Frelsið fyrst Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson skrifar 16. mars 2021 07:31 Bláar gallabuxur eru stranglega bannaðar. Þær fást ekki í búðum, þær fást ekki sendar til landsins og ef þú kemst yfir par skaltu fela það á öruggum stað því þín bíður löng fangelsisvist ef einhver kemst að því. Þetta er í Norður-Kóreu, ekki á Íslandi. Þar eru reyndar mörg önnur bönn sem okkur finnast álíka fáránleg. Við myndum aldrei banna bláar gallabuxur á hér á landi. Ekki nema í þingsal Alþingis, þar eimir eftir af slíkri forsjárhyggju. Virðing Alþingis hangir náttúrlega á því að fólk klæðist buxum sem eru ekki „úr gallaefni með tvöföldum saum á hliðinni“. Við furðum okkur á órökréttri forsjárhyggju í útlöndum. Hlæjum að henni jafnvel. Af hverju má ekki fagna Valentínusardegi í Pakistan, kaupa Kinder Egg í Bandaríkjunum eða nota tóbak í Bútan? Við myndum aldrei leggja almennt bann við athöfn eða hlut sem engan skaðar – eða skaðar einungis einstaklinginn sem um ræðir – er það nokkuð? Það er góður mælikvarði á frelsið hvort athöfn sé líkleg til að valda öðrum skaða eða ekki. Drukkinn einstaklingur getur valdið stórkostlegum skaða undir stýri. Í góðra vina hópi skaðar hann fyrst og fremst sjálfan sig. Þess vegna er annað af þessu bannað en hitt leyfilegt. Þrátt fyrir þennan eðlilega mælikvarða er stutt í forsjárhyggjuna hjá okkur. Tilhneigingin til að hafa vit fyrir fullveðja fólki er rík á Íslandi. Við bönnum hnefaleika í atvinnuskyni (og höfum gert í 65 ár) þrátt fyrir að þar mætist tveir einstaklingar af fúsum og frjálsum vilja, í íþrótt sem keppt er í um allan heim. Við bönnum fólki að kaupa áfengi í heil tvö ár eftir að það verður lögráða. Við bönnum foreldrum að nefna börnin sín öðrum nöfnum en þeim sem finnast í sérstakri skrá ríkisins – og borgum nefnd fyrir að úrskurða að fullkomlega eðlileg nöfn á borð við Nathalía og Regin séu óæskileg. Svona mætti lengi telja. Forsjárhyggjan er drifin áfram af þeirri hugsun að almennt bann sé eðlilegt upphafsskref. Eftir það er skoðað hvort slaka eigi á banni eða veita undanþágur ef sérstök rök mæla með því. Þessi hugsun bæði er röng og hættuleg. Í samfélagi frjálsra einstaklinga, þar sem löggjafinn sækir vald til fólksins, er óeðlilegt að lög séu reist á hugmyndafræði forsjárhyggju. Það færir stjórnvöldum aukið vald á kostnað frelsis einstaklingsins og fyllir löggjöfina okkar af bönnum og jafnvel refsiheimildum sem engin rök eru fyrir. Rétt nálgun er að frelsið komi fyrst. Frelsið er upphafsskrefið. Ef líklegt er að athöfn valdi öðrum skaða, þ.e. öðrum en eingöngu þeim sem aðhefst, þá er sjálfsagt að ræða þörfina á löggjöf. Og ef lög eru sett er mikilvægt að þau gangi ekki lengra en nauðsynlegt er til að draga úr hættunni. Að fólki sé ekki refsað fyrir hluti sem hafa ekki nokkur áhrif á aðra. Ef þessi nálgun væri raunin á Íslandi þá væru kannski lausasölulyf seld í verslunum, Uber á leigubílamarkaði, veip og annað nikótín sem hjálpar fólki að hætta að reykja aðgengilegra og dánaraðstoð leyfð. Kannski væri vímuefnaneysla álitin heilbrigðismál en ekki glæpur. Raunin er að í öllum þessum dæmum er bannið skaðlegra en frelsið. Og í því ljósi eru refsingarnar jafn fjarstæðukenndar og fangelsi fyrir að klæðast bláum gallabuxum. Höfundur er lögfræðingur og aðstoðarmaður þingflokks Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Sjá meira
Bláar gallabuxur eru stranglega bannaðar. Þær fást ekki í búðum, þær fást ekki sendar til landsins og ef þú kemst yfir par skaltu fela það á öruggum stað því þín bíður löng fangelsisvist ef einhver kemst að því. Þetta er í Norður-Kóreu, ekki á Íslandi. Þar eru reyndar mörg önnur bönn sem okkur finnast álíka fáránleg. Við myndum aldrei banna bláar gallabuxur á hér á landi. Ekki nema í þingsal Alþingis, þar eimir eftir af slíkri forsjárhyggju. Virðing Alþingis hangir náttúrlega á því að fólk klæðist buxum sem eru ekki „úr gallaefni með tvöföldum saum á hliðinni“. Við furðum okkur á órökréttri forsjárhyggju í útlöndum. Hlæjum að henni jafnvel. Af hverju má ekki fagna Valentínusardegi í Pakistan, kaupa Kinder Egg í Bandaríkjunum eða nota tóbak í Bútan? Við myndum aldrei leggja almennt bann við athöfn eða hlut sem engan skaðar – eða skaðar einungis einstaklinginn sem um ræðir – er það nokkuð? Það er góður mælikvarði á frelsið hvort athöfn sé líkleg til að valda öðrum skaða eða ekki. Drukkinn einstaklingur getur valdið stórkostlegum skaða undir stýri. Í góðra vina hópi skaðar hann fyrst og fremst sjálfan sig. Þess vegna er annað af þessu bannað en hitt leyfilegt. Þrátt fyrir þennan eðlilega mælikvarða er stutt í forsjárhyggjuna hjá okkur. Tilhneigingin til að hafa vit fyrir fullveðja fólki er rík á Íslandi. Við bönnum hnefaleika í atvinnuskyni (og höfum gert í 65 ár) þrátt fyrir að þar mætist tveir einstaklingar af fúsum og frjálsum vilja, í íþrótt sem keppt er í um allan heim. Við bönnum fólki að kaupa áfengi í heil tvö ár eftir að það verður lögráða. Við bönnum foreldrum að nefna börnin sín öðrum nöfnum en þeim sem finnast í sérstakri skrá ríkisins – og borgum nefnd fyrir að úrskurða að fullkomlega eðlileg nöfn á borð við Nathalía og Regin séu óæskileg. Svona mætti lengi telja. Forsjárhyggjan er drifin áfram af þeirri hugsun að almennt bann sé eðlilegt upphafsskref. Eftir það er skoðað hvort slaka eigi á banni eða veita undanþágur ef sérstök rök mæla með því. Þessi hugsun bæði er röng og hættuleg. Í samfélagi frjálsra einstaklinga, þar sem löggjafinn sækir vald til fólksins, er óeðlilegt að lög séu reist á hugmyndafræði forsjárhyggju. Það færir stjórnvöldum aukið vald á kostnað frelsis einstaklingsins og fyllir löggjöfina okkar af bönnum og jafnvel refsiheimildum sem engin rök eru fyrir. Rétt nálgun er að frelsið komi fyrst. Frelsið er upphafsskrefið. Ef líklegt er að athöfn valdi öðrum skaða, þ.e. öðrum en eingöngu þeim sem aðhefst, þá er sjálfsagt að ræða þörfina á löggjöf. Og ef lög eru sett er mikilvægt að þau gangi ekki lengra en nauðsynlegt er til að draga úr hættunni. Að fólki sé ekki refsað fyrir hluti sem hafa ekki nokkur áhrif á aðra. Ef þessi nálgun væri raunin á Íslandi þá væru kannski lausasölulyf seld í verslunum, Uber á leigubílamarkaði, veip og annað nikótín sem hjálpar fólki að hætta að reykja aðgengilegra og dánaraðstoð leyfð. Kannski væri vímuefnaneysla álitin heilbrigðismál en ekki glæpur. Raunin er að í öllum þessum dæmum er bannið skaðlegra en frelsið. Og í því ljósi eru refsingarnar jafn fjarstæðukenndar og fangelsi fyrir að klæðast bláum gallabuxum. Höfundur er lögfræðingur og aðstoðarmaður þingflokks Viðreisnar.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun