Enska ríkisstjórnin tilkynnti að úrslitaleikur enska bikarsins yrði hluti af svokölluðum prufu viðburðum til að sjá hvort að hægt verði að koma áhorfendum á EM í sumar.
Evrópumótið fer að hluti til fram í Englandi í sumar og eru vonir þeirra ensku að koma áhorfendum á mótið. Því vilja þeir prufa úrslitaleik enska bikarsins þann 15. maí með áhorfendum og kórónuveiruprófum.
The FA Cup final could be played in front of 20,000 supporters | @draper_rob https://t.co/A8pB2t4UH0
— MailOnline Sport (@MailSport) March 14, 2021
Úrslitaleikur enska deildarbikarsins þann 25. apríl og undanúrslitaleikir enska bikarsins þann 17. apríl gætu einnig fengið leyfi ensku ríkisstjórnarinnar að áhorfendur fái að koma á þá leiki.
Undanúrslitaleikir og úrslitaleikir enska bikarsins fara fram á Wembley í júlí og ef allt fer eftir áætlun gætu allt að fimmtíu þúsund manns komist á þá leiki. Það fari þó allt eftir því hvernig prufu áætlanir ganga eftir.

Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.