verðleika þeirra starfa sem innt eru af hendi. Gera skýrar starfslýsingar fyrir öll þau störf sem unnin eru í heilbrigðiskerfinu og út frá þeim verðmætamat byggt á ábyrgð, álagi, menntun og reynslu. Launin eiga svo að endurspegla það mat. Einnig þarf að taka tillit til þess að mikil þörf er á að tryggja aðganga allra landsmanna að heilbrigðisþjónustu og því þurfa stofnanir að hafa svigrúm til að vera samkeppnishæfar um starfsfólk, ekki síst stofnanir á landsbyggðinni. Stofnanasamningum var komið á með því markmiði að stofnanir gætu nýtt sér þá til að skapa samkeppnishæft umhverfi. Stofnanasamningar hafa nú verið við lýði um margra ára skeið en því miður ekki sannað gildi sitt þar sem oftar en ekki hefur skort á að þeim fylgi fjármagn svo stofnanir hafi svigrúm til að semja. Ýmsar útfærslur hafa verið reyndar, líkt og tilraunaverkefnið Bókun 2 sem átti að byggja á jákvæðri endurgjöf í formi eingreiðslu til starfsmanna sem sköruðu fram úr. Verkefninu fylgdu ákveðnar leiðbeiningar en þegar allt kom til alls þá var ákveðinni leyndarhulu haldið yfir greiðslunum og þannig, að minnsta kosti á mínum vinnustað, virkaði þetta alls ekki sem skyldi því hvatinn varð enginn. Það fylgdu ekki upplýsingar um til hverra og fyrir hvað var verið að greiða. Gulrótin var því ósýnileg. Með því að hafa allt uppi á borðum, kostnaðarmat starfa með tilliti til fyrrnefndra þátta hljótum við að geta náð meiri sátt og réttlæti í rekstrinum. Það á að greiða vel fyrir vel unnin störf og meta menntun til launa. Það á að meta öll störf að verðleikum, óháð því hvort þau eru karllæg eða kvenlæg. Það á að stöðva bæði fjárblæðingar og fjársvelti í heilbrigðiskerfinu, strax. Allt upp á borð. Fjármagnið er til staðar til að gera vel. Viljinn er til staðar hjá þjóðinni, sem á fjármagnið, til að gera vel. Gerum vel. Gerum það vel að starfa líka í samvinnu við fólkið okkar sem vinnur vinnuna. Mér þykir myndin sem flestir hafa sér þar sem sést í manninn sem grefur skurðinn og svo vofir yfir honum fjöldinn allur af millistjórnendum með sín fyrirmæli, að mörgu leyti svo táknræn fyrir rekstur heilbrigðiskerfisins. Þar hafa gjarnan verið alltof margir millistjórnendur og alltof lítið samráð við fólkið sem starfar á gólfinu, fólkið sem er með puttann á púlsinum. Þetta sá maður svo glöggt eftir hrunið. Þar voru allir niðurskurðarhnífar brýndir og starfsfólkið hljóp hraðar í sameiginlegri samhyggð við að leggja sitt af mörkum til að bjarga því sem bjargað yrði. Niðurskurður var á öllum sviðum, fólk skíthrætt við að missa lífsviðurværið. Skipt var um birgja og keyptur ódýrari lager, ekki í samráði við fólkið á gólfinu. Þar var víða krónum kastað til að spara aura. Til dæmis má nefna að keyptir voru æðaleggir sem höfðu svo bitlausar nálar að oftar en ekki þurfti að stinga fólk þrisvar til fjórum sinnum til að ná að koma upp einum legg. Þannig þurfti þrjá til fjóra ódýrari leggi í staðinn fyrir einn dýrari, með fylgjandi sársauka fyrir skjólstæðinginn. Þetta átti því miður við um fjölmarga vöruflokka og niðurskurðarliði sem þegar allt kom til alls hefur að gera með gríðarlegar fjárhæðir. Fækkun var á starfsfólki á gólfinu, restinni var gert að hlaupa hraðar. En fjölgað var fljótlega í hópi millistjórnenda, og á göngum birtust plaköt úr fínasta glanspappír með flottum skýringamyndum um hvernig niðurskurði skyldi háttað. Einkunnarorð Landspítalans eru; umhyggja, fagmennska, öryggi og framþróun. Gerum heilbrigðisstofnunum kleift að starfa eftir þessum einkunnarorðum. Vinnum með fólkinu okkar, hlustum á starfsfólkið sem vinnur vinnuna því lausnirnar eru oft nærri en virðast við fyrstu sýn. Þetta er viðamikið verkefni að hlúa sem best að heilbrigðiskerfinu og rekstri þess og engar töfralausnir til. En við getum byrjað á þessu; að hafa allt uppi á borðum og gera raunhæft gegnsætt mat á launaliðnum þannig að sátt ríki og störfin verði eftirsóknarverð og einnig til að draga úr hvatanum til sjálftöku í myrkum hornum. Og, talandi um að stöðva stórar fjárblæðingar og stýra fjármagninu skynsamlega. Þá þurfum við einnig að gæta okkar á þeirri villandi tálsýn sem dregin hefur verið upp um að opinbera heilbrigðiskerfið anni ekki eftirspurn og því sé þörf á meiri einkavæðingu. Allir sem áhuga hafa á að kynna sér málið geta séð að það er aldrei hagur almennings að leiða þetta kerfi inn á götur einkavæðingar þar sem fjárfestar geta komist í botnlausa tekjulind við að taka arð af okkar veikasta fólki. Lögmálið er mjög skýrt. Það leggur enginn fjárfestir út í fjárfestingu nema hún skili arði. Veikindi fólks eiga aldrei að verða arðbær fyrir fjárfesta, það er mjög siðlaus og hættuleg vegferð. Það ætti að vera okkur víti til varnaðar að líta til annarra landa sem hafa ráfað á þessa villuslóð. Við viljum ekki að aðgangur að heilbrigðisþjónustu sé eingöngu á valdi þeirra sem hafa efni á henni. Stórar blokkir hafa leynt og ljóst unnið að þessari vegferð á kerfinu okkar í áraraðir og þeir sem sjá gróðavonina í einkavæðingunni eru duglegir í að telja fólki trú um að þetta sé eina leiðin til að við getum áfram veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónustu hér á landi – látið ekki glepjast. Það er hægara niðurbrotið en upp byggt og því mikið í húfi að standa vörð um kerfið okkar, sofna ekki á verðinum. Einkarekstur er allt annað mál og þar skiptir miklu máli að gætt sé að sanngirni. Viðhafðar séu árangursmælingar, unnið eftir gæðavísum og að eðlilegt eftirlit sé viðhaft og að starfað sé eftir vel skilgreindum römmum þar sem allt er uppi á borðum. Allt uppi á borðum. Gegnsæi. Samvinna. Raunhæfur og samkeppnishæfur launakostnaður. Höfundur er hjúkrunarfræðingur, ljósmóðir og frambjóðandi Pírata í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Alþingiskosningar 2021 Heilbrigðismál Skoðun: Kosningar 2021 Katrín Sif Sigurgeirsdóttir Mest lesið Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Sjá meira
Sjónvarpsþátturinn Kveikur sem sýndur var á Rúv þann 4. mars sl. fjallaði um rammasamninga Sjúkratrygginga Íslands við sérfræðilækna. Þar var hulunni, að hálfu, svipt af einni stórri blæðingu í heilbrigðiskerfinu. Áhorfið leiddi huga minn að því hversu margt það er sem þarf að endurskoða og endurskipuleggja í heilbrigðiskerfinu okkar. Hvað er til ráða? Heilbrigðiskerfið, heilsugæslan og sjúkrahúsin, hafa verið með niðurskurðarhnífinn yfir sér um áraraðir. Margir sem nú starfa í kerfinu hafa aldrei starfað þar án þess að yfir höfði þess sé stöðug krafa um meiri niðurskurð. Niðurskurðarkrafan er orðin eins og regla frekar en undantekning. Ég starfaði á deild um árabil, utan höfuðborgarsvæðisins þar sem það var stöðug hræðsla meðal starfsfólksins um starfsöryggi sitt. Yfir starfsfólkinu vofði stöðugt sú ógn að líklegast yrði deildinni lokað eftir vikur eða mánuði. Flestir sem þar störfuðu bjuggu í eða nærri bæjarfélaginu, voru í starfi sem krafðist sérfræðiþekkingar og höfðu mikla hagsmuni af því geta starfað við sitt fag í heimabyggð. Ég varð aldrei vör við það á þeim árum sem ég starfaði þarna að eitthvað væri gert til að hlúa að og valdefla starfsfólkið. Það að starfa við stöðuga ógn og óöryggi eru ekki góðar starfsaðstæður. Það eru ekki starfsaðstæður sem draga það besta fram og auka framleiðni. Slíkar starfsaðstæður ættu alls ekki að vera viðvarandi staðreynd í daglegum rekstri frekar en hin stöðuga niðurskurðarkrafa. Við erum einfaldlega föst. Komin of djúpt í hjólför sem leiða okkur ekki áfram. Þurfum að finna nýja leið. Það er ekki hægt að fá það besta fram ef jarðvegurinn er veiktur og áburðurinn enginn. Það er ekki endalaust hægt að skera niður, því að á endanum þá er ekkert eftir. Við þurfum að fara að endurskilgreina kerfið. Til að geta rekið gott heilbrigðiskerfi þurfum við fyrst og fremst að hafa vel menntað og fært starfsfólk. Það er jú mannauðurinn sem kerfið er reist á. Starfsfólkið þarf að búa yfir víðtækri menntun, fjölbreyttri sérþekkingu og reynslu. Við gerum einnig eðlilega kröfu um að heilbrigðisstarfsfólkið okkar stundi sí- og endurmenntun til að halda sér við og vera ávallt viðbúið að veita þjónustu byggða á bestu mögulegu þekkingu hverju sinni. Þetta kostar, bæði tíma og peninga. Kannanir hafa sýnt að almenningur vill leggja pening úr okkar sameiginlegu sjóðum í að byggja og reka gott heilbrigðiskerfi. Almenningur vill að heilbrigðisstarfsfólk fái sanngjarnar greiðslur fyrir vinnuna sína. Hjá þeim heilbrigðisstéttum sem alfarið eða að mestu leyti eru mannaðar konum hefur mat á starfsframlagi alls ekki endurspeglast í launaumslaginu, þvert á móti. Þetta er þekkt og sagan er löng. Barátta stærstu þessara kvennastétta hefur staðið yfir í meira en 100 ár. Það þarf þó ekki að skoða svo langt aftur í tímann til að sjá hvernig þróunin hefur verið. Þegar þessar stéttir hafa sest til borðs til að semja um kjör sín og réttindi hafa vopnin iðulega verið slegin úr höndunum á þeim líkt og um óþekkar smástelpur í frekjukasti væri að ræða. Stærsti útgjaldaliður heilbrigðiskerfisins er launakostnaður. Enda eins og fram hefur komið er heilbrigðiskerfið byggt á mannauðnum. Til að sanngirni sé gætt og sátt ríki um rekstur þessa mikla bákns þarf allt að vera uppi á borðum. Allt. Það þarf að taka fyrir alla sjálftöku úr sameiginlegum sjóðum þarna sem og annarstaðar. Það þarf að meta raunhæft verðleika þeirra starfa sem innt eru af hendi. Gera skýrar starfslýsingar fyrir öll þau störf sem unnin eru í heilbrigðiskerfinu og út frá þeim verðmætamat byggt á ábyrgð, álagi, menntun og reynslu. Launin eiga svo að endurspegla það mat. Einnig þarf að taka tillit til þess að mikil þörf er á að tryggja aðganga allra landsmanna að heilbrigðisþjónustu og því þurfa stofnanir að hafa svigrúm til að vera samkeppnishæfar um starfsfólk, ekki síst stofnanir á landsbyggðinni. Stofnanasamningum var komið á með því markmiði að stofnanir gætu nýtt sér þá til að skapa samkeppnishæft umhverfi. Stofnanasamningar hafa nú verið við lýði um margra ára skeið en því miður ekki sannað gildi sitt þar sem oftar en ekki hefur skort á að þeim fylgi fjármagn svo stofnanir hafi svigrúm til að semja. Ýmsar útfærslur hafa verið reyndar, líkt og tilraunaverkefnið Bókun 2 sem átti að byggja á jákvæðri endurgjöf í formi eingreiðslu til starfsmanna sem sköruðu fram úr. Verkefninu fylgdu ákveðnar leiðbeiningar en þegar allt kom til alls þá var ákveðinni leyndarhulu haldið yfir greiðslunum og þannig, að minnsta kosti á mínum vinnustað, virkaði þetta alls ekki sem skyldi því hvatinn varð enginn. Það fylgdu ekki upplýsingar um til hverra og fyrir hvað var verið að greiða. Gulrótin var því ósýnileg. Með því að hafa allt uppi á borðum, kostnaðarmat starfa með tilliti til fyrrnefndra þátta hljótum við að geta náð meiri sátt og réttlæti í rekstrinum. Það á að greiða vel fyrir vel unnin störf og meta menntun til launa. Það á að meta öll störf að verðleikum, óháð því hvort þau eru karllæg eða kvenlæg. Það á að stöðva bæði fjárblæðingar og fjársvelti í heilbrigðiskerfinu, strax. Allt upp á borð. Fjármagnið er til staðar til að gera vel. Viljinn er til staðar hjá þjóðinni, sem á fjármagnið, til að gera vel. Gerum vel. Gerum það vel að starfa líka í samvinnu við fólkið okkar sem vinnur vinnuna. Mér þykir myndin sem flestir hafa sér þar sem sést í manninn sem grefur skurðinn og svo vofir yfir honum fjöldinn allur af millistjórnendum með sín fyrirmæli, að mörgu leyti svo táknræn fyrir rekstur heilbrigðiskerfisins. Þar hafa gjarnan verið alltof margir millistjórnendur og alltof lítið samráð við fólkið sem starfar á gólfinu, fólkið sem er með puttann á púlsinum. Þetta sá maður svo glöggt eftir hrunið. Þar voru allir niðurskurðarhnífar brýndir og starfsfólkið hljóp hraðar í sameiginlegri samhyggð við að leggja sitt af mörkum til að bjarga því sem bjargað yrði. Niðurskurður var á öllum sviðum, fólk skíthrætt við að missa lífsviðurværið. Skipt var um birgja og keyptur ódýrari lager, ekki í samráði við fólkið á gólfinu. Þar var víða krónum kastað til að spara aura. Til dæmis má nefna að keyptir voru æðaleggir sem höfðu svo bitlausar nálar að oftar en ekki þurfti að stinga fólk þrisvar til fjórum sinnum til að ná að koma upp einum legg. Þannig þurfti þrjá til fjóra ódýrari leggi í staðinn fyrir einn dýrari, með fylgjandi sársauka fyrir skjólstæðinginn. Þetta átti því miður við um fjölmarga vöruflokka og niðurskurðarliði sem þegar allt kom til alls hefur að gera með gríðarlegar fjárhæðir. Fækkun var á starfsfólki á gólfinu, restinni var gert að hlaupa hraðar. En fjölgað var fljótlega í hópi millistjórnenda, og á göngum birtust plaköt úr fínasta glanspappír með flottum skýringamyndum um hvernig niðurskurði skyldi háttað. Einkunnarorð Landspítalans eru; umhyggja, fagmennska, öryggi og framþróun. Gerum heilbrigðisstofnunum kleift að starfa eftir þessum einkunnarorðum. Vinnum með fólkinu okkar, hlustum á starfsfólkið sem vinnur vinnuna því lausnirnar eru oft nærri en virðast við fyrstu sýn. Þetta er viðamikið verkefni að hlúa sem best að heilbrigðiskerfinu og rekstri þess og engar töfralausnir til. En við getum byrjað á þessu; að hafa allt uppi á borðum og gera raunhæft gegnsætt mat á launaliðnum þannig að sátt ríki og störfin verði eftirsóknarverð og einnig til að draga úr hvatanum til sjálftöku í myrkum hornum. Og, talandi um að stöðva stórar fjárblæðingar og stýra fjármagninu skynsamlega. Þá þurfum við einnig að gæta okkar á þeirri villandi tálsýn sem dregin hefur verið upp um að opinbera heilbrigðiskerfið anni ekki eftirspurn og því sé þörf á meiri einkavæðingu. Allir sem áhuga hafa á að kynna sér málið geta séð að það er aldrei hagur almennings að leiða þetta kerfi inn á götur einkavæðingar þar sem fjárfestar geta komist í botnlausa tekjulind við að taka arð af okkar veikasta fólki. Lögmálið er mjög skýrt. Það leggur enginn fjárfestir út í fjárfestingu nema hún skili arði. Veikindi fólks eiga aldrei að verða arðbær fyrir fjárfesta, það er mjög siðlaus og hættuleg vegferð. Það ætti að vera okkur víti til varnaðar að líta til annarra landa sem hafa ráfað á þessa villuslóð. Við viljum ekki að aðgangur að heilbrigðisþjónustu sé eingöngu á valdi þeirra sem hafa efni á henni. Stórar blokkir hafa leynt og ljóst unnið að þessari vegferð á kerfinu okkar í áraraðir og þeir sem sjá gróðavonina í einkavæðingunni eru duglegir í að telja fólki trú um að þetta sé eina leiðin til að við getum áfram veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónustu hér á landi – látið ekki glepjast. Það er hægara niðurbrotið en upp byggt og því mikið í húfi að standa vörð um kerfið okkar, sofna ekki á verðinum. Einkarekstur er allt annað mál og þar skiptir miklu máli að gætt sé að sanngirni. Viðhafðar séu árangursmælingar, unnið eftir gæðavísum og að eðlilegt eftirlit sé viðhaft og að starfað sé eftir vel skilgreindum römmum þar sem allt er uppi á borðum. Allt uppi á borðum. Gegnsæi. Samvinna. Raunhæfur og samkeppnishæfur launakostnaður. Höfundur er hjúkrunarfræðingur, ljósmóðir og frambjóðandi Pírata í Norðvesturkjördæmi.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun