Mikil tækifæri framundan í fasteignatækniiðnaði Hjörtur Sigurðsson, Hlynur Guðjónsson og Eyrún Arnarsdóttir skrifa 15. mars 2021 15:31 Fasteignatækni (e. Proptech) er regnhlífarhugtak yfir tæknifyrirtæki sem vinna með fasteignir á einn eða annan hátt. Starfsemi þessara fyrirtækja getur falið í sér undirbúning framkvæmda, hönnun, uppbyggingu, rekstur, leigu og umbreytingu fasteigna með tækni, en öll eiga þessi fasteignatæknifyrirtæki það sameiginlegt að hafa tækniþróun og -notkun sem ráðandi þátt í starfsemi sinni. Á Íslandi starfar fjöldi slíkra fyrirtækja og er fasteignatækni vaxandi iðnaður. Flest þessara fyrirtækja bjóða upp á eða eru að þróa hugbúnaðarlausnir og sum þeirra framleiða einnig tækjabúnað. Fyrirtækin eiga það mörg sameiginlegt að vinna með lausnir sem snúa að sjálfbærni með því að veita yfirsýn og hafa stjórn á kolefnisfótspori, auðlindanotkun og orku. Mörg þeirra myndu jafnframt flokkast undir það að vera svokölluð fjártæknifyrirtæki (e. Fintech) sem einnig er vaxandi grein hér á landi. Á Norðurlöndunum hafa fasteignatæknifyrirtæki tengst í samtökum í hverju landi. Þannig hefur myndast net tengiliða þar sem fyrirtækin deila þekkingu á því hvernig nálgast megi fjárfesta sem hafa áhuga á þessum flokki fyrirtækja og viðskiptahraðla sem henta þeim. Samtök iðnaðarins í samstarfi við Nordic Innovation House í New York stóð fyrir opnum rafrænum kynningarfundi um fasteignatækniiðnaðinn á Íslandi fyrir skömmu. Innan Samtaka iðnaðarins eru aðildarfyrirtæki sem starfa á sviði fasteignatækni og kynningarfundurinn var fyrsta skrefið í þá átt að efla tengslanet þessara aðila og auka upplýsingagjöf til fyrirtækja í fasteignatækniiðnaði. Það eru mikil tækifæri fólgin í því að íslensk fasteignatæknifyrirtæki tengist í gegnum sambærilegt net og starfrækt er á Norðurlöndunum. Þannig opnast vettvangur fyrir fyrirtækin til að deila þekkingu og áskorunum. Einnig gæti opnast gátt til Norðurlanda og í því felast möguleikar á þátttöku í starfi nýrra samtaka á þeim slóðum. Við hvetjum áhugasama til að hafa samband við greinarhöfunda til að nálgast upplýsingar og taka þátt í starfi fasteignatæknihópsins á Íslandi innan Samtaka iðnaðarins og í starfi Nordic Innovation House í New York. Höfundar: Hjörtur Sigurðsson, framkvæmdastjóri VSB verkfræðistofu Hlynur Guðjónsson, aðalræðismaður og viðskiptafulltrúi aðalræðisskrifstofu Íslands í New York Eyrún Arnarsdóttir, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði Samtaka iðnaðarins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tækni Nýsköpun Fasteignamarkaður Fjártækni Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Fasteignatækni (e. Proptech) er regnhlífarhugtak yfir tæknifyrirtæki sem vinna með fasteignir á einn eða annan hátt. Starfsemi þessara fyrirtækja getur falið í sér undirbúning framkvæmda, hönnun, uppbyggingu, rekstur, leigu og umbreytingu fasteigna með tækni, en öll eiga þessi fasteignatæknifyrirtæki það sameiginlegt að hafa tækniþróun og -notkun sem ráðandi þátt í starfsemi sinni. Á Íslandi starfar fjöldi slíkra fyrirtækja og er fasteignatækni vaxandi iðnaður. Flest þessara fyrirtækja bjóða upp á eða eru að þróa hugbúnaðarlausnir og sum þeirra framleiða einnig tækjabúnað. Fyrirtækin eiga það mörg sameiginlegt að vinna með lausnir sem snúa að sjálfbærni með því að veita yfirsýn og hafa stjórn á kolefnisfótspori, auðlindanotkun og orku. Mörg þeirra myndu jafnframt flokkast undir það að vera svokölluð fjártæknifyrirtæki (e. Fintech) sem einnig er vaxandi grein hér á landi. Á Norðurlöndunum hafa fasteignatæknifyrirtæki tengst í samtökum í hverju landi. Þannig hefur myndast net tengiliða þar sem fyrirtækin deila þekkingu á því hvernig nálgast megi fjárfesta sem hafa áhuga á þessum flokki fyrirtækja og viðskiptahraðla sem henta þeim. Samtök iðnaðarins í samstarfi við Nordic Innovation House í New York stóð fyrir opnum rafrænum kynningarfundi um fasteignatækniiðnaðinn á Íslandi fyrir skömmu. Innan Samtaka iðnaðarins eru aðildarfyrirtæki sem starfa á sviði fasteignatækni og kynningarfundurinn var fyrsta skrefið í þá átt að efla tengslanet þessara aðila og auka upplýsingagjöf til fyrirtækja í fasteignatækniiðnaði. Það eru mikil tækifæri fólgin í því að íslensk fasteignatæknifyrirtæki tengist í gegnum sambærilegt net og starfrækt er á Norðurlöndunum. Þannig opnast vettvangur fyrir fyrirtækin til að deila þekkingu og áskorunum. Einnig gæti opnast gátt til Norðurlanda og í því felast möguleikar á þátttöku í starfi nýrra samtaka á þeim slóðum. Við hvetjum áhugasama til að hafa samband við greinarhöfunda til að nálgast upplýsingar og taka þátt í starfi fasteignatæknihópsins á Íslandi innan Samtaka iðnaðarins og í starfi Nordic Innovation House í New York. Höfundar: Hjörtur Sigurðsson, framkvæmdastjóri VSB verkfræðistofu Hlynur Guðjónsson, aðalræðismaður og viðskiptafulltrúi aðalræðisskrifstofu Íslands í New York Eyrún Arnarsdóttir, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði Samtaka iðnaðarins
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun