Kynna hugsanleg næstu skref á fimmtudag Eiður Þór Árnason skrifar 15. mars 2021 19:52 Ekker hefur komið fram sem bendir til tengsla á milli bóluefnis AstraZeneca og blóðtappa í fólki. Vísir/EPA Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu (EMA) mun á fimmtudag ræða niðurstöður athugunar á mögulegum aukaverkunum bóluefnis AstraZeneca við Covid-19 og ræða hugsanleg næstu skref. Notkun bóluefnisins hefur verið stöðvuð tímabundið í yfir tíu Evrópuríkjum, þar á meðal á Íslandi. Er um að ræða varúðarráðstöfun sem er í gildi á meðan nokkur tilfelli blóðtappa sem komu upp hjá bólusettum einstaklingum eru rannsökuð. Í dag ítrekaði Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) að enn bentu engin gögn til þess að orsakasamhengi væri á milli blóðtappa og notkunar á bóluefni AstraZeneca. Undir þetta taka forsvarsmenn Lyfjastofnunar Evrópu og AstraZeneca sem hafa sagt að blóðtappar í fólki hafi ekki aukist með tilkomu bólusetningar gegn kórónuveirunni. Fjöldinn sé á pari við það sem almennt gengur og gerist. Tilkynnt er um veikindi í kjölfar bólusetningar til að kanna allar mögulegar aukaverkanir en það þýðir ekki að bóluefnið hafi haft nokkuð um veikindin að segja. Rannsaka nú WHO og EMA skýrslur um tilkynningar um aukaverkanir til að ganga fullkomlega úr skugga aum að ekkert orsakasamhengi sé á milli blóðtappa og notkunar á efninu. Að þeirra mati er mikilvægt að bólusetning haldi áfram eins og ekkert hafi í skorist þar sem sjúkdómsfyrirbyggjandi kostir bóluefnisins séu mun meiri en möguleg áhætta af aukaverkunum. Frestuðu boðuðum bólusetningum starfsmanna Landspítalans Fram kemur í tilkynningu frá EMA að stofnunin vinni nú að ítarlegri athugun á öllum gögnum sem tengjast umræddum blóðtappatilfellum í samvinnu við heilbrigðisyfirvöld og sérfræðinga í blóðsjúkdómum. Þetta sé gert til að öðlast betri skilning á því hvort bóluefnið hafi átt þátt í tilfellunum eða þau skýrist af öðrum orsökum. Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu um eftirlit með ávinningi og áhættu lyfja (PRAC) mun halda áfram að yfirfara gögnin á morgun og hefur efnt til aukafundar fimmtudaginn 18. mars til þess að fara yfir niðurstöður athugunarinnar og ákveða möguleg næstu skref. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, sagði í samtali við RÚV í dag að hún búist við að niðurstöður um mögulegar aukaverkanir AstraZeneca bóluefnisins liggi fyrri á fimmtudaginn. Hún geri þó ekki ráð fyrir að bólusetning með efninu hefjist á ný hér landi í þessari viku. Öllum boðuðum bólusetningum starfsmanna Landspítala með bóluefninu frá AstraZeneca sem fyrirhugaðar voru á morgun og á miðvikudag hefur verið frestað um óákveðinn tíma eða þar sóttvarnalæknir ákveður um framhald þeirra. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Sjá meira
Notkun bóluefnisins hefur verið stöðvuð tímabundið í yfir tíu Evrópuríkjum, þar á meðal á Íslandi. Er um að ræða varúðarráðstöfun sem er í gildi á meðan nokkur tilfelli blóðtappa sem komu upp hjá bólusettum einstaklingum eru rannsökuð. Í dag ítrekaði Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) að enn bentu engin gögn til þess að orsakasamhengi væri á milli blóðtappa og notkunar á bóluefni AstraZeneca. Undir þetta taka forsvarsmenn Lyfjastofnunar Evrópu og AstraZeneca sem hafa sagt að blóðtappar í fólki hafi ekki aukist með tilkomu bólusetningar gegn kórónuveirunni. Fjöldinn sé á pari við það sem almennt gengur og gerist. Tilkynnt er um veikindi í kjölfar bólusetningar til að kanna allar mögulegar aukaverkanir en það þýðir ekki að bóluefnið hafi haft nokkuð um veikindin að segja. Rannsaka nú WHO og EMA skýrslur um tilkynningar um aukaverkanir til að ganga fullkomlega úr skugga aum að ekkert orsakasamhengi sé á milli blóðtappa og notkunar á efninu. Að þeirra mati er mikilvægt að bólusetning haldi áfram eins og ekkert hafi í skorist þar sem sjúkdómsfyrirbyggjandi kostir bóluefnisins séu mun meiri en möguleg áhætta af aukaverkunum. Frestuðu boðuðum bólusetningum starfsmanna Landspítalans Fram kemur í tilkynningu frá EMA að stofnunin vinni nú að ítarlegri athugun á öllum gögnum sem tengjast umræddum blóðtappatilfellum í samvinnu við heilbrigðisyfirvöld og sérfræðinga í blóðsjúkdómum. Þetta sé gert til að öðlast betri skilning á því hvort bóluefnið hafi átt þátt í tilfellunum eða þau skýrist af öðrum orsökum. Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu um eftirlit með ávinningi og áhættu lyfja (PRAC) mun halda áfram að yfirfara gögnin á morgun og hefur efnt til aukafundar fimmtudaginn 18. mars til þess að fara yfir niðurstöður athugunarinnar og ákveða möguleg næstu skref. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, sagði í samtali við RÚV í dag að hún búist við að niðurstöður um mögulegar aukaverkanir AstraZeneca bóluefnisins liggi fyrri á fimmtudaginn. Hún geri þó ekki ráð fyrir að bólusetning með efninu hefjist á ný hér landi í þessari viku. Öllum boðuðum bólusetningum starfsmanna Landspítala með bóluefninu frá AstraZeneca sem fyrirhugaðar voru á morgun og á miðvikudag hefur verið frestað um óákveðinn tíma eða þar sóttvarnalæknir ákveður um framhald þeirra.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Sjá meira