„Búnir að teikna upp aðstæður eitt og tvö“ Anton Ingi Leifsson skrifar 15. mars 2021 19:01 Arnar Þór Viðarsson og Davíð Snorri Jónasson stýrðu íslenska A-landsliðinu gegn Belgíu er Freyr Alexandersson og Erik Hamrén voru í sóttkví. VÍSIR/VILHELM Davíð Snorri Jónasson, nýr U21 árs landsliðsþjálfari Íslands, segir að þjálfarateymið hafi teiknað upp aðstæður eitt og tvö - eftir því hvaða leikmenn verði í hópnum. Davíð Snorri tilkynnir sinn fyrsta landsliðshóp á fimmtudaginn, hópinn sem fer á EM U21 árs, en daginn áður tilkynnir Arnar Þór Viðarsson hóp íslenska A-landsliðsins fyrir þrjá leiki í undankeppni HM. Segir Davíð að þetta sé ekki hefðbundið vinnuumhverfi að stýra fyrsta leiknum á EM, án allra æfingaleikja. „Þetta er ekki hefðbundið vinnu umhverfi þegar maður er að taka við liði en aftur á móti er það þannig við höfum getað nýtt tímann vel í að skoða andstæðinga, tala við leikmenn og skoða fyrst og fremst okkar lið. Við erum búnir að nýta tímann vel og verðum klárir í Ungverjalandi,“ sagði Davíð við Ríkharð Óskar Guðnason í Sportpakka kvöldsins. En er hægt að setja sér einhver markmið fyrir svona mót, með enga æfingaleiki né undirbúning? „Það er hægt. Við erum með lið sem hefur staðið sig mjög vel og átti góða undankeppni, þar sem alltaf voru tekin skref fram á við. Nú erum við komin á stærsta sviðið og það eru tækifæri að taka fleiri skref saman.“ „Þetta eru þrír leikir og það eru í boði að spila fleiri leiki saman en við þurfum fyrst og fremst að tryggja það að við nýtum hvern dag sem best - svo við séum eins vel undirbúnir eins og hægt er fyrir hvern leik. Það eru markmiðin okkar.“ Eins og áður segir verða hóparnir báðir tilkynntir í vikunni og mun Davíð standa til boða, þeir leikmenn sem ekki verða valdir í A-landsliðið. „Það er líf þjálfarans að þurfa aðlagast hlutum og aðlagast þeim hratt. Það er staðan sem við erum í. Við fylgjum A-landsliðinu og erum að vinna í málinu. Við erum búnir að teikna upp aðstæður eitt og tvö og svo vinnum við úr því þegar við fáum endanlega niðurstöðu,“ en erfitt verður fyrir mótherja Íslands að minnsta kosti að rýna í byrjunarlið Íslands. „Við getum litið á það þannig. Það er auðvitað nýtt þjálfarateymi og við erum með góðan grunn sem við munum byggja á. Svo munum við reyna finna einhverja „detaila“ sem við munum vinna með.“ Ísland er með Frakklandi, Danmörku og Rússlandi í riðlinum, sem hefst í Ungverjalandi eftir tíu daga. „Athyglin fer líklega mest á Frakkland og Danmörku en aftur á móti er það þannig að við erum að horfa á að öll liðin vinna riðilinn sinn og gerðu það vel. Rússarnir, sem við eigum í fyrsta leiknum og okkar orka er búið að fara mest í, eru með hörkulið og vilja spila fótbolta. Það verður mjög skemmtilegur leikur.“ Mörg auga verða á mótinu og Davíð segir að sviðið verði ekki stærra. „Það eru allir í þessu til að komast á stærsta sviðið. Við erum komnir þangað. Allir landsleikir eru stór gluggi en þetta er vissulega extra stórt. Ég held að það sé gott fyrir leikmennina. Það vilja allir vera þarna og nú er það okkar að sýna hvað við getum.“ Félög geta neitað leikmönnum að taka þátt í landsliðsverkefnum vegna kórónuveirunnar og reglna um sóttkví. Davíð segir að það sé ekki komin svör frá öllum félögum hvort að eitthvert þeirra banni sínum manni að ferðast í mótið. „Það er möguleiki en við erum að bíða eftir hundrað prósent svörum,“ sagði Davíð. Klippa: Sportpakkinn - Davíð Snorri EM U21 í fótbolta 2021 Sportpakkinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir Sjá meira
Davíð Snorri tilkynnir sinn fyrsta landsliðshóp á fimmtudaginn, hópinn sem fer á EM U21 árs, en daginn áður tilkynnir Arnar Þór Viðarsson hóp íslenska A-landsliðsins fyrir þrjá leiki í undankeppni HM. Segir Davíð að þetta sé ekki hefðbundið vinnuumhverfi að stýra fyrsta leiknum á EM, án allra æfingaleikja. „Þetta er ekki hefðbundið vinnu umhverfi þegar maður er að taka við liði en aftur á móti er það þannig við höfum getað nýtt tímann vel í að skoða andstæðinga, tala við leikmenn og skoða fyrst og fremst okkar lið. Við erum búnir að nýta tímann vel og verðum klárir í Ungverjalandi,“ sagði Davíð við Ríkharð Óskar Guðnason í Sportpakka kvöldsins. En er hægt að setja sér einhver markmið fyrir svona mót, með enga æfingaleiki né undirbúning? „Það er hægt. Við erum með lið sem hefur staðið sig mjög vel og átti góða undankeppni, þar sem alltaf voru tekin skref fram á við. Nú erum við komin á stærsta sviðið og það eru tækifæri að taka fleiri skref saman.“ „Þetta eru þrír leikir og það eru í boði að spila fleiri leiki saman en við þurfum fyrst og fremst að tryggja það að við nýtum hvern dag sem best - svo við séum eins vel undirbúnir eins og hægt er fyrir hvern leik. Það eru markmiðin okkar.“ Eins og áður segir verða hóparnir báðir tilkynntir í vikunni og mun Davíð standa til boða, þeir leikmenn sem ekki verða valdir í A-landsliðið. „Það er líf þjálfarans að þurfa aðlagast hlutum og aðlagast þeim hratt. Það er staðan sem við erum í. Við fylgjum A-landsliðinu og erum að vinna í málinu. Við erum búnir að teikna upp aðstæður eitt og tvö og svo vinnum við úr því þegar við fáum endanlega niðurstöðu,“ en erfitt verður fyrir mótherja Íslands að minnsta kosti að rýna í byrjunarlið Íslands. „Við getum litið á það þannig. Það er auðvitað nýtt þjálfarateymi og við erum með góðan grunn sem við munum byggja á. Svo munum við reyna finna einhverja „detaila“ sem við munum vinna með.“ Ísland er með Frakklandi, Danmörku og Rússlandi í riðlinum, sem hefst í Ungverjalandi eftir tíu daga. „Athyglin fer líklega mest á Frakkland og Danmörku en aftur á móti er það þannig að við erum að horfa á að öll liðin vinna riðilinn sinn og gerðu það vel. Rússarnir, sem við eigum í fyrsta leiknum og okkar orka er búið að fara mest í, eru með hörkulið og vilja spila fótbolta. Það verður mjög skemmtilegur leikur.“ Mörg auga verða á mótinu og Davíð segir að sviðið verði ekki stærra. „Það eru allir í þessu til að komast á stærsta sviðið. Við erum komnir þangað. Allir landsleikir eru stór gluggi en þetta er vissulega extra stórt. Ég held að það sé gott fyrir leikmennina. Það vilja allir vera þarna og nú er það okkar að sýna hvað við getum.“ Félög geta neitað leikmönnum að taka þátt í landsliðsverkefnum vegna kórónuveirunnar og reglna um sóttkví. Davíð segir að það sé ekki komin svör frá öllum félögum hvort að eitthvert þeirra banni sínum manni að ferðast í mótið. „Það er möguleiki en við erum að bíða eftir hundrað prósent svörum,“ sagði Davíð. Klippa: Sportpakkinn - Davíð Snorri
EM U21 í fótbolta 2021 Sportpakkinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti