„Ekki viss um að hann væri að spila ef hann væri uppalinn í Sandgerði“ Anton Ingi Leifsson skrifar 14. mars 2021 13:16 Einar Árni ræðir við sína menn í leik gegn Val fyrr á tímabilinu. vísir/hulda margrét Strákarnir í Domino’s Körfuboltakvöldi á föstudagskvöldið fóru yfir stöðuna á Njarðvík sem hefur verið í frjálsu falli að undanförnu. Njarðvík tapaði gegn Tindastól á föstudagskvöldið en Njarðvík er í tíunda sætinu með tíu stig. Höttur er í ellefta sætinu með átta stig og Haukar er á botninum með sex stig. Fyrst þegar þeir ræddu um Njarðvík ræddu þeir um leikstjórnandann Rodney Glasgow sem hefur verið í meira frjálsu falli en liðið sjálft. „Ég er ekki viss um að Rodney Glasgow væri að spila fimm til tíu mínútur í leik ef hann væri uppalinn í Sandgerði. Það er verið að spila honum mínútur sem hann á ekki að vera spila,“ sagði Sævar Sævarsson, einn spekinga þáttarins. „Þegar þetta er staðan af hverju hendir hann ekki Veigari inn á og gerir eitthvað nýtt? Hann átti líka lélegan leik í síðasta leik og þar síðasta. Þetta er grín,“ bætti Sævar við áður en Benedikt Guðmundsson tók við orðinu. „Rodney var mjög góður í janúar. Hann var að skora einhver tuttugu stig í leik og Njarðvík var að vinna leiki. Hann var lélegur í febrúar og hann er búinn að vera hræðilegur í mars. Ég hef aldrei séð leikmann taka svona frjálst fall; frá því að vera fínn leikmaður.“ „Hvað eiga fjögur bestu liðin sameiginlegt? Pointguardarnir er búinn að vera frábærir. Liðin eru að dansa í kringum þessa menn. Njarðvík er í dag með lélegasta leikstjórnandann í deildinni. Þeir eru búnir að tapa sjö af síðustu átta.“ Sævar velti fyrir sér á dögunum hvort að Njarðvík gæti fallið og hann hélt svo ræðu undir lok umræðunnar um Njarðvík: „Í rauninni var þetta eitthvað sem maður velti fyrir sér á þeim tímapunkti og svo hefur maður haft smá tíma til að velta þetta. Það eru svo mörg lið með þétta hópa; þar sem þú ert með fimm til sjö leikmenn.“ „Þegar þú ert ekki að vinna í útlendingalottóinu, þá er eins gott að þú sért með góða Íslendinga. Það er ekki að gerast. Málið er að við bjuggumst við því að Hester væri að fara koma hingað sem stórkostlegur leikmaður. Guðslukka að ná í hann en hann er ekki að sýna það.“ „Rodney Glasgow er búinn að vera lélegur. Matasovic sem var topp fimm leikmaður í fyrra - hann er ekki með. Hann er með í fimmta hverjum leik. Þetta er ekki nógu gott og í rauninni geturðu talað um þjálfarana og svona en eru einhverjir þjálfarar þarna úti sem gætu gert betur með þennan hóp?“ „Það styttist í leik á móti Keflavík. Það er leikurinn sem sker úr um það hvort að Njarðvík verði nálægt því að falla. Það er leikurinn sem gæti kveikt í þeim.“ Alla umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Umræða um Njarðvík Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Körfuboltakvöld Dominos-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sport Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Sjá meira
Njarðvík tapaði gegn Tindastól á föstudagskvöldið en Njarðvík er í tíunda sætinu með tíu stig. Höttur er í ellefta sætinu með átta stig og Haukar er á botninum með sex stig. Fyrst þegar þeir ræddu um Njarðvík ræddu þeir um leikstjórnandann Rodney Glasgow sem hefur verið í meira frjálsu falli en liðið sjálft. „Ég er ekki viss um að Rodney Glasgow væri að spila fimm til tíu mínútur í leik ef hann væri uppalinn í Sandgerði. Það er verið að spila honum mínútur sem hann á ekki að vera spila,“ sagði Sævar Sævarsson, einn spekinga þáttarins. „Þegar þetta er staðan af hverju hendir hann ekki Veigari inn á og gerir eitthvað nýtt? Hann átti líka lélegan leik í síðasta leik og þar síðasta. Þetta er grín,“ bætti Sævar við áður en Benedikt Guðmundsson tók við orðinu. „Rodney var mjög góður í janúar. Hann var að skora einhver tuttugu stig í leik og Njarðvík var að vinna leiki. Hann var lélegur í febrúar og hann er búinn að vera hræðilegur í mars. Ég hef aldrei séð leikmann taka svona frjálst fall; frá því að vera fínn leikmaður.“ „Hvað eiga fjögur bestu liðin sameiginlegt? Pointguardarnir er búinn að vera frábærir. Liðin eru að dansa í kringum þessa menn. Njarðvík er í dag með lélegasta leikstjórnandann í deildinni. Þeir eru búnir að tapa sjö af síðustu átta.“ Sævar velti fyrir sér á dögunum hvort að Njarðvík gæti fallið og hann hélt svo ræðu undir lok umræðunnar um Njarðvík: „Í rauninni var þetta eitthvað sem maður velti fyrir sér á þeim tímapunkti og svo hefur maður haft smá tíma til að velta þetta. Það eru svo mörg lið með þétta hópa; þar sem þú ert með fimm til sjö leikmenn.“ „Þegar þú ert ekki að vinna í útlendingalottóinu, þá er eins gott að þú sért með góða Íslendinga. Það er ekki að gerast. Málið er að við bjuggumst við því að Hester væri að fara koma hingað sem stórkostlegur leikmaður. Guðslukka að ná í hann en hann er ekki að sýna það.“ „Rodney Glasgow er búinn að vera lélegur. Matasovic sem var topp fimm leikmaður í fyrra - hann er ekki með. Hann er með í fimmta hverjum leik. Þetta er ekki nógu gott og í rauninni geturðu talað um þjálfarana og svona en eru einhverjir þjálfarar þarna úti sem gætu gert betur með þennan hóp?“ „Það styttist í leik á móti Keflavík. Það er leikurinn sem sker úr um það hvort að Njarðvík verði nálægt því að falla. Það er leikurinn sem gæti kveikt í þeim.“ Alla umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Umræða um Njarðvík Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Körfuboltakvöld Dominos-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sport Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Sjá meira